Leikhópurinn Lotta sýnir Galdrakarlinn í Oz á morgun
feykir.is
Skagafjörður
20.03.2018
kl. 09.14
Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur en síðastliðin ellefu sumur hefur hópurinn ferðast með útileiksýningar út um allt land. Á hverju ári setur hópurinn upp nýjar sýningar, sýningar sem allar hafa slegið í gegn og eru enn spilaðar af geislaplötum á fjöldamörgum heimilum. Núna hefur Lottan ákveðið að dusta rykið af þessum gömlu sýningum og endurvekja þær, 10 árum síðar og nú innandyra. Við byrjum því á byrjuninni, á Galdrakarlinum í Oz sem er fyrsta verkið sem sérstaklega var skrifað fyrir Lottu. Sýnt verður í Miðgarði, Skagafirði, miðvikudaginn 21. mars nk. kl. 17.30. Miða má nálgast á tix.is eða í gegnum leikhopurinnlotta.is
Meira