Fréttir

Val á manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Húnahornið býður lesendum sínum að velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu líkt og gert hefur verið undanfarin 14 ár. Eru lesendur hvattir til að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil.
Meira

Rannsóknarsetur HÍ á Skagaströnd hlýtur verkefnastyrk

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra staðfesti á dögunum tillögur valnefndar um verkefnastyrki vegna fjarvinnslustöðva sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Þrjú verkefni hlutu styrk og var verkefni Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, Gagnagrunnur sáttanefndarbóka, eitt þeirra.
Meira

Atlantic Leather mun starfa áfram á Sauðárkróki

Búið er að tryggja áframhaldandi starfssemi Atlantic Leather á Sauðárkróki en nýtt félag hefur keypt hluta þrotabúsins. Einungis verða fiskroð sútuð í hinu nýja fyrirtæki og mun þá gærusútun á Sauðárkróki og jafnvel landinu öllu heyra sögunni til. Gestastofa sútarans, sem hefur verið aðdráttarafl ferðamanna um árabil, verður flutt annað.
Meira

Jólahús ársins á Blönduósi

Húnahornið stóð fyrir vali á jólahúsi ársins á Blönduósi líkt og gert hefur verið allt frá síðustu aldamótum að undanskildu einu ári. Að þessu sinni var það húsið að Brekkubyggð 21 sem bar af að mati lesenda Húnahornsins.
Meira

Rúnar Guðmundsson nýr skipulagsfulltrúi í Skagafirði

Rúnar Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf skipulagsfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og mun taka til starfa á fyrstu mánuðum ársins. Rúnar tekur við embættinu af Jóni Erni Berndsen sem gegn hefur starfinu frá 1. desember sl. og þar áður embætti skipulags- og byggingarfulltrúa hjá sveitarfélaginu til fjölda ára.
Meira

Völvuspá Feykis 2020

Eins og undanfarin ár er rýnt inn í framtíðina og reynt að sjá fyrir óorðna hluti hér í Feyki. Í mörg ár hafa spákonurnar í Spákonuhofinu á Skagaströnd rýnt í spil og rúnir en að þessu sinni gátu þær ekki orðið við beiðni blaðsins. Var þá leitað á önnur mið og eftir mikla eftirgrennslan náðist samband og samkomulag við einstakling sem vill ekki láta kalla sig spámann eða völvu heldu seiðskratta. Aðspurður um þá nafngift sagði hann að það hæfði sér best enda bruggaður seiður við þennan gjörning. Ekki vildi viðkomandi koma fram undir nafni og munum við verða við því.
Meira

Gleðilegt nýtt ár

Feykir óskar öllum landsmönnum, nær og fjær, gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samfylgdina á því liðna. Megi nýtt ár verða ykkur öllum farsælt og gæfuríkt.
Meira

Geiger gengur til liðs við Stólana

Nú tíðkast hin breiðu spjótin og á það ekki hvað síst við í Dominos-deildinni í körfubolta. Flest sterkari liða deildarinnar hafa nýtt jólafríið til að sanka að sér leikmönnum til að styrkja sig í baráttunni sem framundan er. Sagt er frá því í stuttri frétt á Fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls að þar á bæ hafi menn ákveðið að styrkja meistaraflokk karla með því að semja við Deremy Terrel Geiger um að spila með liðinu á nýju ári.
Meira

Tilfærsla á losunardögum hjá Flokku

Vegna fjölda frídaga nú um hátíðirnar verður örlítil tilfærsla á sorplosunardögum hjá Flokku í Skagafirði. Sem dæmi seinkar hreinsun í Hegranesi, sem fram átti að fara í gær, fram í fyrstu vikuna í janúar. Vert er að benda á að flugeldarusl fer í urðun og best að skila því í Flokku sem fyrst.
Meira

Gamla árið kvatt með brennum og flugeldasýningum

Nú eru áramótin rétt handan við hornið og að vanda verður það kvatt með brennum, skoteldum og almennum gleðskap. Flugeldasýningar og brennur í umsjón björgunarsveitanna verði haldnar á sjö stöðum á Norðurlandi vestra að þessu sinni, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Hólum og á Hofsósi.
Meira