Fréttir

Pétur fer ekki fet

Samningar hafa tekist milli körfuboltadeildar Tindastóls og Péturs Rúnars Birgissonar að sá síðarnefndi leiki áfram með meistaraflokksliði félagsins á næstu leiktíð. Orðrómur hefur verið um að Pétur yfirgæfi herbúðir Stólanna en Stefán Jónsson formaður, sem kominn er í land eftir mánaðar úthald á sjó, lætur það ekki gerast á sinni vakt.
Meira

Skagfirsku sundmeyjarnar með vorsýningu

Það er óhætt að segja að dagskrá Sæluviku hefur verið fjölbreytt og margt að sjá og heyra. Í gær bauð sundhópurinn Skagfirsku sundmeyjarnar gestum að koma og eiga notalega stund á sundlaugarbakkanum meðan meyjarnar léku listir sínar í vatninu.
Meira

Krækjur með gull

42. öldungamót Blaksambands Íslands var haldið í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Markmið mótanna er einfalt eins og stendur í fyrstu grein reglugerðar þess, „... að útbreiða blakíþróttina, stuðla að framförum í tækni og viðhalda getu keppenda. Mótið skal vera vettvangur jákvæðra samskipta milli blaköldunga af öllu landinu með leikgleðina að leiðarljósi.“
Meira

Áfram hlýtt og bjart

Undanfarna daga hefur veðrið aldeilis leikið við okkur hér á norðanverðu landinu og hitatölur farið yfir 20°C á mörgum stöðum. Í gær mældist hiti t.d. 22,8°C á tveimur stöðum á norðausturhluta landsins, í Ásbyrgi og í Bjarnarey, sem er litlu minna en hæsti hiti alls síðasta sumars sem var 24,9°C að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Vedur.is.
Meira

Stefán Vagn verður uppvís af ósannindum og blekkingum

Í viðtali við Stefán Vagn formann byggðaráðs í Feyki um Blöndulínu 3, er haft eftir honum að línan muni "tengjast tengivirki í Varmahlíð sem tengist svo áfram m.a. í jarðstreng út á Sauðárkrók og þar með verður komið mun meira raforkuöryggi á svæðið". Þetta er einfaldlega rangt þar sem Blöndulína 3 mun liggja í að minnsta kosti 3 km fjarlægð frá umræddu tengiviki og tengist Skagafirði því ekki. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd úr umhverfismati línunnar. Það er einnig rangt að halda því fram að sveitarfélagi beri að greiða umframkostnað ef það setur þá stefnu að línuna skuli leggja í jörð. Hvaðan kemur þessi fróðleikur?
Meira

Rumba í lok mánaðarins

Þriðjudaginn 2. maí 2017 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Hófst hann kl. 14:00 og voru fundarmenn ellefu talsins. Fundinum lauk kl. 14:25. Farið var yfir spágildi veðurspár fyrir aprílmánuð og voru fundarmenn sammála um að þar hefði vel tekist til.
Meira

Börn fyrir börn í dag

Tónleikarnir Börn fyrir börn verða haldnir í dag, fimmtudaginn 4. maí, kl. 17 í Miðgarði. Tónleikarnir eru fjáröflunartónleikar og er markmið þeirra að safna fyrir nýju skynörvunarherbergi sem setja á upp í Iðju og einnig verður safnað í nýjan menningarsjóð fyrir börn og ungmenni sem stofnaður verður vorið 2017.
Meira

Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Tindastóll hefur gefið út yfirlýsingu vegna fréttaflutnings á vefmiðlinum fotbolti.net um leikmann Tindastóls í knattspyrnu, Ragnar Þór Gunnarsson. Vill stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls koma eftirfarandi á framfæri:
Meira

Engin sýning í dag á Beint í æð

Sýning Leikfélags Sauðárkróks á Beint í æð fellur niður í kvöld vegna óviðráðanlegra orsaka en einn leikaranna var kallaður á fæðingadeildina. Haukur Skúlason sem leikur Gretti Sig. er sem sagt að verða pabbi.
Meira

Mikill línudans með Blöndulínu 3

Heimildamyndin Línudans, sem fjallar um baráttu íbúa Lýtingsstaðahrepps fyrir því að skoðað verði að leggja Blöndulínu 3 sem jarðstreng frekar en loftlínu um jarðir þeirra, var sýnd á RÚV sl. mánudagskvöld. Vakti myndin mikla athygli og í kjölfarið var Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets m.a. fenginn í viðtal í Kastljósi gærkvöldsins til að ræða um málið.
Meira