Fréttir

Feykir inn á hvert heimili á Norðurlandi vestra

Fermingarblað Feykis kemur út í dag, stútfullt af skemmtilegu efni sem tengist fermingum og páskahátíðinni beint og óbeint. Einnig er að finna efni sem tengist þessum viðburðum ekki neitt, en er forvitnilegt engu að síður. Blaðið ætti að rata inn á hvert heimili á Norðurlandi vestra áður en vikan er úti sem og til áskrifenda utan svæðisins.
Meira

Rabb-a-babb 159: Halldór Gunnar

Nafn: Halldór Gunnar Ólafsson. Árgangur: 1972. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Sonur Óla Benna og Gunnu Páls en þau ólu mig upp á Skagaströnd. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Sjálfstætt fólk. Hún hafði sterk áhrif á mig þegar ég las hana fyrst.
Meira

Hellulagt um miðjan mars - Áfram milt í veðri

Það hefur verið vorilmur í lofti norðan heiða, og vestan Tröllaskaga, síðustu daga og veðurblíðan tilvalin til ýmissa hluta. Á Sauðárkróki nýttu drengirnir hjá Þórði Hansen sér snjóleysið, og sólina, sl. mánudag og hellulögðu myndarlega stétt og voru snöggir að.
Meira

Félagsmaður 2017 valinn fyrir árshátíð Skagfirðings

Hestamannafélagið Skagfirðingur heldur heldur árshátíð sína næstkomandi laugardagskvöld í Ljósheimum þar sem hlaðborð mun svigna undan kræsingum. Væntanlega mun söngur og gleði verða allsráðandi enda tilefni til. Einnig verður upplýst hver hlýtur titilinn Félagi ársins 2017.
Meira

Líf og fjör í Vörusmiðjunni

Nemendur Farskóla Norðurlands vestra, sem sækja námskeiðið Beint frá býli, komu í heimsókn í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd í síðustu viku. Ástæða heimsóknarinnar var að hluti af námskeiðinu fer fram í Vörusmiðjunni. Í þessari heimsókn var framkvæmd sýnikennsla þar sem leiðbeinandinn Páll Friðriksson fór í gegnum nokkra þætti matvælavinnslu t.d. fars- og pylsugerð.
Meira

„Plássið" á Borðeyri verði verndarsvæði í byggð

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 8. mars sl. var lögð fram og samþykkt bókun þess efnis að sá hluti Borðeyrar við Hrútafjörð sem stendur á svokölluðum Borðeyrartanga og gekk lengi undir viðurnefninu "Plássið" verði gerður að verndarsvæði í byggð samkvæmt lögum um verndarsvæði. Lög þessi skilgreina verndarsvæði í byggð sem afmarkaða „byggð með varðveislugildi sem nýtur verndar samkvæmt ákvörðun ráðherra á grundvelli laga þessara“.
Meira

Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun styðja við sjálfstæði háskóla

Bjarni Jónsson, varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, sendi fyrirspurn á Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stöðu og sjálfstæði háskóla á landsbyggðinni. Vildi hann fá að vita hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir því að eyða óvissu sem ríkt hefur undanfarin ár um stöðu og sjálfstæði Háskólans á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskólans á Bifröst og styrkja og tryggja starfsemi þeirra þannig að þeir geti vaxið í heimabyggðum sínum. Einnig spurði Bjarni hvort ráðherra ætli sér að beita sér fyrir því að tryggja áframhaldandi sjálfstæði þessara háskólastofnana og uppbyggingu þeirra?
Meira

Glanni glæpur í Bifröst – Myndband

Í Latabæ leikur allt í lyndi, allir eru vinir, lifa heilbrigðu lífi og una glaðir við sitt. Solla stirða er orðin kattliðug. Halla hrekkjusvín er næstum alveg hætt að hrekkja. Siggi sæti borðar grænmeti í gríð og erg, bæjarstjórinn bíður eftir forsetaheimsókn og Stína símalína er stanslaust í símanum. Allt eins og það á að vera. En dag einn birtist furðufugl í bænum. Sjálfur Glanni glæpur er kominn til sögunnar.
Meira

Nemandi í Höfðaskóla hlaut viðurkenningu í smásagnasamkeppni FEKÍ

Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir, nemandi í 10. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd, vann nýverið til verðlauna í smásagnasamkeppni Félags enskukennara á Íslandi (FEKÍ) fyrir sögu sína, Dreams, og tók hún við viðurkenningu úr hendi Elizu Reid, forsetafrúar, á Bessastöðum sl. fimmtudag.
Meira

Lista- og menningarráðstefna og námskeið fyrir unglinga í verkefna- og viðburðastjórnun

Í lok apríl verður haldin á Blönduósi lista- og menningarráðstefnan Hérna!Núna! og er hún ætluð fyrir lista- og handverksmenn á Norðurlandi vestra. Hún verður haldin í Gömlu kirkjunni á Blönduósi, dagana 27. - 28. apríl. Markmið ráðstefnunnar er að aðilar úr lista- og menningarsamfélaginu hittist, kynnist og geti sagt frá og sýnt list sína og að vekja athygli á þeirri vinnu sem unnin er á svæðinu á sviði lista og menningar. Frá þessu er greint á vef Þekkingarsetursins á Blönduósi.
Meira