Fréttir

Ný vefgátt um vöktun veiðiáa

Hafrannsóknastofnun hefur opnað á heimasíðu sinni sérstaka vefgátt um vöktun veiðiáa þar sem finna má fjölþættar upplýsingar sem varða laxeldi í sjó og vöktun veiðiáa í sambandi við það. Þrettán ár á Norðurlandi vestra falla inn í vöktunina allt frá Víkurá í gamla Bæjarhreppi og austur að Fossá á Skaga.
Meira

Höfðaskóli sigursæll í Framsagnarkeppninn grunnskólanna

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi fór fram í Húnavallaskóla í gær en hún er hluti af Stóru upplestrarkeppninni sem haldin er árlega um allt land. Húnvetningar tileinka sína keppni Grími Gíslasyni sem var fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi til fjölda ára.
Meira

Lionsklúbbur Sauðárkróks gefur HSN – Sauðárkróki, fjölþjálfa

Lionsklúbbur Sauðárkróks afhenti á dögunum endurhæfingardeild HSN – Sauðárkóki, Nustep T5xr fjölþjálfa ásamt fylgihlutum að verðmæti kr. 1.550.000,- að gjöf. Lionsfélagar fjölmenntu eftir fund upp á Sauðárhæð og inn í sal endurhæfingardeildar. Þar afhenti Alfreð Guðmundsson formaður tækið og sagði það vera von Lionsfélaga að fjölþjálfinn kæmi að góðum notum fyrir þá sem þyrftu að nýta sér endurhæfingaraðstöðuna.
Meira

Komdu með seinnipartinn Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Það bregst ekki að þegar glittir í vorið og stutt er í Sæluviku Skagfirðinga lyftist brúnin á skáldagyðjunni, sem er merki þess að vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga er einnig á næsta leiti.
Meira

Lífskjarasamningar!

Það er mikið ánægjuefni þegar samstaða næst milli Verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekanda um stórsókn í lífskjörum. Sérstaklega þegar bætt kjör skila sér mest til þeirra sem verst eru settir, þó allir njóti góðs af.
Meira

Hrefnur í Sauðárkrókshöfn

Í morgun sáust tvær hrefnur í höfninni á Sauðarkróki sem virtust una sér ágætlega og voru líklega í loðnuleit fyrir Hafrannsóknastofnun, eins og segir á Fésbókarsíðu Skagafjarðarhafna. Eftir stuttan stans létu þær sig svo hverfa, hægt og hljótt, „án þess að greiða hafnargjöldin“.
Meira

Murr með þrennu á Seltjarnarnesinu

Stólastúlkur léku þriðja leik sinn í Lengjubikarnum í gærkvöldi þegar þær sóttu lið Gróttu heim á Vivaldivöllinn á Seltjarnarnesinu. Heimastúlkur voru yfir í hálfleik en þrenna frá Murielle Tiernan á korterskafla í síðari hálfleik lagði grunninn að 2-3 sigri Tindastóls.
Meira

Varmahlíðarskóli í úrslit í Skólahreysti

Fulltrúar Varmahlíðarskóla náðu frábærum árangri í Skólahreysti í gær er þeir gerðu sér lítið fyrir unnu Norðurlandsriðil, sem samanstendur af skólum á Norðurlandi utan Akureyrar. Það mun vera þriðja árið í röð og í fimmta sinn á sjö árum sem skólinn á þátttakendur í úrslitum. Í liðinu eru Ásta Alyia Friðriksdóttir, Sara María Ómarsdóttir, Óskar Stefánsson og Steinar Óli Sigfússon en til vara voru þau Björg Ingólfsdóttir og Indriði Þórarinsson.
Meira

Lionsfélagar safna fyrir lækningatækjum

Dagana 5.-7. apríl nk. munu Lionsfélagar um land allt selja rauða fjöður til þess að safna fyrir tækjabúnaði fyrir sykursjúka, sjónskerta og blinda. Markmiðið er að safna að lágmarki fyrir tveimur augnbotnamyndavélum sem staðsettar verða á innkirtladeild Landspítalans og á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð Blindrafélagsins. Í fréttinni má finna söfnunarnúmer og upplýsingar um reikning Lions fyrir þá sem hafa áhuga á að leggja málefninu lið.
Meira

Kvíðinn í samfélaginu – Ráðstefna á Hólum

Guðbrandsstofnun í samstarfi við Embætti landlæknis, Geðhjálp, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Félag íslenskra músikþerapista standa að ráðstefnu um kvíða. Raðstefnan, sem haldin er á Hólum í Hjaltadal, hefst á morgun og stendur yfir í tvo daga. Að sögn Solveigar Láru Guðmundsdóttur stendur Guðbrandsstofnun að einni ráðstefnu á ári, auk þess að skipuleggja Sumartónleika í Hóladómkirkju á sunnudögum yfir sumarmánuðina og standa að Fræðafundum heima á Hólum tvisvar í mánuði yfir vetrartímann. Undanfarin fjögur ár báru ráðstefnurnar yfirskriftina: Hvernig metum við hið ómetanlega. Undirtitlarnir þessi fjögur ár voru 2015- náttúran og auðlindirnar, 2016 -menningin, 2017 -trú og lífsskoðun og 2018 -hið góða líf.
Meira