Fréttir

Kosning hafin á manni ársins á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust sex tilnefningar sem teknar voru til greina. Hægt verður að greiða atkvæði hér á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Kosningin er þegar hafin og stendur til kl. 12 á hádegi á nýársdag, 1. janúar.
Meira

Forðist matarsýkingar um jólin

Háannatíminn í eldhúsum margra landsmanna er nú framundan og er þá að ýmsu að hyggja. Matvælastofnun hvetur landsmenn til að huga vel að hreinlæti, og tileinka sér rétta meðhöndlun og kælingu matvæla í eldhúsinu svo koma megi í veg fyrir að matarbornir sjúkdómar spilli gleðinni á hátíðinni sem framundan er.
Meira

Geggjaður sigur á Grindvíkingum

Tindastóll og Grindavík mættust í Síkinu í gærkvöldi og er óhætt að fullyrða að um fyrirtaks skemmtun hafi verið að ræða. Stólarnir hittu sjálfsagt á einn sinn albesta leik í langan tíma, sóknarleikurinn var lengstum suddalega flottur og ekki skemmdi fyrir að Gerel Simmons var hreinlega unaðslegur. Lið Tindastóls náði góðu forskoti í byrjun annars leikhluta og þrátt fyrir stórleik Sigtryggs Arnars náðu gestirnir ekki að draga á heimamenn sem sigruðu að lokum 106-88.
Meira

Val á íþróttamanni ársins fer fram 27. desember

Þann 27. desember nk. verður tilkynnt um hverjir hljóta titlana íþróttamaður- , lið- og þjálfari Skagafjarðar árið 2019 við hátíðlega athöfn í Ljósheimum kl. 20:00. Valið er samstarfsverkefni UMSS og Sveitafélagsins Skagafjarðar en valnefnd kýs rafrænt eftir kynningu á tilnefningum aðildarfélaga UMSS. Í valnefndin sitja stjórn UMSS, forstöðumaður frístunda og íþróttamála Sveitarfélagsins Skagafjarðar, ritstjóri Feykis og félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar.
Meira

Viltu taka þátt í að velja þema næstu Prjónagleði?

Prjónagleðin - Iceland Knit Fest verður haldin í fimmta sinn, dagana 12. – 14. júní 2020. Undirbúningur fyrir hátíðina er hafinn og stefnt er að því að opna fyrir pantanir á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar, www.textilmidstod.is í byrjun næsta árs.
Meira

Ómakleg athugasemd bæjarfulltrúa

Veðurofsinn sem gekk yfir landið í síðustu viku var slíkur að umfangi að hann verður seint talinn annað en náttúruhamfarir. Skagfirðingar voru á meðal þeirra íbúa landsins sem fóru hvað verst út úr fárviðrinu. Viðbragðsaðilar brugðust við stöðunni í Skagafirði af miklum myndarskap og við íbúar sveitarfélagsins hljótum að vera auðmjúkt þakklátir fyrir þeirra óeigingjarna framlag.
Meira

Öxnadalsheiði lokuð

Þjóðvegi 1 um Öxnardalsheiði hefur verið lokað fyrir umferð vegna versnandi veðurs, að því er kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Einnig hefur Siglufjarðarvegi utan Fljóta verið lokað.
Meira

Björgunarsveitirnar styrktar

Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagafjörður hafa tekið ákvörðun um að styrkja björgunarsveitirnar á sínum svæðum um eina milljón króna hverja en auk þess styrkir Sveitarfélagið Skagafjörður Skagfirðingasveit um hálfa milljón króna vegna umfangs stjórnstöðvar. Er þetta gert í kjölfar þess mikla óveðurs sem gekk yfir norðanvert landið í síðustu viku og skapaði mikið álag á björgunarsveitir á svæðinu.
Meira

Verðmætasköpun í fiski innanlands!

Atvinnuveganefnd hefur í góðri samstöðu fjallað um stóraukinn útflutning á óunnum fiski sem hefur margvísleg áhrif á atvinnu, efnahag, nýsköpun og rekstrargrundvöll fiskmarkaða, minni útgerða og fiskvinnsla í landinu. Við sammæltumst um að senda gagnrýnin álitaefni til fimm ráðuneyta og köllum eftir skýrum svörum og rökstuddum viðbrögðum. Sjávarútvegurinn hefur verið bitbein stjórnmálamanna í marga áratugi. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar þingmenn allra flokka á Alþingi koma sér saman um mál honum tengdum.
Meira

Viltu gefa veglega jólagjöf?

Skagfirðingabúð og Sögufélag Skagfirðinga efna til gjafaleiks fyrir jólin þar sem verðlaunin eru öll níu bindi Byggðasögu Skagafjarðar. Til að taka þátt þarf að leggja leið sína í Skagfirðingabúð og skrá nafn þess sem þú vilt gefa og láta í pott sem verður dregið úr á Þorláksmessu. Sá hinn heppni fær gjöfina keyrða heim til sín fyrir jólin.
Meira