Fréttir

Hafist handa við undirbúning ljósleiðaravæðingar í sumar

Húnaþing vestra hefur samþykkt að þiggja styrk frá frá fjarskiptasjóði og byggðastyrki frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt en eins og áður hefur verið greint frá á Feyki.is var Húnaþing vestra eitt þeirra sveitarfélaga sem buðust slíkir styrkir.
Meira

Ekkert aprílgabb á söguslóð Þórðar kakala

Listafólk, sem nú dvelst í listasmiðju Kakalaskála í Kringlumýri, hélt að verið væri að gabba það í gær, 1. apríl, þegar þeim var sagt að biskupinn yfir Íslandi myndi mæta með sitt fylgdarlið í heimsókn í dag. En ekki var um gabb að ræða því frú Agnes M. Sigurðardóttir mætti í morgun og með henni í för voru þau Dalla Þórðardóttir prófastur og Þorvaldur Víðisson biskupsritari.
Meira

Útibú Barnahúss opnað á Akureyri í gær

Í gær, mánudaginn 1. apríl, var Barnahús opnað með formlegum hætti á Akureyri en Barnahús hefur verið starfrækt í Reykjavík frá árinu 1998 með það að markmiði að hagsmunir barns séu tryggðir þegar upp kemur grunur um kynferðisbrot. Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að hugmyndin bak við Barnahús sé að sérfræðingarnir komi til barnsins en ekki öfugt og verið sé að taka þá hugmynd skrefinu lengra í útibúinu á Norðurlandi.
Meira

Teymisstjóri geðheilsuteymis á Blönduós

Sofia Birgitta Krantz hefur verið ráðin í nýtt starf teymisstjóra geðheilsuteymis fyrir Norðurland. Sofia er sálfræðingur að mennt og hefur undanfarin ár starfað hjá Sálfræðisetrinu í Reykjavík. Áður en hún byrjaði hjá Sálfræðisetrinu starfaði hún sem sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og í geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Sofia kemur til starfa í júní og verður með starfsaðstöðu á Blönduósi.
Meira

Tjaldið fellur – Dramaleikur í Síkinu

Það var spennuþrunginn dagur í gær í Skagafirði og mikil eftirvænting fyrir lokaleik Tindastóls og Þórs Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Dominosdeildar. Síkið þétt skipað stuðningsmönnum Stóla og Þórsarar áttu einnig sína menn. Liðin komu vel stemmd til leiks og Stólar greinilega tilbúnir að bæta því við sem vantað hafði upp á í leik þeirra tvo leiki þar á undan.
Meira

Bíll lokar Holtavörðuheiði - Uppfært, búið að opna.

Vegurinn yfir Holtavörðuheiði er lokaður sem stendur en þar er bíll sem lokar veginum. Á vef Vegagerðarinnar segir að unnið sé að því að losa bílinn en þó sé óvíst hvenær tekst að opna fyrir umferð aftur. Annars er snjóþekja, hálka eða hálkublettir víðast hvar á Norðurlandi en allir helstu vegir færir. Flughálka er þó í Blönduhlíð, þungfært í Almenningum en ófært er á Víkurskarði.
Meira

Opnunarhátíð Rannsóknaseturs um sveitastjórnarmál

Föstudaginn 5. apríl næst komandi verður formleg opnun Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál í Háskóla Íslands á Laugarvatni. Í tilefni dagsins mun Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra heimsækja rannsóknasetrið ásamt fleiri góðum gestum. Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál er hluti af starfsemi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og er það starfrækt með stuðningi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
Meira

Stjórn SSNV mótmælir áformum um frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs

Stjórn SSNV hefur sent frá sér ályktun þar sem hún harmar þau áform sem fram koma í fjármáláætlun áranna 2020 – 2024 og lúta að frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021.
Meira

Blöndulína 3 í gegnum sæstreng

Nú glittir í að ný tækni geri það kleift að koma Blöndulínu 3 í jörð en mikill styr hefur staðið um lagningu stóriðjulínu þvert yfir Skagafjörð. Tæknin er sambærileg þeirri sem býr að baki sæstreng og gæti legið eftir Héraðsvötnum. Sveinn Margeirsson frá Mælifellsá í fyrrum Lýtingsstaðarhreppi hefur verið einn af forystumönnum þeirra sem vilja strenginn í jörð. Hefur Landsnet ætíð borið því við að vegna tæknilegra örðuleika væri einungis hægt að leggja strenginn þrjá km leið í Skagafirði og hefur honum verið ætlaður að liggja neðan Vindheimamela.
Meira

Keyrum þetta í gang!

Tindastóll og Þór Þorlákshöfn mætast í Síkinu í kvöld kl. 18:30 í fimmtu og síðustu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Eftir að hafa fengið fínt start og sigrað tvær fyrstu viðureignir liðanna þá hafa Stólarnir hikstað duglega og Þórsarar gengið á lagið og kláruðu leiki þrjú og fjögur nokkuð sannfærandi. Það er því allt undir í kvöld, sæti í fjögurra liða úrslitum í húfi og lið Tindastóls þarf nú að sýna úr hverju það er gert.
Meira