feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
07.08.2017
kl. 11.26
Unglingalandsmóti UMFÍ var slitið í gærkvöldi eftir vel heppnaða helgi á Egilsstöðum. Þegar keppni lauk í kökuskreytingum, sem var vel sótt, tóku við tónleikar kvöldvökunnar með Hildi, Mur Mur og Emmsjé Gauta. Að því loknu tóku við hefðbundin mótsslit ásamt flugeldasýningu á Vilhjálmsvelli. Á mótsslitunum gengu fulltrúar UÍA sem komið hafa að Unglingalandsmótinu fram á völlinn og þökkuðu mótsgestir fyrir sig. Á heimasíðu UMFÍ segir að mótið hafi tekist mjög vel á allan hátt, keppendur og mótsgestir hafi verið til fyrirmyndar. Frábær stemning var hjá öllum fjölskyldum á tjaldstæðum og voru götur bæjarins skínandi hreinar alla mótahelgina.
Meira