Fréttir

„Ég held að það sé frelsið sem fólkið sækir í.“ Halldór í Brimnesi tekinn tali

Í tilefni þess að í dag er Laufskálarétt er við hæfi að birta viðtal úr 35. tölublaði Feykis sem kom út nýlega þar sem Halldór Steingrímsson í Brimnesi, hestamaður og rekstrarstjóri í Laufskálarétt, er tekinn tali. Laufskálarétt er stundum kölluð drottning stóðréttanna og líklega ekki að ástæðulausu þar sem réttin er örugglega orðin meðal stærri einstakra viðburða sem eiga sér stað á landsbyggðinni. Blaðamaður verður reyndar að viðurkenna að þrátt fyrir margra ára búsetu í Skagafirðinum hefur hann ekki komið nema tvisvar eða þrisvar í réttina og skilur afskaplega lítið í hestamennsku yfirleitt. Því lék honum forvitni á að vita hvað það er sem gerir þennan viburð svo merkilegan.
Meira

Alveg ótrúlegt

Áskorandapenninn - Kolbeinn Konráðsson
Meira

Gunnar Bragi segir skilið við Framsóknarflokkinn

Skömmu fyrir hádegi birti Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmaður, yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann tilkynnti að hann hefði ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum eftir að hafa starfað fyrir flokkinn frá sex ára aldri.
Meira

Margt til skemmtunar um Laufskálaréttarhelgi

Hin árlega Laufskálarétt í Hjaltadal verður haldin nú um helgina og má búast við að þar verði margt um manninn að vanda. Smalað verður í fyrramálið en þá fer fjöldi fólks ríðandi fram í Kolbeinsdal til að sækja stóðið sem rekið verður til réttar á Laufskálum.
Meira

Útsaumsnámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi

Til stendur að halda námskeið í útsaumi í Kvennaskólanum á Blönduósi dagana 21. og 22. október og er námskeiðið ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á útsaumi og einnig þeim sem áhuga hafa á að prófa eitthvað nýtt. Kennari á námskeiðinu verður Björk Ottósdóttir, kennari við Skals design og håndarbejdsskole, í Danmörku en sá skóli er mörgu íslensku handverksfólki að góðu kunnur.
Meira

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum stendur fyrir ráðstefnu um viðburðarstjórnun

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum stóð sl. fimmtudag fyrir ráðstefnu í Hörpu sem bar titilinn Viðburðalandið Ísland. Háskólinn á Hólum er nú eini háskólinn hérlendis sem býður upp á nám í þessari sívaxandi grein og því var ákveðið að blása til ráðstefnu til að vekja athygli á náminu og mikilvægi þess að skipulag viðburða sé unnið faglega.
Meira

Hvað finnst þér um þetta?

Er þetta krúttlegt eða ógeðslegt? Hvað finnst þér?
Meira

Opið hús á Varmalandi

Það stefnir í góða Laufskálaréttarhelgi í Skagafirði þar sem veðurguðirnir ætla að splæsa logni og yfir 10 stiga hita á laugardag. Á föstudag verður einhver úði en rétt til að rykbinda reiðvegi og velli hjá þeim búum sem bjóða gestum að líta við.
Meira

Opið hús í Bílskúrsgalleríinu á Blönduósi

Í dag, fimmtudaginn 28. september, verður opið hús í Bílskúrsgalleríinu við Kvennaskólann á Blönduósi. Þá ætla þeir listamenn sem dvalið hafa í septembermánuði hjá Textílsetri Íslands að bjóða til textílsýningar sem ber heitið Þetta reddast. Það eru listamennirnir Áine Bryne, Clare O.N, Rosa Smiths, Lauren A. Ross, Kristine Woods, Maggie Dimmick, Helena Schlichting og Andreana Donahue sem standa að sýningunni en hún verður opin milli kl. 16 og 18
Meira

Síðasta Lýðheilsugangan á Króknum

Vaskur 18 manna hópur gekk í gær upp að Gönguskarðsárvirkjun. Var þetta fjórða og síðasta Lýðheilsuganga Ferðafélags Skagfirðinga í samvinnu við FÍ í tilefni að 90 ára afmælis móðurfélagsins. Veður var hið ákjósanlegasta, hlýr andvari og þurrt.
Meira