Ferðahestar – Kristinn Hugason skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
31.03.2019
kl. 10.13
Hvergi reis hlutverk íslenska hestsins sem þarfasta þjónsins öllu hærra en í hlutverki ferðahestsins. Í Dýravininum árið 1895 birtist mergjuð frásögn sem er á þessa leið:
„Sveinn læknir Pálsson sagði svo sjálfur frá, að hann hefði eitt sinn farið úr Reykjavík svo drukkinn af spönsku brennivíni, að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Það var um vetur, og frost mikið; en hann ætlaði austur yfir fjall og var einn síns liðs. Þá er hann var kominn eitthvað nálægt Lyklafelli, datt hann af baki og vissi ekki af sér um hríð. Hann raknaði við við það, að hestur hans stóð yfir honum og var að nugga sér við hann til að vekja hann. Ætlaði Sveinn þá upp að standa, en gat ekki, því hann var....
Meira