Fréttir

Skorað í hálfleik...?

Herra Hundfúll furðaði sig örlítið á fótboltafrétt á Mbl.is. Þar sagði m.a. í frétt af sigri Barcelona á Real Madrid: „Þetta urðu ekki einu mörk fyrri hálfleiks, en Mateo Kovacic minnkaði mun¬inn fyr¬ir Real Madrid á 14. mín¬útu og Marco Asensio bætti öðru marki við á 36. mín¬útu. Liðin héldu því inn í klefa þegar staðan var 2:2. Aðeins fimm mín¬út¬um síðar skoraði Ger¬ard Pique þriðja mark Börsunga og jafn¬framt síðasta mark leiks¬ins, loka¬töl¬ur 3:2, Barcelona í vil.“ Miðað við að hálfleikur í fótboltaleik er yfirleitt um 15 mínútur þá er þetta að öllum líkindum í fyrsta skipti sem mark er skorað í hálfleik.
Meira

Jonathan Olaleye og Jack Clancy gengnir til liðs við Stólana

Nú styttist í að leikmannaglugginn lokist í fótboltanum og hafa Tindastólsmenn verið á fullri ferð við að tryggja sér leikmenn eftir að hafa misst þrjá góða. Að sögn Stefáns Arnars Ómarssonar, þjálfara Tindastóls, þá eru tveir erlendir leikmenn gengnir til liðs við Stólana og þar að auki hafa þrír fyrrum Tindastólsmenn skráð félagaskipti og reiknað er með að einn íslenskur leikmaður bætist í hópinn fyrir júlílok.
Meira

Pálmi Sighvats segir lúpínunni stríð á hendur

Lúpínan er umdeild planta á Íslandi, mjög öflug landgræðslujurt sem grætt getur upp víðáttumiklar auðnir á skömmum tíma en getur verið hinn mesti skaðvaldur í viðkvæmu gróðurlendi líkt og berjamó. Á vefnum Flóra Íslands segir að ef hún kemst í mólendi leggur hún það undir sig smátt og smátt og eyðir úr því öllum gróðri. Lúpínuna er víða að finna og er hún dugleg við að breiða úr sér af sjálfsdáðum með fræjum. Nú er svo komið að berjaland Sauðkrækinga er í hættu þar sem jurtin er farin að leggja það undir sig.
Meira

Prinsessukjólarnir í uppáhaldi

Prjónakonan Sandra Halldórsdóttir á Sauðárkróki deildi sýnishornum af verkum sínum í 21. tölublaði Feykis. Hún hefur alltaf haft gaman af hannyrðum og segist ekki geta slakað á nema hafa prjónana í höndunum.
Meira

Afmælisgjöfin

Áskorandapenninn - Herdís Harðardóttir Hvammstanga
Meira

Lið Selfoss of gott fyrir Stólastúlkur

Kvennalið Tindastóls spilaði á Selfossi í gærkvöldi í 1. deildinni. Lið Selfoss er í toppbaráttunni í deildinni og hefur flakkað á milli efstu og næstefstu deilda síðustu árin. Það mátti því búast við erfiðum leik og sú varð raunin. Selfyssingar náðu snemma forystunni og Stólastúlkum gekk illa að ógna marki heimastúlkna. Lokatölur 4-0.
Meira

Toppliðið hafði betur gegn vængbrotnum Tindastólsmönnum

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli hélt til Njarðvíkur í gær þar sem spilað var gegn toppliði 2. deildar. Mikið hefur gengið á hjá Stólunum undanfarna daga, skipt um þjálfara og félagið misst þrjá af sínum bestu leikmönnum. Það var því ljóst að ramman reip yrði að draga gegn sterkum Njarðvíkingum og það kom á daginn. Lokatölur 2-0 fyrir Njarðvík.
Meira

Góð aðsókn í sund í blíðunni

Mikill ferðamannastraumur hefur verið á Norðurlandi í blíðunni undanfarna daga og greinilegt er að sundlaugarnar freista margra enda fátt betra en að skella sér í sund og skola af sér ferðarykið og sóla sig aðeins í leiðinni.
Meira

Hátíðarmessa í Hvammstangakirkju

Hvammstangakirkja heldur upp á 60 ára vígsluafmæli sitt með hátíðarmessu í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 30. júlí nk. kl. 14.00.
Meira

Veiðileyfi á Víðidalstunguheiði gagnrýnd

Stjórn Skotveiðifélags Íslands, Skotvís, hefur sent frá sér tilkynningu vegna umræðu sem fram hefur farið á Skotveiðispjallinu á Fésbókinni, en þar var gagnrýnt hvernig sveitarstjórn Húnaþings vestra fer með veiðileyfisveitingar m.a. á Víðidalstunguheiði. Málshefjandi, sem augljóslega ætlar á gæsaveiðar, segir að nú verði rukkað á heiðina eins og í rjúpunni, þrjár byssur á svæði og allir hundar bannaðir.
Meira