feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.10.2019
kl. 14.51
Á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem haldinn var á Grand hóteli um helgina var kjörin ný stjórn flokksins. Alls barst 21 framboð í stjórn en hún er skipuð ellefu aðalmönnum og fjórum varamönnum. Rúnar Gíslason, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, var á meðal frambjóðenda í gjaldkerastöðuna og hlaut kosningu. „Ég hef haft mikla ánægju af að starfa innan VG til þessa og trúi að ég geti komið að frekara gagni. Það er ástæðan fyrir þessari framhleypni,“ sagði Rúnar í framboðstilkynningu sinni. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Svf. Skagafjarðar situr í varastjórn.
Meira