Fréttir

Ungt fólk í Skagafirði – Hvað skiptir okkur máli

Í Sveitarfélaginu Skagafirði býr margt ungt fólk með mismunandi áhugasvið. Mitt áhugasvið liggur helst inn á svið íþrótta- og félagslífs. Sjálfur spila ég knattspyrnu með meistaraflokk Tindastóls en ég hef æft knattspyrnu frá fimm ára aldri. Á líðandi skólaári hef ég setið í stjórn nemendafélags FNV og tekið virkan þátt í öllu því félagslífi sem fram fer í skólanum og utan hans.
Meira

Leikhópurinn Lotta sýnir Gosa í sumar

Tólfta sumarið í röð leggur Leikhópurinn Lotta land undir fót og ferðast með glænýja fjölskyldusýningu um landið þvert og endilangt. Í sumar hefur hópurinn ákveðið að kynnast betur spýtustráknum Gosa og ber nýjasta leikritið nafn hans. Sagan um Gosa gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og visa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Heyrst hefur að það beri okkur inn í háan turn þar sem við hittum skemmtilega stelpu með afskaplega langa fléttu og að á öðrum stað í Ævintýraskóginum verðum við vitni að því þegar þrjár óskir valda miklum vandræðagangi. Fleira skal ekki gefið upp að sinni enda sjón sögu ríkari.
Meira

Betri þjónusta – allra hagur

Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar okkar í sveitarstjórn leiði hugann að því að þeir eru þjónar fólksins í sveitarfélaginu. Þeir eru kosnir til að gæta hagsmuna þeirra og setja metnaðarfull verkefni af stað. Verkefni sem þjóna öllum íbúum hvar svo sem þeir velja að búa, inn til dala og út með firði sem og á Sauðárkróki.
Meira

Kormákur/Hvöt fær góðan liðsstyrk

Kormákur/Hvöt lék sinn fyrsta leik í D riðli 4. deildar í knattspyrnu sl. laugardag gegn Vatnaliljum úr Kópavogi. Leikurinn endaði 0-0 og fékk liðið því sitt fyrsta stig. Fyrir leikinn hafði liðið fengið liðsstyrk þar sem erlendir sem og innlendir leikmenn höfðu skrifað undir samning.
Meira

Hvern skal kjósa…

Næstkomandi laugardag ganga íslendingar til kosninga. Þá verður kosið um hverjir skulu sitja í sveitarstjórnum um allt land. Hinsvegar snýst kosningin auðvitað um hvernig við viljum sjá framtíð sveitarfélagsins okkar þróast, hvernig við viljum að framtíð okkar allra þróist til næstu ára. En hvernig er hægt að finna út úr því hvaða lista skal kjósa? Það lítur ekki út fyrir að vera neitt sérstaklega auðvelt þar sem svo virðist sem mörg stærstu mál framboðanna séu í grunninn þau sömu. Mismunurinn á útgefnum málefnaskrám felst kannski að hluta í því hversu mikill “loforðaflaumurinn” er.
Meira

Síðasta sýning á Jónatan í kvöld

Leikritið Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan, sem Leikfélag Sauðárkróks hefur verið að sýna undanfarnar vikur, hefur sannarlega slegið í gegn. Uppselt hefur verið á flestar sýningar en nú er komið að lokasýningunni.
Meira

Lífsgæði í dreifbýli -- Heitt vatn og ljósleiðari – baráttumál Framsóknarflokksins

Það er öllum ljóst sem komið hafa að umræðu um búsetuskilyrði og atvinnumöguleika í dreifbýli að aðgengi að heitu vatni og góð nettenging eru lykilatriði. Þessi atriði skipta máli hvort sem verið er að byggja upp atvinnustarfsemi á viðkomandi jörð (svæði), eða að setja niður íbúðarhús á lóð.
Meira

Urald King á Krókinn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur fengið Urald King í sínar raðir fyrir komandi tímabil. King er 27 ára framherji og kemur frá Val, var með 22.9 stig að meðaltali í leik og 15 fráköst.
Meira

Stólarnir eins og létt ídýfa fyrir Þróttara í Vogunum

Lið Tindastóls spilaði í gær þriðja leik sinn í 2. deildinni í sumar og var þá leikið við Þrótt úr Vogunum á Vogabæjarvelli og reyndust Stólarnir varla meira en létt Vogaídýfa fyrir heimamenn. Þeir náðu forystunni strax í byrjun og unnu að lokum öruggan 4-0 sigur.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Þátttakan var geysigóð í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga en úrslit voru kynnt á setningu Sæluviku sem fram fór um mánaðamótin síðustu. Eftirfarandi pistill var fluttur þar af því tilefni.
Meira