Fréttir

Alla þingmenn undir fávísisfeldinn

Undanfarna daga, síðan ég tók sæti á Alþingi eftir nokkurra mánaða fæðingarorlof, hefur mér verið hugsað til samfélagsins og nánar tiltekið hvers konar samfélagi ég vil búa í og vera partur af. Í því samhengi verður mér oft hugsað til könnunar MMR, sem kom út á dögunum, og sýndi að tæplega þriðjungur þjóðarinnar telur lífið vera ósanngjarnt.
Meira

Vel lukkaðir Lummudagar í norðangolunni - Myndir

Það var mikið um að vera í Skagafirði um liðna helgi en þá stóðu Lummudagar yfir, Landsbankamót á Sauðárkróki þar sem hundruð stúlkna léku fótbolta og Drangey Music Festival fór fram á laugardagskvöldinu á Reykjum á Reykjaströnd.
Meira

Sunna Þórarinsdóttir hlaut styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ

Í gær var styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands úthlutað til 28 nemenda úr 16 framhaldsskólum víðsvegar að af landinu. Er þetta í tíunda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
Meira

Aðalheiður Ingvarsdóttir Íslandsmeistari í spjótkasti

Einn þátttakandi fór fyrir hönd USAH á Meistaramót Íslands 11 – 14 ára í frjálsum íþróttum núliðna helgi. Það var hún Aðalheiður Ingvarsdóttir frá Hólabaki og stóð hún sig með stakri prýði.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Húnasjóð

Húnaþing vestra auglýsir eftir umsóknum í Húnasjóð en sjóðurinn hefur þann tilgang að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra. Þeir sem eiga möguleika á styrk úr sjóðnum eru háskólanemar að undanskildum doktorsnemum, og þeir sem stunda fagnám til starfsréttinda og eru ekki á samningi við vinnuveitanda í starfsgrein sinni. Viðkomandi þarf að vera á síðasta námsári eða að hafa lokið námi sínu eftir síðustu úthlutun til að geta fengið styrk. Einnig veitir sjóðurinn styrki vegna námskeiða sé talið að þau styrki viðkomandi í starfi og hann sé ekki styrktur af vinnuveitanda sínum eða stéttarfélagi.
Meira

Ærslabelgurinn kominn á Hofsós

Ærslabelgurinn sem íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni safna nú fyrir er kominn á Hofsós og nú um helgina var unnið að uppsetningu hans við hliðina á sparkvellinum við skólann. Belgurinn er þó ekki kominn í gagnið og verður ekki blásinn upp fyrr en náðst hefur að safna fé fyrir heildarandvirði hans sem er 2,2 milljónir króna. Nú er söfnunarfé komið upp í 60% af endanlegri upphæð og eru aðstandendur söfnunarinnar hæstánægðir með góð viðbrögð, en betur má ef duga skal.
Meira

Úrslit í Nýprent mótinu – 1.mótið í Norðurlandsmótaröðinni

Nýprent Open, barna- og unglingamót í golfi var haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki sunnudaginn 25. júní og segir á heimasíðu klúbbsins að veðrið hafi verið ljómandi gott eins og alltaf þegar þetta mót fer fram, sólskin og norðanáttin hin rólegasta. Þetta mun vera í 10. skiptið sem Nýprent Open er haldið á Sauðárkróki og hefur Nýprent ávallt verið aðalstyrktaraðili mótsins. Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna og unglinga sem hefur verið haldin síðan árið 2009.
Meira

Óskynsamleg uppbygging flugstöðvar í 102 RVK

Ungliðahreyfing Viðreisnar harmar áform Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um byggingu nýrrar flugstöðvar í Vatnsmýrinni og segir að slíkar framkvæmdir yrðu fyrst og fremst til þess fallnar að ýta undir sundrung og skotgrafastjórnmál og flækja umræðuna um framtíð flugvallarins enn frekar. Að mati Ungliðahreyfingarinnar er hugmyndin vanhugsuð og á skjön við þarfir og óskir almennings.
Meira

Góður árangur í frjálsum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11 - 14 ára, var haldið nú um helgina í Kópavogi. UMSS átti átta fulltrúa þar, þau Andreu Mayu Chirikadzi, 14 ára, Indriða Ægi Þórarinsson, 13 ára, Isabelle Lydiu Chirikadzi, 11 ára, Óskar Aron Stefánsson, 13 ára, Rebekku Dröfn Ragnarsdóttur, 13 ára, Stefaníu Hermannsdóttur, 14 ára, Steinar Óla Sigfússon, 13 ára og Tönju Kristínu Ragnarsdóttur, 11 ára.
Meira

Samþykkt að setja upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð

Á fundi Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. júní sl. var tekin ákvörðun um að ráðast í að setja upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð. Fyrir fundinum lágu drög að teikningum og kostnaðarmati.
Meira