feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
17.06.2017
kl. 10.03
WOW Cyclothon, sem er stærsta götuhjólreiðakeppni á íslandi, fer fram dagana 20.-23. júní næstkomandi. Hjólað er hringinn í kringum Ísland með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Team Drangey, sem Skagfirðingar skipa, tekur þátt í ár. Að sögn Péturs Inga Björnssonar eins úr Drangeyjarhópnum er grunnur liðsins úr því liði sem tók þátt 2015 en hét þá Team Tengill. „Við erum fimm úr því liði að fara að keppa aftur og fimm bætast við. Við tókum ákvörðun um að halda þessu á Króknum og menn héðan eru í liðinu fyrir utan staðarhaldarann á Hólum.“
Meira