Sýning í Bílskúrsgalleríinu á morgun
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
25.05.2018
kl. 13.16
Þeir textíllistamenn sem dvalið hafa í Kvennaskólanum á Blönduósi allan maí mánuð og sumir lengur, munu á morgun halda sýningu á þeim verkum sem unnin voru meðan á dvöl þeirra stóð. Allir eru velkomnir á sýninguna sem ber nafnið Nightless og verður haldin í Bílskúrsgalleríinu milli klukkan 17:00 og 19:00.
Meira
