Fréttir

Króksbrautarhlaup á laugardaginn

Króksbrautarhlaupið verður hlaupið næstkomandi laugardag, 30. september, en það er árlegur viðburður í Skagafirði og renna þátttökugjöld til góðra málefna. Hægt er að velja um nokkrar vegalengdir á leiðinni milli Sauðárkróks og Varmahlíðar og geta þáttakendur valið hvort þeir vilja ganga, hlaupa eða hjóla, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.
Meira

Þrettán sóttu um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs

Þrettán manns sóttu um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hjá Húnaþingi vestra sem nýlega var auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur út þann 18. þessa mánaðar og vinnur ráðningarskrifstofa nú að mati á hæfi umsækjenda. Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með rekstri skrifstofu sveitarfélagsins á Hvammstanga og ber ábyrgð á fjárhagsáætlunum, fjárreiðum og bókhaldi svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Sigurður Orri sækist eftir 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ég hef lýst yfir framboði í 1. Sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég lít á það sem nauðsyn að Samfylkingin verði að styrkja sig í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Ég tel að ég sé rétti maðurinn vegna þess að ég hef óbilandi baráttugleði og sannfæringu fyrir því hvað þarf að gera í Samfylkingunni og fyrir samfélagið.
Meira

Opið hús hjá Hildi og Skapta á Hafsteinsstöðum

Í tilefni Laufskálaréttarhelgar býður fjölskyldan á Hafsteinsstöðum í opið hús á Hafsteinsstöðum föstudaginn 29. september milli kl 3 og 6. Á staðnum verða folaldshryssur, tryppi á ýmsum aldri ásamt hrossum í tamningu og þjálfun. Sýnd verða nokkur hross í reið milli kl . 5 og 6. Í tilkynningu frá þeim Hildi og Skapta eru allir velkomnir og ofan ákaupið ætla þau að bjóða upp á kaffi og kleinur.
Meira

Jón Stefán næsti þjálfari meistaraflokks kvenna

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur gengið frá ráðningu Jóns Stefáns Jónssonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna næsta tímabil. Jón Stefán var, árið 2014, ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Tindastóls en sú ráðning gekk til baka. Jón Stefán kemur frá Val úr Reykjavík þar sem hann var í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og yngri flokka.
Meira

Tveir fyrirlestrar á Hólum

Háskólinn á Hólum býður upp á tvo áhugaverða fyrirlestra í þessari viku. Fyrri fyrirlesturinn, sem haldinn verður miðvikudaginn 27. september kl. 15:30, fjallar um notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu viðburða og ferðaþjónustu. Þar verður meðal annars fjallað um dæmi um notkun samfélagsmiðla við markaðssetningu ferðaþjónustu og viðburða í Finnlandi.
Meira

Hefur þú séð Krúshildi?

Hún Krúshildur hefur ekki komið heim í fjórar vikur, hún er ólarlaus og hennar er sárt saknað. Ef þú hefur séð hana eða veist hvar hún er niðurkomin, endilega hafðu samband við Kristínu í síma 4535587/8663336 Endilega deilið:)
Meira

Átt þú Batman búning?

Í dag, 26.septemer, er alþjóðlegi Batman dagurinn og því tilvalið, ef þú átt Batman búning, að skella sér í hann og leika sér smá í tilefni dagsins.
Meira

Belgísk kvikmynd sýnd á Hofsósi

Fyrir rúmu ári síðan komu hingað til Íslands, meðal annars í Skagafjörð, tveir ungir kvikmyndagerðarmenn frá Belgíu, þeir Clyde Gates og Gabriel Sanson. Tilgangur fararinnar var að taka upp kvikmynd en hugmyndin að handritinu kviknaði þegar þeir heyrðu söguna af Fjalla-Eyvindi. Í myndinni segir frá samfélagi þar sem miklar hörmungar hafa átt sér stað. Ung kona virðist haldin undarlegum sjúkdómi sem deyðir öll dýr og plöntur sem hún kemst í snertingu við. Aðrir íbúar samfélagsins óttast um öryggi sitt og gera hana útlæga en ungur fjárhirðir býðst til að fylgja henni aftur til síns heima. Sagan fjallar um ferðalag þeirra þangað og sambandið sem myndast milli þeirra.
Meira

Af hverju þurfum við ný Hvalfjarðargöng?

Ég skrifaði þessa grein í Skessuhornið fyrir nokkrum mánuðum. En held að hún eigi erindi við fleiri í kjördæminu, því útgjöld til vegamála eru takmörkuð, og því getur stórframkvæmd í vegamálum á einum stað haft áhrif á framkvæmdir annarsstaðar. Hér fyrir neðan er það sem er sagt, og það sem er rétt í þessu máli. Ég bendi áhugasömum á að lesa evrópureglurnar. Það er linkur á þær neðst.
Meira