Fréttir

Nemendur rafiðna fá spjaldtölvur gefins

Í gær komu þau Bára Halldórsdóttir, frá fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og Ásbjörn Jóhannesson, framkvæmdastjóri SART, færandi hendi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Tilefni heimsóknarinnar var að afhenda nemendum á fyrsta ári í grunndeildar rafiðna spjaldtölvur til eignar en Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins og Rafiðnaðarskólinn sjá um að allir nemendur þeirra skóla sem kenna rafiðnir eignist slík tæki.
Meira

Skrapatungurétt - Myndir

Síðast liðinn laugardag fór fram stóðsmölun í Laxárdal fremri og hafa aldrei verið jafn margir þátttakendur sem nú. Að sögn Skarphéðins Einarssonar ferðamannafjallkóngs voru um 320 ríðandi gestir auk smala.
Meira

Sundleikfimi á Blönduósi

Nú eru tímar í sundleikfimi að hefjast i sundlauginni á Blönduósi. Það er sunddeild Ungmennafélagsins Hvatar sem stendur fyrir þessu fjögurra vikna námskeiði sem hófst í dag. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:20-11:00 og er námskeiðið frítt að því undanskildu að þátttakendur þurfa að borga aðgangseyri í sundlaugina. Þjálfari er Ásta María Bjarnadóttir.
Meira

Þú kemst þinn veg er gestasýning LA í október

Leikfélag Akureyrar laðar að gestasýningar á hverju leiksári sem auka fjölbreytni, dýpka leikhúsupplifun og auðga leikhúslíf hér norðan heiða. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að nýlokið sé sýningum á Hún pabbi í Samkomuhúsinu og voru viðtökurnar frábærar og sýningin vel sótt. Þann 15. október verður tekið á móti Þú kemst þinn veg sem er frelsandi og fyndin heimildarsýning sem veitir einstaka innsýn í lífsbaráttu manns með geðsjúkdóm.
Meira

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra úthlutar styrkjum

Nýlega var úthlutað styrkjum úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Fjárhæðin, sem nam tveimur milljónum króna, skiptist milli þriggja verkefna en alls bárust fjórar styrkumsóknir.
Meira

Opinn fundur SA á Sauðárkróki

Haustfundaröð Samtaka atvinnulífsins um Ísland hefst í þessari viku og verður opinn fundur SA á Sauðárkróki haldinn á Kaffi Krók kl. 16.30-18 miðvikudaginn 20. september. Í tilkynningu frá samtökunum segir að boðið verði upp á síðdegiskaffi og krassandi umræður. Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.
Meira

Alþjóðlegi ostborgaradagurinn er í dag

Er ekki alveg tilvalið að grilla hamborgara í kvöld þar sem það er alþjóðlegi ostborgaradagurinn í dag?
Meira

Vill leiða lista Pírata í komandi kosningum

Eva Pandora Baldursdóttir þingmaður Pírata hefur tilkynnt að hún sækist eftir að leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Eva Pandora 27 ára Skagfirðingur, viðskiptafræðingur að mennt en hefur einnig stundað nám í menningarstjórnun og er nú að ljúka diplómanámi í opinberri stjórnsýslu.
Meira

Fíkniefnaneysla í Litla-Skógi

Á fésbókarsíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að aðkoman í Litla-Skógi á Sauðárkróki sl. föstudag hafi verið heldur óhugnarleg. Börn sem þar voru á ferð höfðu samband við lögreglu, þar sem spellvirki höfðu verið unnin á trjám og garðbekk í skóginum auk þess að ummerki um fíkniefnaneyslu og umbúðir með fíkniefnaleifum lágu á víð og dreif.
Meira

Júdódeild Tindastóls býður upp á blandaðar bardagalistir

Júdódeild Tindastóls hefur vakið mikla athygli fyrir starfsemi sína undanfarin misseri og er engan bilbug að finna hjá deildinni fyrir komandi vetur. Vetrarstarfið hefst í dag 18. september en einnig er ætlunin að bjóða upp á blandaðar bardagalistir.
Meira