Fréttir

87 nemendur brautskráðust frá FNV

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 39. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær, föstudaginn 25. maí, að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 87 nemendur frá skólanum að þessu sinni en í máli skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur, kom m.a. fram að 2.577 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979.
Meira

Kosið á fjórtán stöðum á Norðurlandi vestra

Í dag ganga landsmenn að kjörborði og kjósa sér fulltrúa í sveitarstjórnir landsins. Valmöguleikarnir eru mismargir, allt frá einum sem þá telst sjálfkjörinn upp í meters langan lista með 16 framboðum líkt og gerist í höfuðborginni okkar. Í landinu er 71 sveitarfélag og eru um 248 þúsund manns á kjörskrá.
Meira

Kjúklingaréttur í uppáhaldi og kókosmuffins

„Þessi kjúklingaréttur er í miklu uppáhaldi á þessu heimili, það er hægt að nota svínakjöt eða lambakjöt í staðinn fyrir kjúkling,“ sögðu matgæðingarnir Marie Ann Hauksdóttir og Magnús Pétursson á Haugi í Miðfirði sem sáu um matgæðingaþátt 22. tbl. ársins 2016. Þau buðu einnig upp á uppskrift af gómsætum kókosmuffins.
Meira

Sjálfstæðisflokkurinn leiðandi afl í Skagafirði

Undanfarnar vikur eru búnar að vera ákaflega skemmtilegar en erfiðar og gríðarlega gefandi. Þessar vikur höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hitt kjósendur út um allan fjörð og átt gott samtal um sveitafélagið okkar.
Meira

Sýning í Bílskúrsgalleríinu á morgun

Þeir textíllistamenn sem dvalið hafa í Kvennaskólanum á Blönduósi allan maí mánuð og sumir lengur, munu á morgun halda sýningu á þeim verkum sem unnin voru meðan á dvöl þeirra stóð. Allir eru velkomnir á sýninguna sem ber nafnið Nightless og verður haldin í Bílskúrsgalleríinu milli klukkan 17:00 og 19:00.
Meira

Við erum tilbúin í slaginn!

ByggðaListinn er ferskur andblær á sviði sveitarstjórnarmála í Skagafirði og samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem sækir rætur sínar um allt héraðið. Við teljum að við getum bætt okkar góða samfélag með samvinnu og samheldni að leiðarljósi og höfum við unnið eftir þeim sjónarmiðum frá því listinn var stofnaður. Þekking og reynsla frambjóðenda er víðtæk, en það er ótvíræður styrkleiki.
Meira

Tryggjum Álfhildi í sveitarstjórn

Álfhildur Leifsdóttir, frá Keldudal skipar nú baráttusæti VÓ (vinstri græn og óháð) í Skagafirði í kosningum til sveitarstjórnar. Það væri mikill fengur að fá Álfhildi í sveitarstjórn, hún hefur góða tilfinningu fyrir því sem mestu máli skiptir um allt héraðið. Sú sköpunargleði og dugnaður sem einkennir störf hennar mun sannarlega nýtast vel.
Meira

Heildstæð orkutenging á Norðurlandi strax

Eitt stærsta hagsmunamál Eyfirðinga er raforkuöryggi. Það er óþolandi staðreynd að Akureyri og Eyjafjörður allur skuli búa við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Áralöng barátta um úrbætur hefur litlu skilað og hafa fyrirtæki og sveitarfélög þurft að koma sér upp varaafli með díselvélum og olíukötlum sem er algjörlega úr takti við baráttuna gegn loftlagsbreytingum. Orkuskorturinn hamlar uppbyggingu atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu og á hún sér enga framtíð við þessi skilyrði enda samkeppnishæfni svæðisins skert.
Meira

María Finnboga valin í landsliðið í alpagreinum

Skíðasamband Íslands hefur valið í A og B landslið í alpagreinum fyrir keppnistímabilið 2018/2019. María Finnbogadóttir úr Tindastól var valin í B-landsliðið en þar þurfa iðkendur að vera undir 80 FIS punktum á heimslista í einni grein. Fjölda takmörkun er sex af hvoru kyni í liðinu. Í A landsliðinu þarf iðkandi að vera undir 40 FIS punktum á heimslista í einni grein. Fjölda takmörkun er þrír af hvoru kyni í liðinu.
Meira

Byggjum upp gott samfélag

Sumir sjá bara það sem þeir vilja sjá og heyra bara það sem þeir vilja heyra. Einn góður maður spurði mig um daginn: „Eru virkilega fíkniefni í Skagafirði og er fíkniefnaneysla í Skagafirði?“ Svarið við því er „JÁ“. Eða bara nákvæmlega eins og allstaðar annarsstaðar á landinu.
Meira