„Ég held að það sé frelsið sem fólkið sækir í.“ Halldór í Brimnesi tekinn tali
feykir.is
Skagafjörður
30.09.2017
kl. 09.00
Í tilefni þess að í dag er Laufskálarétt er við hæfi að birta viðtal úr 35. tölublaði Feykis sem kom út nýlega þar sem Halldór Steingrímsson í Brimnesi, hestamaður og rekstrarstjóri í Laufskálarétt, er tekinn tali.
Laufskálarétt er stundum kölluð drottning stóðréttanna og líklega ekki að ástæðulausu þar sem réttin er örugglega orðin meðal stærri einstakra viðburða sem eiga sér stað á landsbyggðinni. Blaðamaður verður reyndar að viðurkenna að þrátt fyrir margra ára búsetu í Skagafirðinum hefur hann ekki komið nema tvisvar eða þrisvar í réttina og skilur afskaplega lítið í hestamennsku yfirleitt. Því lék honum forvitni á að vita hvað það er sem gerir þennan viburð svo merkilegan.
Meira