feykir.is
Skagafjörður
16.07.2017
kl. 12.49
Í Gamla barnaskólanum að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki stendur nú yfir sýningin Kona á skjön, um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi. Á sýningunni er rithöfundarferli Guðrúnar gerð skil en bækur hennar áttu miklum vinsældum að fagna meðal þjóðarinnar á þeim tíma sem þær komu út, á árunum frá 1946 og til 1973. Nú í seinni tíð hefur áhuginn á verkum hennar glæðst að nýju og nú hefur þekktasta verk hennar, Dalalíf, verið útgefið í fjórða skiptið. Það eru þær Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Marín Guðrún Hrafnsdóttir, langömmubarn Guðrúnar, sem hafa veg og vanda af sýningunni.
Meira