Íslandsmeistaramót í hrútaþukli á Ströndum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.08.2017
kl. 10.03
Það verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum sunnudaginn 20. ágúst. Þá verður í fimmtánda skipti haldið Íslandsmeistaramót í hrútadómum og hefst skemmtunin kl. 14. Þessi íþróttagrein sem í daglegu tali er kölluð hrútaþukl er uppfinning Strandamanna og hefur verið haldin árlega á Sauðfjársetrinu frá árinu 2003. Á síðasta ári mættu um 500 manns til að horfa á keppnina og yfir 70 tóku þátt.
Meira