Fréttir

Leikhópurinn Lotta sýnir Galdrakarlinn í Oz á morgun

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur en síðastliðin ellefu sumur hefur hópurinn ferðast með útileiksýningar út um allt land. Á hverju ári setur hópurinn upp nýjar sýningar, sýningar sem allar hafa slegið í gegn og eru enn spilaðar af geislaplötum á fjöldamörgum heimilum. Núna hefur Lottan ákveðið að dusta rykið af þessum gömlu sýningum og endurvekja þær, 10 árum síðar og nú innandyra. Við byrjum því á byrjuninni, á Galdrakarlinum í Oz sem er fyrsta verkið sem sérstaklega var skrifað fyrir Lottu. Sýnt verður í Miðgarði, Skagafirði, miðvikudaginn 21. mars nk. kl. 17.30. Miða má nálgast á tix.is eða í gegnum leikhopurinnlotta.is
Meira

Fimmgangurinn fer fram á Akureyri á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 21. mars, fer fram keppni í fimmgangi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Keppnin fer fram í Léttishöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19:00. Lið Hrímnis hefur forystu í liðakeppninni en það hefur sigrað í tveimur fyrstu keppnum vetrarins.
Meira

Ásdís Brynja Jónsdóttir valin íþróttamaður USAH

Ársþing Ungmennasambands Austur Húnvetninga var haldið í gær á Húnavöllum. Á þingið mættu fulltrúar allra aðildarfélaga, utan eins, auk gesta frá UMFÍ. Í máli Rúnars A. Péturssonar, formanns USAH, kom fram að starfsemi síðasta árs var blómleg, fjölmargt var gert og mörg afrek unnin hjá félögum í USAH. Rekstur sambandsins gekk vel og má aðallega þakka það auknum tekjum af Lottói.
Meira

Mikil eftirspurn eftir vinnuaðstöðu og kennslu fyrir textílnemendur

Á vef Þekkingarsetursins á Blönduósi kemur fram að mikil eftirspurn er eftir kennslu og vinnuaðstöðu fyrir textílnemendur í Kvennaskólanum á Blönduósi en eitt af áhersluverkefnum Þekkingarsetursins og Textílsetursins síðustu árin hefur verið uppbygging náms á sviði textíl, fræðslumiðlun og efling samstarfs við innlenda og erlenda skóla.
Meira

Thelma ráðin verkefnastjóri Landsmótsins

Thelma Knútsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Landsmótsins sem fram fer á Sauðárkróki í sumar. Á heimasíðu UMFÍ kemur fram að Thelma sé með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Marymount University í Virginíu í Bandaríkjunum. Einnig er hún á heimavelli þar sem hún býr á Sauðárkróki.
Meira

Hver er munurinn á safni, setri og sýningu og fyrir hvað stendur Byggðasafn Skagfirðinga?

Í ljósi frétta um sýndarveruleikasafn, -setur eða -sýningu á Sauðárkróki, eftir því hvaða fjölmiðill hefur fjallað um þann veruleika, er ekki úr vegi að útskýra hver munurinn á þessu þrennu er. Sömuleiðis langar mig til að benda á hvaða áhrif uppsetning og rekstur sýndarveruleikasafns, -seturs eða -sýningu á Aðalgötu 21 a-b mun hafa á Byggðasafn Skagfirðinga. Ef Byggðasafnið missir húsnæðið sem það átti að fara inn í, af því að búið er að selja Minjahúsið þar sem safnið hefur haft safngeymslu, rannsóknaraðstöðu, skrifstofur og sýningar, mun það þrengja mjög að starfsemi þess. Í framhaldi er mér ljúft og skylt að útskýra fyrir hvað Byggðasafn Skagfirðinga stendur.
Meira

Glanni glæpur – Síðasta sýning í dag

Leikhópur 10. bekkjar Árskóla ákvað að fá Glanna glæp til að mæta einu sinni enn í Bifröst í dag en hann hefur rækilega slegið í gegn að undanförnu. Sem sagt aukasýning í dag, mánudag 19. mars, kl.17:00.
Meira

Gísli Einars fer yfir málin – Annáll frá Króksblóti

Á Króksblótinu fyrr í vetur skautaði sjónvarpsmaðurinn, og tengdasonur Skagafjarðar, yfir það helsta sem hægt er að minnast á frá liðnu ári ásamt öðrum málum sem vert er að rifja upp í annál. Þar sem örlítil þoka er farin að leggjast yfir minni fólks frá Króksblóti er alveg tilvalið að rifja pistilinn hér upp.
Meira

Samkeppni um fullveldispeysu

Textílsetur Íslands efnir til hönnunarsamkeppni þar sem hanna skal peysu með þemanu 100 ára fullveldi Íslands í tilefni þess að á þessu ári er öld liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Samkeppnin er haldin í tengslum við Prjónagleði 2018 sem verður á Blönduósi dagana 8.-10. júní í sumar.
Meira

Stólarnir sýndu alvöru karakter í Síkinu

Fyrsti leikurinn í einvígi Tindastóls og Grindavíkur fór fram í Síkinu í gærkvöldi og reyndist æsispennandi. Stemningin var mögnuð frá fyrstu mínútu og jókst með hverri mínútunni sem leið. Stólunum tókst að jafna skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma með ótrúlegri blakkörfu Arnars og í framlengingu reyndust heimamenn sterkari og sigruðu að lokum 96–92 og náðu því yfirhöndinni í rimmu liðanna.
Meira