87 nemendur brautskráðust frá FNV
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.05.2018
kl. 12.04
Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 39. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær, föstudaginn 25. maí, að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 87 nemendur frá skólanum að þessu sinni en í máli skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur, kom m.a. fram að 2.577 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979.
Meira
