Fréttir

Allt er nú til - frumflutningur á Íslandi hjá Höfðaskóla á Skagaströnd

Nemendur á unglingastigi í Höfðaskóla á Skagaströnd vinna nú að uppsetningu á söngleiknum Allt er nú til eftir Crouse & Weidman (seinni útgáfa). Tónlist er eftir Cole Porter. Það er Ástrós Elísdóttir sem leikstýrir hópnum. Hún er að vísu ekki bara leikstjórinn að þessu sinni, heldur líka þýðandi verksins sem og söngtexta. Allt er nú til (á fummálinu Anything goes) hefur aldrei verið sýnt áður á Íslandi og því er hér ekki bara frumsýning á ferðinni, heldur frumflutningur á þessu leikriti hér á landi.
Meira

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 11. apríl síðastliðinn að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga. Svæðið er um 11 hektarar að stærð og markast af Strandgötu, Brekkugötu og Höfðabraut að vestanverðu. Í tillögunni er gerð grein fyrir nýjum og núverandi lóðum, byggingarreitum og samgöngumálum.
Meira

Nýr formaður frjálsíþróttadeildar

Formannaskipti urðu á aðalfundi frjálsíþróttadeildar Tindastóls sem haldinn var þann 26. apríl sl. Margrét Arnardóttir var kjörin formaður í stað Sigurjóns Leifsson, sem ekki bauð kost á sér áfram en hann hefur gegnt formennsku frá árinu 2010.
Meira

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar sunnudaginn 7. maí kl. 12-16 í húsnæði Samfylkingarinnar á Akranesi, Stillholti 16-18. Á aðalfundi verða hefðbundin aðalfundarstörf. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpa fundinn og taka þátt í umræðum.
Meira

Konukvöld í sundlauginni á Hofsósi

Annað kvöld, miðvikudag 3. maí, verður haldið konukvöld Infinity Blue í sundlauginni á Hofsósi og hefst það kl. 21:00. Þema kvöldsins verður núvitund, heilsa og útlit og eru konur á öllum aldri hvattar til að mæta með sundfötin og njóta kvöldsins en afnot af flothettum og öðrum áhöldum sem nýtast fólki til að fljóta sem best eru innifalin í aðgangseyri.
Meira

Ólögleg skotveiði og hraðakstur

Um helgina lagði Lögreglan á Norðurlandi vestra hald á skotvopn manna sem skotið höfðu friðaða fugla ásamt því að gera feng þeirra upptækan en mál mannanna verður tekið fyrir hjá embættinu eftir helgina. Bendir löreglan á það á Facebook síðu sinni að menn ættu að kynna sér upplýsingar um veiðitímabil og friðunartíma fugla sem nálgast má á vef Umhverfisstofnunar http://ust.is/einstaklingar/veidi/veiditimabil/.
Meira

Falleg sýning í Gúttó

Myndlistarsýningin Litbrigði samfélags hefur skapað sér sess í Sæluviku Skagfirðinga en þá sýna félagar í myndlistarfélaginu Sólón afrakstur sköpunar sinnar í Gúttó á Sauðárkróki. þetta er í 9. sinn sem sýning er haldin á vegum Sólon og er vel þess virði að líta á.
Meira

Hannesarskjólið á Nöfum vígt

Á Nöfum austan kirkjugarðs fór fram formleg vígsla Hannesarskjóls í gær. Er það hlaðinn, skeifulaga veggur úr torfi og grjóti, reistur til heiðurs Hannesi Péturssyni skáldi og rithöfundi. Skjólið er fallega hlaðið af Helga Sigurðssyni hleðslumeistara.
Meira

Sæluvikan sett formlega í gær

Sæluvika Skagfirðinga var formlega sett í Safnahúsi Skagfirðinga í gær að viðstöddu fjölmenni. Meðal annars voru veitt samfélagsverðlaun Skagafjarðar, tónlistaratriði, úrslit vísnakeppni kynnt og opnun sýningar á verkum Hannesar Péturssonar og Jóhannesar Geirs.
Meira

Stólarnir úr leik í Bikarkeppni KSÍ eftir naumt tap gegn Þórsurum

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að nú er grasið farið að grænka og því er það fótboltinn sem er tekinn við af körfunni á íþróttasviðinu. Tindastólsmenn eru fyrir löngu farnir að spretta úr spori og nú um helgina léku þeir við Þórsara á Akureyri í Bikarkeppni KSÍ.
Meira