Fréttir

Kvennasveit GSS leikur í efstu deild að ári

Íslandsmót golfklúbba í flokki fullorðinna fór fram um síðustu helgi í öllum deildum á landinu og stóðu sveitir Golfklúbbs Sauðárkróks sig mjög vel í sínum deildum, eftir því sem kemur fram á heimasíðu klúbbsins.
Meira

Skipið stórkostlegt

Hinn nýi togari FISK Seafood, Drangey SK-2, er á heimleið frá Tyrklandi þaðan sem skipið var smíðað en von er á því til Sauðárkróks í lok vikunnar. Heimförin hófst föstudaginn 4. ágúst en áætlaður siglingartími í Skagafjörðinn er um hálfur mánuður. Á laugardaginn verður skipinu formlega gefið nafn og í kjölfarið opið gestum til sýnis.
Meira

Færi með Öldu sína á Iron Maiden tónleika / JÓN DANÍEL

Kokkur er nefndur Jón Daníel Jónsson og galdrar hann fram mat á Drangey Restaurant og undir nafni Grettistaks, ýmist á Króknum, Austantjalds eða bara þar sem pottarnir kalla nafn hans. Jón Dan er fæddur 1968 og er frá Stóra Búrfelli í Svínavatnshreppi. „Mamma heitir Anna Gísladóttir og býr á Króknum,“ segir kappinn eldhress.
Meira

Snjólaug María Íslandsmeistari

Snjólaug María Jónsdóttir, félagi í Skotfélaginu Markviss, endurheimti um síðustu helgi Íslandsmeistaratitil kvenna í Skeet á Íslandsmeistaramóti sem fram fór á skotíþróttasvæti Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn. Snjólaug er handhafi beggja Íslandsmeistaratitlanna í haglagreinum þetta árið en fyrr í sumar vann hún titilinn í Nordisk Trap þar sem hún setti jafnframt Íslandsmet. Er þetta í fyrsta sinn sem sami handhafi er að titlum í báðum greinum. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur hjá Snjólaugu.
Meira

Mikil blessun fylgdi Hólahátíð í ár

Hólahátíð fór fram um liðna helgi og var hún tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers, með áherslu á siðbót í samtíð. Hátíðardagsskrá setti Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup í Auðunarstofu á föstudaginn en meðal dagsskráliða má nefna þátttökugjörninginn Tesur á Hólahátíð, sem fór fram alla helgina og Tón-leikhúsið á sunnudeginum. Þá lagði hópur fólks upp í Pílagrímsgöngu á laugardagsmorgni frá Gröf á Höfðaströnd, eftir Hallgrímsveginum að Hóladómkirkju.
Meira

Grindavíkurbátar landa á Króknum

Það er mikið um að vera á höfninni á Sauðárkróki þessa dagana en margir stærri bátar hafa landað afla sínum þar. Þrír bátar sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík munu landa afla sínum á Króknum fram að áramótum en þeir sækja miðin fyrir norðan land.
Meira

Söfnun til styrktar Jökli Mána

Þann 14. júlí sl. fæddist unga parinu Nökkva Má Víðissyni frá Kjarvalsstöðum í Hjaltadal og Önnu Baldvinu Vagnsdóttur frá Minni-Ökrum í Blönduhlíð sonur. Við fæðingu var drengurinn aðeins 1688 grömm eða tæplega sjö merkur, enda fæddur sjö vikum fyrir tímann. Barnið var tekið með bráðakeisaraskurði þar sem hreyfingar þess höfðu minnkað og það hætt að stækka auk þess sem lítið legvatn var eftir. Að fæðingunni lokinni tjáði barnalæknir þeim að þar hefði hver mínúta skipt máli og hefði verið beðið mikið lengur hefðu lífslíkur barnsins verið litlar.
Meira

Síðasti skráningardagur á Opna íþróttamót Þyts

Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 18. - 19. ágúst 2017. Í tilkynningu frá félaginu segir að sráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 15. ágúst, þ.e. í kvöld, inn á skráningakerfi Sportfengs
Meira

Skagfirðingunum gekk vel á HM íslenska hestsins

Nú er Heimsmeistaramóti íslenska hestsins, sem fram fór í Oirschot í Hollandi, lokið. Þrír Skagfirðingar voru meðal keppenda, þeir Finnbogi Bjarnason, Þórarinn Eymundsson og Jóhann Skúlason og náðu þeir afbragðs árangri.
Meira

Húnaþing vestra býður nemendum ókeypis námsgögn

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur ákveðið að leggja nemendum til námsgögn, þeim að kostnaðarlausu, næsta skólaár.
Meira