Fréttir

Kráarkvöld Dagdvalar og íbúa HSN 21. mars

Þau leiðu mistök urðu í Sjónhorni að röng dagsetning fylgdi með kráarkvöldi Dagdvalar og íbúa HSN á Sauðárkróki. Rétt er að kráarkvöldið fer fram fimmtudaginn 21. mars frá kl 19:00 – 21:00. Sr. Gylfi mætir ásamt Geirmundi, Margeiri og Jóa sem munu sjá um stemninguna!
Meira

Fjölmennt fjölskyldufjör í Glaumbæ

Um sjötíu manns lögðu leið sína í Glaumbæ og skemmtu sér saman í blíðskapar veðri sl. fimmtudag, þann 7. mars, en tilefnið var fjölskyldudagskrá sem Byggðasafn Skagfirðinga stóð fyrir í vetrarfríi grunnskólana í Skagafirði. Ungir sem aldnir tóku þátt fróðlegum og skemmtilegum ratleik um safnasvæðið og boðið var upp á ferðaleg aftur í tímann með hjálp nýjustu tækni í Gilstofunni á meðan áhugasömum gafst færi á að skyggnast inní framtíðina með ævafornri aðferð í gamla bænum. Þá var opið í Áskaffi þar sem hægt var að gæða sér á heitu súkkulaði og pönnukökum og fleira góðgæti á milli atriða.
Meira

Málþingið Karlmenn og krabbamein í dag

Krabbameinsfélag Skagafjarðar býður upp á fría rútuferð á málþingið Karlmenn og krabbamein sem haldið er í Hofi á Akureyri í dag kl. 16 – 18 af Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Meðal dagskrárliða mun Ingimar Jónsson á Flugumýri segja sína reynslusögu. Markmið málþingsins er að fræða karlmenn um algeng einkenni krabbameina og er hluti af vitundarvakningu um krabbamein hjá karlmönnum.
Meira

Rabb-a-babb 174: Gigga

Nafn: Þorgerður Þóra Hlynsdóttir. Árgangur: 1969. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég átti æðislegt Lundby dúkkuhús og alls konar húsgögn og litla dúkkufjölskyldu sem bjó í því. Það var endalaust hægt að leika sér í þeirri veröld. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Raða í uppþvottavélina og brjóta saman þvott, engin spurning!
Meira

Ámundakinn kaupir fasteign Húnabókhalds

Nýlega var undirritaður kaupsamningur milli Húnabókhalds ehf. og Ámundakinnar ehf. um kaup þess síðarnefnda á húsnæði Húnabókhalds á Húnabraut 13, Blönduósi. Um er að ræða 167 fermetra skrifstofurými með tilheyrandi starfsmannaaðstöðu, sem var afhent nýjum eiganda þann 1. mars síðastliðinn. Þá tók jafnframt gildi leigusamningur, þar sem KPMG ehf. leigir þetta húsnæði til langs tíma af Ámundakinn.
Meira

Listería í laxa- og rækjusalati frá Sóma

Matvælastofnun hefur gefið út viðvörun við neyslu á einni lotu af laxa- og rækjusalati frá Sóma ehf. vegna listeríu (Listeria monocytogenes) sem greindist í reglulegu eftirliti fyrirtækisins. Sómi hefur ákveðið að innkalla salatið af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
Meira

Svavar Knútur í Sauðárkrókskirkju

Tónlistarmaðurinn og Skagfirðingurinn, Svavar Knútur Kristinsson, verður með tónleika í Sauðárkrókskirkju á morgun 13. mars klukkan 20:00. Húsið opnar 19:30 og er miðaverð 2990 kr. Eru þeir liður í fjáröflun hjá 3. flokki kvenna Tindastóls sem stefnir á að fara í knattspyrnuskóla til Spánar í sumar.
Meira

Tvær hugmyndir úr Skagafirði meðal tíu bestu í Verksmiðjunni 2019

Nú hefur dómnefnd Verksmiðjunnar 2019 lokið störfum og valið tíu bestu hugmyndirnar úr þeim 30 sem komust í undanúrslitin. Þátttakendur fá áfram sérstaka aðstoð í Fab Lab smiðjum landsins við að útfæra hugmyndirnar sínar og útbúa flottar frumgerðir og verður sigurvegari valinn á lokaviðburði Verksmiðjunnar þann 22. maí í Listasafni Reykjavíkur. Verksmiðjan er nýsköpunarkeppni ungs fólks á aldrinum 13 til 16 ára, þar sem hugmyndir og uppfinningar verða að veruleika. Tvær hugmyndanna koma úr Skagafirði.
Meira

Staðreyndir um mislinga á heimsvísu

Dauðsföllum af völdum mislinga á heimsvísu fækkaði um 80% milli áranna 2000 og 2017 vegna aukinnar áherslu á bólusetningu, segir á ​ vef heilbrigðisráðuneytisins en þar er staðreyndum um mislinga á heimsvísu komið á framfæri. Áætlað er að bólusetning fyrir mislingum hafi komið í veg fyrir 21,1 milljón dauðsfalla á þessu árabili. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tekið saman staðreyndir um mislinga og bólusetningu við þeim og segir stofnunin bólusetningu við sjúkdómnum með ábatasömustu fjárfestingum til að efla lýðheilsu.
Meira

Tuttugu verkefni í gangi í Ræsingu á Norðurlandi vestra

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi vestra, efndi í upphafi ársins til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir. Verkefnið ber nafnið Ræsing og var einstaklingum, hópum og fyrirtækjum boðið að sækja um þátttöku í verkefninu. Verkefnið er nú hálfnað og eru átta verkefni í gangi í Skagafirði og tólf í Húnavatnssýslum. Sagt er frá þessu á vef SSNV í dag.
Meira