Fréttir

Humar, tómatsúpa og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingar vikunnar í 9. tbl. ársins 2016 voru Hrönn Dís Ástþórsdóttir og Ævar Baldvinsson. Hrönn starfar á leikskólanum Barnabóli og Ævar er eigandi fyrirtækisins Dimension of Sound. Þau hafa verið búsett á Skagaströnd í tvö ár. „Við völdum þessar uppskriftir því okkur þykir þær góðar og er gaman að matreiða þær. vonum að þið getið notið þeirra með okkur.“
Meira

Svo kemur febrúar

Áskorandapenninn – Þóra Margrét Lúthersdóttir Forsæludal
Meira

Ekki stætt á öðru en styðja ÍA

Þingmaðurinn - Guðjón S. Brjánsson Guðjón S. Brjánsson er 6. þingmaður Norðvesturkjördæmis og situr fyrir Samfylkinguna. Hann býr á Akranesi, kvæntur Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið og sjónfræðingi, og eiga þau tvo uppkomna syni og fimm barnabörn. Guðjón er með félagsráðgjafapróf frá Noregi, stjórnunarnám í Bandaríkjunum og masterspróf í lýðheilsufræðum frá Svíþjóð (MPH). Áður en Guðjón settist á þing 2016 starfaði hann sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Meira

Lásu 729 bækur í Lestrarátaki Ævars vísindamanns

Lestrarátaki Ævars vísindamanns lauk um síðustu mánaðamót og hafði þá staðið frá 1. janúar. Þetta er í fjórða skipti sem Ævar efnir til þessa átaks og í fyrstu þrjú skiptin lásu íslenskir krakkar meira en 177 þúsund bækur. Krakkarnir skila inn lestrarmiðum með nöfnum bókanna sem þeir lesa og að átakinu loknu er dregið úr innsendum miðum og fá fimm krakkar í verðlaun að vera persónur í æsispennandi ofurhetjubók eftir Ævar sem kemur út í maí.
Meira

Kona á skjön til Akraness

Á morgun, laugardaginn 10. mars kl. 13 opnar sýningin Kona á skjön, um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi. Sýningin var fyrst sett upp á Sauðárkróki sumarið 2017, síðan á Borgarbókasafni Reykjavíkur í janúar- mars 2018 og nú á Bókasafni Akraness. Sýningarhöfundar og hönnuðir eru þær Kristín Sigurrós Einarsdóttir, kennari og leiðsögumaður og Marín Guðrún Hrafnsdóttir, bókmenntafræðingur og langömmubarn Guðrúnar.
Meira

Setur tileinkað Sturlungu og Örlygsstaðabardaga sett upp í Aðalgötu 21-21a

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að setur sem tileinkað verður Sturlungu og Örlygsstaðabardaga, verði opnað í Gránu og gamla mjólkursamlaginu á Sauðárkróki við Aðalgötu 21-21a. Upphaflega var gert ráð fyrir því að nota húsnæðið undir starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga þegar sveitarfélagið og Kaupfélag Skagfirðinga höfðu makaskipti á því og Minjahúsinu sem stóð við Aðalgötu 16b árið 2016.
Meira

Formannslaus knattspyrnudeild

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls var haldinn sl. miðvikudag í Árskóla að viðstöddu fjölmenni. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundastörf deildarinnar, þar sem ársreikningur deildarinnar var m.a. kynntur en ekki tókst að mynda stjórn. Eftir að formaður deildarinnar sagði af sér fyrir skömmu hefur ekki fundist neinn aðili sem tilbúinn er að fylla það skarð. Sama má segja um stjórnina, enginn gaf sig fram og fer því framkvæmdastjóri deildarinnar, Jón Stefán Jónsson, með umboð hennar og formanns.
Meira

Þriðja sætið staðreynd eftir stórsigur á Stjörnunni

Tindastóll og Stjarnan mættust í lokaumferð Dominos-deildarinnar í Síkinu í kvöld. Stólarnir höfðu tapað í tvíframlengdum steinbít í Njarðvík á mánudagskvöldið en í sömu umferð höfðu Garðbæingar kjöldregið Keflvíkinga. Það var því mikilvægt fyrir Stólana að eiga góðan leik í kvöld og komast á sigurbraut fyrir úrslitakeppnina. Það gerðu þeir svo sannarlega eftir flotta frammistöðu í síðari hálfleik og niðurstaðan tuttugu stiga sigur. Lokatölur 87-67.
Meira

Aðalfundur Rauða krossins í Skagafirði

Aðalfundur Rauða krossins í Skagafirði verður haldinn í dag, fimmtudag 8. mars, klukkan 17:00 í húsnæði deildarinnar að Aðalgötu 10b. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Meira

Helga Una og Þoka frá Hamarsey sigruðu í slaktaumatölti

Eftir skemmtilega forkeppni í slaktaumatölti í Meistaradeild KS sem haldið var í gærkvöldi leiddu þær Helga Una og Þoka frá Hamarsey með einkunnina 6,83. Þær héldu sæti sínu út alla keppnina og sigruðu glæsilega með einkunnina 7,08. Hæstu einkunn kvöldsins hlaut þó sigurvegari b-úrslita, Jóhanna Margrét en hún og hestur hennar Ömmustrákur frá Ásmundarstöðum áttu mjög góða sýningu sem skilaði þeim 7,21 og vöktu verðskuldaða athygli, eins og segir í tilkynningu frá Meistaradeildinni.
Meira