Fréttir

Gunnar í fram­boð fyr­ir Miðflokk­inn

Króksarinn Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksin sem sagði sig úr flokknum á dögunum, hefur ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn, sem eins og flestum ætti að vera kunnugt er nýt flokkur Sigmundar Davíðs. Morgunblaðið telur sig hafa öruggar heimildir fyrir þessu og að Gunnar Bragi muni fara í framboð fyrir Miðflokkinn fyrir kosningarnar 28. október næstkomandi.
Meira

Fögnum fjölbreytileikanum í dýraríkinu í dag - myndband

Fögnum fjölbreytileikanum í dýraríkinu því það er alþjóðlegi dýradagurinn í dag.
Meira

Atvinnupúlsinn í Skagafirði frumsýndur í kvöld

Sjónvarpsstöðin N4 vinnur nú að gerð átta þátta um atvinnulífið í Skagafirði, Atvinnupúlsinn í Skagafirði. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur í kvöld, klukkan 20:30. Sambærilegir þættir voru á dagskrá N4 í upphafi ársins þar sem kastljósinu var beint að Eyjafjaðrarsvæðinu. Þeir þættir féllu í góðan jarðveg hjá áhrofendum og atvinnulífið tók umfjölluninni fagnandi. Umsjónarmenn Atvinnupúlsins í Skagafirði eru þau María Björk Ingvadóttir og Karl Eskil Pálsson. Í þáttunum verður rætt við fólk sem þekkir vel til í atvinnulífinu, auk þess sem fyrirtæki og stofnanir verða heimsótt.
Meira

Föndurhornið - kanína

Hefur þú gaman af því að föndra? Hefur þú prófað að gera svona kanínu? Það eina sem þú þarft er blað í stærðinni 15*15cm og penni. Nýprent er að selja 10 stk af lituðum A4 blöðum á 100kr (þú kemur og velur úr því sem er í boði hjá okkur)
Meira

Auðlindagjald eða landsbyggðarskattur?

Í febrúar s.l. lagði undirrituð fram fyrirspurn á Alþingi til umhverfis- og auðlindaráðherra sem sneri að skilgreiningu á auðlindum Íslands og hvaða auðlindir borga auðlindagjald. Það kom ekki á óvart að af sex skilgreindum náttúruauðlindum er auðlindagjald í formi skattlagningar eingöngu lagt á auðlindir sjávar, sbr. lög um veiðigjöld, nr. 74/2012. Í svarinu kom svo fram að náttúruauðlindir landsins séu flokkaðar í sex yfirflokka, eða náttúruauðlindir a) lands, b) hafs, c) stranda, d) vatns, e) orkuauðlindir og f) villt dýr, þ.m.t. fiskar, fuglar og spendýr. Þessum flokkum er síðan skipt í fjölmarga undirflokka
Meira

Hvalur dreginn á land á Hvammstanga

Hún vakti verðskuldaða athygli sandreyðurin sem dregin var á land á Hvammstanga í gær. Hafði hún strandað á grynningum í Hrútafirði, miðja vegu milli fjarðarbotns og Borðeyrar en lifði ekki lengi eftir að vaskur björgunarhópur hafði komið henni á flot á ný.
Meira

Lilja Rafney efst hjá Vinstri grænum í Norðvesturkjördæmi

Fjölmennur fundur kjördæmisráðs VG í Norðvesturkjördæmi, haldinn á Hótel Bjarkalundi, samþykkti í gær eftirfarandi framboðslista, að tillögu kjörnefndar, vegna komandi alþingiskosninga: Lilja Rafney Magnúsdóttir, Alþingismaður leiðir listann áfram, Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður og forstöðumaður, Skagafirði er áfram í öðru sæti, en nýr í 3. sæti er Rúnar Gíslason, háskólanemi í Borgarnesi.
Meira

Forgangsverkefni

Í störfum mínum sem sveitarstjórnarmaður hefur það kristallast hve háð sveitarfélögin á landinu eru ríkinu með ákvarðanir og samþykktir er snúa að þeim brýnu verkefnum sem nauðsynlegt er að ráðast í til að viðhalda nýsköpun og atvinnuþróun á landsvísu.
Meira

Gerðu eitthvað fallegt fyrir kærastann þinn í dag

Það eru til nokkrir dagar til að fagna konum og þeirra hlutverki í lífinu eins og t.d Mæðradagurinn, Eiginkonudagurinn, Kærustudagurinn og Konudagurinn en það er ekki margir dagar til að gleðjast yfir þeim einstaklingi sem þarf að þola þær og allt þeirra tuð á hverjum degi nema kannski Bóndadagurinn
Meira

Takk fyrir traustið

Auka kjördæmisþing Framsóknar í Norðvesturkjördæmi fór fram fyrir stuttu síðan. Þar gaf ég ekki kost á mér til áframhaldandi starfa á þingi, að minnsta kosti ekki á næsta kjörtímabili. Þegar ákvörðun sem þessi er tekin, þá er vel við hæfi að skrifa nokkur orð niður á blað og þakka fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt í störfum mínum sem þingmaður.
Meira