Fréttir

Fjórir hektarar lands hafa myndast á Eyrinni á 27 árum

Fyrr í vikunni lauk Norðurtak við að leggja grjótgarð út frá fjörunni neðan athafnasvæðis hafnarinnar á Sauðárkróki með það að markmiði að vinna frekara land. Frá árinu 1978 hafa myndast um 5,8 hektarar, eða 58 þúsund fermetrar, af landi á hafnarsvæðinu sem Gönguskarðsáin og norðanáttin skila að landi með hjálp sandfangara og grjótgarða.
Meira

Fornminjasjóður úthlutar styrkjum

Fornminjasjóður hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2019. Alls bárust 69 umsóknir til sjóðsins og hlutu 23 af þeim styrk að þessu sinni. Heildarfjárhæð úthlutunar nam 41.980.000 króna en sótt var samtals um styrki að upphæð tæpar 160 milljónir króna.
Meira

Gangbrautarvörðurinn á Hvammstanga fær alvöru stöðvunarmerki

Starfsmenn Tengils komu færandi hendi í Grunnskóla Húnaþings vestra í síðustu viku og gáfu skólanum stöðvunarmerki fyrir gangbrautarvörðinn. Höfðu þeir tekið eftir því að einhverjir ökumenn virtu gangbrautarvörð að vettugi þegar nemendur nálguðust gangbrautina.
Meira

„AC/DC hefur hingað til ekki klikkað til að koma öllum í gírinn“ / ÁSBJÖRN WAAGE

Nú á dögunum fór fram árleg Söngkeppni NFNV og þar stóð uppi sem sigurvegari Ásbjörn Edgar Waage. Hann er fæddur árið 1999 og alinn upp á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann stundur nú nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Það þótti við hæft að fá kappann til að svara Tón-lystinni í Feyki.
Meira

Tólf manns bjargað af Holtavörðuheiði

Björgunarsveitin Húnar fékk útkall undir hádegið í dag vegna fólks sem var í hrakningum á Holtavörðuheiði. Á Facebooksíðu Húna segir að farið hafi verið á tveimur bílum frá Húnum og einnig hafi félagar úr Björgunarsveitinni Heiðar komið á móti neðan úr Borgarfirði. Vel gekk að aðstoða fólkið og koma því af heiðinni en þarna var um að ræða tólf manns á fjórum bílum. Vindhraði á heiðinni nálgaðist 40 m/sek í hviðum um það leyti sem björgunarsveitarmenn komu til baka þaðan og er heiðin lokuð og ekkert ferðaveður þar þó eitthvað sé það farið að ganga niður.
Meira

Stórmeistarajafntefli á gervinu

Það var nágrannaslagur um síðustu helgi í Lengjubikarnum en þá lék lið Tindastóls fjórða leik sinn í keppninni og mætti liði Fjallabyggðar sem er sameinað lið gömlu góðu KS á Sigló og Leifturs frá Ólafsfirði. Stólarnir voru 1-0 yfir í hálfleik en heldur hitnaði í kolunum þegar leið að lokum leiks sem endaði 3-3 og tveir leikmanna Tindastóls fengu að líta rauða spjaldið í uppbótartíma.
Meira

Stóra upplestrarkeppnin í Skagafirði

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í átjánda sinn í Skagafirði í gær. Tólf nemendur úr öllum grunnskólum Skagafjarðar öttu kappi og stóðu sig með stakri prýði. Nemendur úr Tónlistarskóla Skagafjarðar léku fyrir gesti og vinningshafar frá síðasta ári stýrðu samkomunni af mikilli röggsemi.
Meira

Níu verkefni á Norðurlandi vestra fá styrki í sameiginlegri úthlutun Guðmundar Inga og Þórdísar Kolbrúnar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tilkynntu í morgun um úthlutun til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið. Þrjú verkefni á Norðurlandi vestra fá styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og sex úr Verkefnaáætlun 2019-2021.
Meira

Út við himinbláu sundin - Gömlu góðu söngkonurnar heiðraðar

Þann 25. apríl verða haldnir tónleikar á Sauðárkróki sem ber heitið Út við himinbláu sundin. Þar verða gömlu góðu söngkonurnar heiðraðar og saga þeirra rifjuð upp í tali og tónum ásamt gömlu lögunum sem þær gerðu vinsæl og hafa lifað með þjóðinni í mörg ár.
Meira

Konungur ljónanna í Bifröst

Í dag frumflytja nemendur 10. bekkjar Árskóla ævintýrið um konung ljónanna þar sem segir frá Simba og vinum hans. Eins og margir vita þráir Skari, föðurbróðir hans, völd og verður uppvís að miklum pólitískum undirróðursklækjum og kemur öllu konungsríkinu í miklar hremmingar. En spurningin er alltaf sú, tekst Simba að snúa heim úr útlegðinni og öðlast krúnuna sem hann sannarlega á tilkall til. Sýnt verður alla daga í Bifröst fram á sunnudag.
Meira