Fréttir

Listar Bjartrar framtíðar mannaðir

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti í gær sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum, fyrir Alþingiskosningar 2017. Í Norðvesturkjördæmi leiða listann þær Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari í tónlistarskóla Akraness.
Meira

Grunnbreytingar sem snúa að byggðamálum

Það er þjóðhagslega mikilvægt að hafa öfluga byggð allt í kringum landið. Eftir efnahagshrunið varð landsbyggðin fyrir meiri blóðtöku í formi tapaðra opinberra starfa en höfuðborgarsvæðið, það var dregið meira úr stuðningi við menningartengda starfsemi á landsbyggðinni, meira var skorið niður hjá ýmsum heilbrigðisstofnunum o.s.frv. Nú þegar góðæri ríkir í hagkerfinu erum við því miður að sjá sömu þróun halda áfram. Það segjast allir vera sammála um að mikilvægt sé að snúa þessari þróun við og ég trúi því að víðtækur vilji sé til þess. En af hverju gerist það ekki?
Meira

Afmæli Skagfirðingafélagsins um helgina

Skagfirðingafélagið í Reykjavík fagnar um þessar mundir 80 ára afmæli og því er ástæða til að fagna og gleðjast. Laugardaginn 7. október verður blásið til veislu klukkan 20:00 í samkomusal Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6 í Reykjavík. Á fésbókarsíðu félagsins segir að stjórn þess hafi langað til að minnast þessara tímamóta með eftirminnilegum hætti. Því var ákveðið að gefa út afmælisdisk með tíu glænýjum skagfirskum dægurlagaperlum.
Meira

Sjö frambjóðendur Framsóknarflokksins í Norðvestur

Tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi verður haldið sunnudaginn 8. október 2017 á Bifröst Borgarbyggð. Til þingsins er boðað til að velja í fimm efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins til alþingiskosninga þann 28. október nk..
Meira

Umhverfisráðherra leggst gegn undanþágu

Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að urðunarstaðurinn Stekkjarvík í Austur-Húnavatnssýslu hygðist óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun þar sem sláturúrgangur hafi aukist mikið. Því séu líkur á að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár en staðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega.
Meira

Finnst þér þetta í lagi?

Umgengni við ruslagáma í Skagafirði hefur oft verið slæm og það svo að Flokka, sem sér um ruslamál og flokkun til endurvinnslu í firðinum, hefur séð sig knúna til að vekja athygli á því á fébókarsíðu sinni. Sl. föstudag var aðkoman að gámnum við Ljósheima afar slæm þar sem sófar, dýnur, rúmbotnar, reiðhjól, grill og fleira var á víð og dreif.
Meira

Guðjón S. Brjánsson efstur hjá Samfylkingunni

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2017 varð ljós í gær en Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi hélt fjölmennt kjördæmisþing á Hótel Bjarkalundi þar sem framboðslisti vegna komandi alþingiskosninga var samþykktur samhljóða. Listann skipa:
Meira

Eva Pandora leiðir lista Pírata í Norðvestur

Eva Pandora Baldursdóttir á Sauðárkróki mun leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Þetta varð ljóst í gær er niðurstöður úr prófkjörum Pírata voru kynnt á lýðræðishátíð í Hörpu undir yfirskriftinni: Framtíðin er okkar.
Meira

Hátíðar sjávarréttasúpa og Daim ísterta

Matgæðingar 37. tölublaðs Feykis árið 2015 voru þau Valdís Rúnarsdóttir og Baldur Magnússon frá Skagaströnd. Þau buðu lesendum upp á uppskriftir af hátíðar sjávarréttarsúpu með heimabökuðu brauði og Daim ístertu.
Meira

„Ég held að það sé frelsið sem fólkið sækir í.“ Halldór í Brimnesi tekinn tali

Í tilefni þess að í dag er Laufskálarétt er við hæfi að birta viðtal úr 35. tölublaði Feykis sem kom út nýlega þar sem Halldór Steingrímsson í Brimnesi, hestamaður og rekstrarstjóri í Laufskálarétt, er tekinn tali. Laufskálarétt er stundum kölluð drottning stóðréttanna og líklega ekki að ástæðulausu þar sem réttin er örugglega orðin meðal stærri einstakra viðburða sem eiga sér stað á landsbyggðinni. Blaðamaður verður reyndar að viðurkenna að þrátt fyrir margra ára búsetu í Skagafirðinum hefur hann ekki komið nema tvisvar eða þrisvar í réttina og skilur afskaplega lítið í hestamennsku yfirleitt. Því lék honum forvitni á að vita hvað það er sem gerir þennan viburð svo merkilegan.
Meira