Fréttir

ÍR-ingar gáfu Tindastólsmönnum langt nef

Það var boðið upp mikla dramatík og stórundarlegan körfuboltaleik í Síkinu í kvöld þegar baráttuglaðir ÍR-ingar mættu til leiks og stálu sigrinum af steinhissa Stólum. Þegar 15 mínútur voru til leiksloka höfðu Tindastólsmenn 22 stiga forskot en þá náðu gestirnir upp fantavörn á meðan Stólarnir gjörsamlega sprungu á limminu. Næstu fjórtán mínútur gerðu heimamenn þrjú stig á meðan ÍR-ingar settu 29 og þegar loksins kviknaði á heimamönnum þá var tíminn orðinn of naumur til að stoppa í gatið. Lokatölur 71-74 og nú er bara að vona að fall sé fararheill.
Meira

Lokað hjá sýslumanni

Skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og á Sauðárkróki verða lokaðar föstudaginn 6. október vegna starfsdags.
Meira

Hlýnar um helgina en kólnar svo aftur

Íbúar á Norðurlandi vestra hafa orðið eitthvað varir við að það hefur haustað og styttist í veturinn. Snjórinn hefur þó haldið sig til hlés að mestu þetta haustið, og eiginlega mest allt árið, en síðustu dagana hefur þó krítað á kolla og eitthvað niður eftir hlíðum.
Meira

„Breiddin í liðinu hefur aukist“

Eins og allir ættu að vita, sem á annað borð fylgjast með körfunni, þá hefst Dominos-deild karla í kvöld. Stólarnir mæta liði ÍR í Síkinu og af því tilefni hafði Feykir samband við Israel Martin, þjálfara Tindastóls. Hann segist spenntur og hlakka til leiksins í kvöld með stuðningsmennina í góðum gír að venju.
Meira

Öllum Skagfirðingum boðið á 80 ára afmælisfögnuð hjá Skagfirðingafélaginu í Reykjavík - frítt inn

"Við eigum afmæli og þér er boðið" segir í tilkynningu frá Skagfirðingafélaginu í Reykjavík. Skagfirðingafélagið í Reykjavík ætlar að fagna 80 ára afmæli félagsins laugardaginn 7. október í samkomusal Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6 í Reykjavík.
Meira

Tæplega 1180 tonnum landað á Króknum í síðustu viku

Í síðustu viku, eða dagana 24.-30. september, var 1.412.407 kílóum landað á Norðurlandi vestra. Munaði þar mest um rækjufarm sem norska flutningaskipið Silver Fjord kom með til Sauðárkróks, eða rúmlega 660 tonnum. Þá lönduðu bæði Málmey og Klakkur á Króknumí vikunni og voru með samanlagt ríflega 240 tonn.
Meira

Hækkun til sauðfjárbænda

Kaupfélag Skagfirðinga ætlar að greiða 13% viðbótarálag á það verð sem gefið var út í upphafi sláturtíðar nú í haust, á hvert kíló dilkakjöts, sem lagt er inn hjá afurðastöð KS. Í tilkynningu frá Kjötfurðastöð KS segir að greitt verði fyrir innlegg í september og október samkvæmt áður útgefinni verðskrá, en 13% viðbótarverð verður greitt til sauðfjárbænda 20. nóvember nk.
Meira

Krúshildur skilaði sér sjálf heim á mánudaginn

Hún Krúshildur skilaði sér sjálf heim á mánudaginn, heimilisfólkinu á Suðurgötu 9 til mikillar gleði, en þá var hún búin að vera í burtu í fimm vikur.
Meira

Fyrsti leikurinn í körfunni er í kvöld

Það er hátíð í bæ því í kvöld hefst Dominos-deildin í körfubolta á ný. Tindastólsmenn fá sprækt lið ÍR í heimsókn og það er óhætt að fullyrða að stuðningsmenn Tindastóls er fyrir löngu farið að hlakka til tímabilsins. Stólarnir hafa sjaldan eða aldrei haft úr breiðari og betri hópi leikmanna að moða og væntingarnar talsverðar fyrir tímabilið, enda liðið verið að sýna góða takta nú á undirbúningstímabilinu og helstu spekingar spá liðinu góðu gengi í vetur – jafnvel mjög góðu!
Meira

Gunnar í fram­boð fyr­ir Miðflokk­inn

Króksarinn Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksin sem sagði sig úr flokknum á dögunum, hefur ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn, sem eins og flestum ætti að vera kunnugt er nýt flokkur Sigmundar Davíðs. Morgunblaðið telur sig hafa öruggar heimildir fyrir þessu og að Gunnar Bragi muni fara í framboð fyrir Miðflokkinn fyrir kosningarnar 28. október næstkomandi.
Meira