Fréttir

Þekkingarsetrið fær styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís

Meira

Pure Natura tilnefnt til Embluverðlaunanna

Skagfirska frumkvöðlafyrirtækið Pure Natura hefur verið valið til að taka þátt norrænni matarkeppni EMBLA-Nordic food award 2017 en verðlaun verða veitt í Kaupmannahöfn 24. Ágúst. Á sama tíma fer fram ein stærsta matarhátíð Norðurlandanna þar í borg, Copenhagen Cooking. Að verðlaununum standa öll bændasamtök á Norðurlöndunum í samvinnu við norrænu ráðherranefndina.
Meira

Blöndustöð hlýtur Blue Planet verðlaunin

Blöndustöð Landsvirkjunar hefur hlotið Blue Planet verðlaunin, sem Alþjóða vatnsaflssamtökin (International Hydropower Association, IHA) veita verkefnum sem skara framúr í sjálfbærri nýtingu vatnsafls í heiminum. Verðlaunin voru veitt á þingi samtakanna, sem haldið var í Addis Ababa í Eþíópíu. Verðlaunin eru veitt á grundvelli hins alþjóðlega matslykils um sjálfbæra nýtingu vatnsafls (e. Hydropower Sustainability Assessment Protocol, HSAP), en úttekt á grundvelli hans var gerð á Blöndustöð árið 2013. Úttektin leiddi í ljós að rekstur Blöndustöðvar er framúrskarandi hvað varðar sjálfbæra nýtingu vatnsafls og að á mörgum sviðum þykja starfsvenjur í Blöndustöð þær bestu sem fyrirfinnast.
Meira

Kokkakeppni Árskóla - Myndband

Í Árskóla á Sauðárkróki fór fram sl. mánudag hin árlega kokkakeppni þar sem nemendur 9. og 10. bekkja kepptust um að útbúa besta matinn bæði hvað bragð og útlit varðar. Einbeitningin leyndi sér ekki hjá kokkunum og greinilegt að mikill metnaður fyrir verkefninu var hjá krökkunum.
Meira

Blóðsöfnun gengur vel

Blóðbankabíllinn er nú á ferð um landið og er þessa stundina staddur á planinu við Skagfirðingabúð. Þegar tíðindamaður Feykis.is kíkti við í bílnum um það leyti sem opnað var í morgun var strax komin biðröð við bílinn. Konurnar sem starfa við blóðsöfnunina létu mjög vel af ferðum sínum, þær sögðu Skagafjörð vera með þeim svæðum á landinu sem safnast vanalega best en í gær fengu þær ríflega 50 blóðgjafa á Sauðárkróki en allt í allt komu um 70 manns til þeirra. Ekki fá allir að gefa blóð þar sem ekki mega líða meira en fimm ár frá síðustu blóðgjöf án þess að þurfa að fara í athugun fyrst.
Meira

Kuldi áfram á landinu

Íbúar á Norðurlandi vestra hafa sloppið bærilega frá því leiðindaáhlaupi sem gengið hefur yfir landið síðasta sólarhringinn miðað við spár. Á Veðurstofu Íslands segir að áfram verði allhvöss eða hvöss norðaustlæg átt á landinu í dag en stormur suðaustan til. Vegna óveðurs er þjóðvegur nr. 1 lokaður frá Freysnesi að Jökulsárlóni.
Meira

Rabb-a-babb 147: Helga Kristín

Nafn: Helga Kristín Gestsdóttir. Árgangur: 1981. Hvað er í deiglunni: Spennandi ferðalög út fyrir landsteinana. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Ég var ballöðusjúk, hlustaði t.d. á Celine Dion, Whitney Houston og Mariah Carey. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég man eftir mér að flytja að heiman dragandi dótaskúffuna á eftir mér.
Meira

Nóg að gera hjá 3. flokki kvenna

Boltinn er farinn að rúlla á sparkvöllum landsins og þeir sem ekki eru þegar byrjaðir að keppa á Íslandsmótinu eru á fullu að undirbúa sig í þá keppni. Stúlkurnar í 3. flokki Tindastóls/Hvatar léku æfingaleik við KA í gær á Sauðárkróki.
Meira

Lokahátíð Þjóðleiks

Þjóðleikur, leiklistarhátíð ungs fóks, var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði og í Varmahlíðarskóla laugardaginn 29. apríl sl. Hátíðin er haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni og hefur Þjóðleikhúsið frumkvæði að verkefninu í samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og marga aðra aðila. Þjóðleikur hóf göngu sína á Austurlandi árið 2008-2009 en starfar nú um allt land.
Meira

Steypustöðin leggur rafstreng á Snæfellsnesi

Steypustöð Skagafjarðar mun sjá um lagningu jarðstrengs á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur með viðeigandi greftri, slóðagerð og frágangsvinnu eftir því sem fram kemur á heimasíðu Landsnets. Með lagningu Grundarfjarðarlínu 2, 66 kV jarðstrengs eykst afhendingaröryggi raforku á svæðinu til muna.
Meira