Vinstri græn opna kosningaskrifstofu í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.10.2017
kl. 11.13
Kosningaskrifstofa Vinstri grænna verður opnuð á Sauðárkróki í kvöld, fimmtudag klukkan 20 á Ólafshúsi, Aðalgötu 15. Á dagskrá verður lifandi tónlist, veitingar og óvænt atriði. Á morgun, föstudag verður hún opin frá 17-21 og á laugardaginn verður kosningarkaffi frá klukkan 14-18. Á Blönduósi verður opið í sal Samstöðu, Þverbraut 1, annarri hæð, frá klukkan 10-22 á laugardaginn.
Meira
