Fréttir

Helgargóðgætið - lakkrís skyrkaka

Já það er að koma helgi og veðurspáin ætlar að bjóða upp á rigningu og þá heillar mig lítið að fara í útilegu eins og planið var. Þá er spurning um að baka eitthvað annað en vandræði og prófa að setja í þessa góðu skyrköku sem ég smakkaði um daginn...... Mmmmmmm góð var hún og ef þér finnst bæði lakkrís og piparkökur góðar þá mæli ég með að skella í þessa um helgina.
Meira

Voru í næsta nágrenni við hryðjuverkin í Barcelona

Hjónin Líney Árnadóttir og Magnús Jósefsson i Steinnesi í Austur-Húnavatnssýslu voru stödd rétt við Römbluna í Barcelona þegar mannskæð hryðjuverkaárás var gerð þar seinni partinn í gær. Rætt var við Líneyju í Sídegisútvarpinu á Rás 2 í gær. „Við vorum kannski svona 100 metrum frá þessu,“ sagði Líney en þau hjónin voru á gangi á götunni Carrer de la Boqueria í gotneska hverfinu á leið að markaði sem er á torgi á horni götunnar og Römblunnar. „Við vorum alveg að koma á torgið þegar við heyrum hróp og öskur og ískur í bílnum og skelfileg vein,“ segir Líney. Þau hjónin tóku til fótanna og hlupu í átt frá Römblunni ásamt hópi fólks sem flýði í dauðans ofboði.
Meira

Skagfirsku danslögin í Salnum

Tónleikarnir Skagfirsku danslögin sem fram fóru í vor á Sæluvikunni á Sauðárkróki, verða endurteknir þann 4. nóvember í Salnum í Kópavogi. Miðasala er hafin á á www.salurinn.is og á www.tix.is en einnig er hægt hringja í Salinn og kaupa miða, að sögn Huldu Jónasdóttur skipuleggjanda.
Meira

Leitað að Útsvarskeppendum

Sveitarfélagið Skagafjörður leitar nú logandi ljósi að fjölkunnugum konum og körlum til að skipa lið Skagafjarðar í spurningaþættinum Útsvari í vetur. Á Facebooksíðu sveitarfélagsins er að finna svohljóðandi spurningu:
Meira

Árlegur fræðsludagur skólanna í Skagafirði

Síðastliðinn þriðjudag var fræðsludagur leik- grunn- og tónlistarskóla í Skagafirði haldinn í Miðgarði í Varmahlíð. Fræðsludagurinn er árviss viðburður í upphafi skólaárs og er þetta í áttunda sinn sem hann er haldinn á vegum fræðsluyfirvalda í Skagafirði. Þar koma allir starfsmenn skólanna saman til að fræðast og bera saman bækur sínar.
Meira

Gaf Skjalasafninu rúmlega 170 ára gamlar bækur

Héraðsskjalasafni Skagfirðinga barst á dögunum bókagjafir frá Friðriki Unnari Aarsæther en hann á ættir sínar að rekja í Skagafjörðinn. Önnur bókin inniheldur Passíusálma Hallgríms Péturssonar sem gefnir voru út í Reykjavík árið 1855 en hin, Fimmtíu Píslar-Hugvekjur útaf pínu og dauða Drottins vors Jesú Krists samdar af Séra Sigfúsi sál. Jónssyni, var gefin var út í Kaupmannahöfn árið 1851.
Meira

Hætta á stórfelldri byggðaröskun

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á fundi sínum í gær ályktun vegna lækkunar á afurðaverði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð og lýsir yfir þungum áhyggjum. „Verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda nú í haust að veruleika er rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa í landinu algerlega brostinn. Afleiðingarnar verða, hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfelld byggðaröskun“.
Meira

Vörusmiðja BioPol kynnir aðstöðu fyrir frumkvöðla og framleiðendur

Kynningarfundir vegna starfsemi Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd fara fram í næstu viku en smiðjan hefur öll tilskilin leyfi til matvælaframleiðslu. Leyfilegt er þó að vinna með fleira en matvæli s.s. öll hráefni til olíugerðar, í snyrtivörur og eða sápur. Smiðjan mun taka til starfa innan tíðar.
Meira

Rabb-a-babb 149: Sveinbjörg Péturs

Nafn: Sveinbjörg Rut Pétursdóttir. Árgangur: 1981. Hvað er í deiglunni: Næst á dagskrá hjá mér er vinkonuferð til New York. Svo er haustið að detta inn með tilheyrandi hauststörfum. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Vá, það er svo langt síðan. Örugglega Spacequeen með 10 Speed eða Vöðvastæltur með Landi og sonum.
Meira

Styrkir veittir úr Húnasjóði

Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst sl. að veita níu einstaklingum styrk úr Húnasjóði fyrir árið 2017. Húnasjóður hefur það að markmiði að stuðla að endurmenntun og fagmenntun íbúa í Húnaþingi vestra. Sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Ásgeiri Magnússyni og Unni Ásmundsdóttur í þeim tilgangi að minnast starfsemi Alþýðuskóla Húnvetninga sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Úthlutað hefur verið úr sjóðnum frá árinu 2001 að því er segir á vef Húnaþings vestra.
Meira