Fréttir

Kvennakórinn Sóldís með tónleika

Sóldísir eru í sumarskapi og hafa boðað komu sína í Menningarhúsið Miðgarð annað kvöld með tónleika. Í tilkynningu biðja þær alla sem munda amboðin að leggja þau frá sér og hlýða á skemmtilega dagskrá. Og fyrir þá sem áhuga hafa verður barinn opinn.
Meira

Sögudagur á Sturlungaslóð 12. ágúst

Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði verður laugardaginn 12. ágúst og að þessu sinni er hann helgaður endurútgáfu bókarinnar Á Sturlungaslóð sem hefur verið ófáanleg í mörg ár. Félagið á Sturlungaslóð boðar til málþings í Kakalaskála þar sem félagsmenn kynna bókina og fær til liðs við sig fræðimennina doktor Árna Daníel Júlíusson, einn af textahöfundum bókarinnar, og Aðalheiði Guðmundsdóttur prófessor í miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands sem munu flytja erindi.
Meira

Vinaliðaverkefnið fékk eina milljón króna frá DHL eftir Einvígið á Nesinu

Golfarar komu saman á Seltjarnarnesi í gær en þar fór fram hið árlega góðgerðamót Nesklúbbsins og DHL, Einvígið á Nesinu – Shoot out, á Nesvellinum. Eftir keppni og verðlaunaafhendingu var Vinaliðaverkefninu, sem Árskóli á Sauðárkróki heldur úti á landsvísu, veitt styrkur upp á eina milljón krónur. Það var Auður Þórarinsdóttir, frá DHL á Íslandi, sem afhenti Guðjóni Jóhannssyni verkefnisstjóra Vinaliðaliða styrkinn en verkefnið leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum.
Meira

Flutningabíll valt á Reykjastrandarvegi

Flutn­inga­bíll með minka­fóður valt á Reykj­a­strand­ar­vegi, við bæ­inn Daðastaði, fyr­ir há­degi í dag. Til allrar hamingju slapp bílstjórinn ómeiddur en á þessum slóðum er vegurinn mjór og skurður við hlið hans. Mjúkur kanturinn mun hafa gefið sig undan þunga bílsins.
Meira

Nauðsynlegt að breyta til frá þrasinu í Reykjavík

Á Fræðslusetri kirkjunnar á Löngumýri í Skagafirði er alltaf líf og fjör og þar blómstrar sérlega fjölbreytt og skemmtileg starfsemi, árið um kring. Blaðamaður leit þar við í vikunni sem leið en þá var þar staddur hópur eldri borgara á vegum Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastdæmanna.
Meira

Skagfirðingar prúðastir á Unglingalandsmóti

Unglingalandsmóti UMFÍ var slitið í gærkvöldi eftir vel heppnaða helgi á Egilsstöðum. Þegar keppni lauk í kökuskreytingum, sem var vel sótt, tóku við tónleikar kvöldvökunnar með Hildi, Mur Mur og Emmsjé Gauta. Að því loknu tóku við hefðbundin mótsslit ásamt flugeldasýningu á Vilhjálmsvelli. Á mótsslitunum gengu fulltrúar UÍA sem komið hafa að Unglingalandsmótinu fram á völlinn og þökkuðu mótsgestir fyrir sig. Á heimasíðu UMFÍ segir að mótið hafi tekist mjög vel á allan hátt, keppendur og mótsgestir hafi verið til fyrirmyndar. Frábær stemning var hjá öllum fjölskyldum á tjaldstæðum og voru götur bæjarins skínandi hreinar alla mótahelgina.
Meira

Laugardagsrúntur í Húnaþingi vestra

Það var hið ágætasta veður í gær á Norðurlandi vestra og þar sem það var laugardagur í verslunarmannahelgi þótti blaðamanni Feykis tilhlýðilegt að fara einn vænan rúnt í Húnaþing vestra. Fjölmargir voru á ferðinni og flestir sennilega með tröllklettinn Hvítserk sem einn af helstu skoðunarstöðunum norðan heiða.
Meira

Húnaþing vestra veitir umhverfisviðurkenningar

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra 2017 voru veittar á fjölskyldudegi hátíðarinnar Elds í Húnaþingi, laugardaginn 29. júlí sl.
Meira

Konan í dalnum og dæturnar sjö

Bókaútgáfan Sæmundur hefur endurútgefið bókina Konan í dalnum og dæturnar sjö. Bók þessi kom út árið 1954 og var söguhetjan Monika Helgadóttir þá 53 ára að aldri. Hún bjó þá og um áratugi þar á eftir ekkja á sínu afskekkta býli með sjö dætrum og einkasyni. Í sex áratugi hefur bókin Konan í dalnum og dæturnar sjö verið umsetin í fornbókaverslunum og á bókasöfnum. Hún nýtur nú meiri vinsælda en nokkur önnur bók Guðmundar G. Hagalín.
Meira

Rækjukokteill og sjávarréttasúpa

Matgæðingar vikunnar í 31. tölublaði Feykis árið 2015, þau Andri Jónsson og Þórunn Inga Kristmundsdóttir frá Hvammstanga, buðu lesendum upp á girnilegar þrírétta uppskriftir með sjávarréttaþema; rækjukokteil í forrétt, sjávarréttasúpu í aðalrétt og heimatilbúinn ís í eftirrétt.
Meira