Fréttir

Ályktun kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi um sjávarútvegsmál

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem kom saman til fundar á Akranesi þann 7. maí sl. sendi frá sér svohljóðandi ályktun um sjálvarútvegsmál:
Meira

Takmark Alexöndru náðist á Karolina Fund

Óperusöngkonan Alexandra Chernyshova situr ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn, en hún hefur undanfarið sýnt óperuuppfærslu á sögu sem mamma hennar samdi „Ævintýrið um norðurljósin“. Kom hún m.a. á Sæluviku Skagfirðinga með verkið sem sýnt var í Miðgarði.
Meira

Hannes og Björgvin áfram hjá Stólunum

Enn berast fréttir úr stássstofunni á Sjávarborg en búið er að ganga frá samningi við þá Hannes Inga Másson og Björgvin Hafþór Ríkarðsson að þeir leiki áfram með Stólunum næsta tímabil í körfunni.
Meira

Langar þig í nýja eldhúsinnréttingu?

Það að skipta um eldhúsinnréttingu getur verið mikið vesen og mjög kostnaðarsamt sem fáir nenna að vaða í nema með miklum undirbúningi og góðu skipulagi en það er hægt að fara ódýrari leiðir án þess að rífa allt út og tæma budduna. Skagfirðingurinn hún Guðrún Sonja Birgisdóttir flutti nýverið á Blönduós þar sem hún er að opna í byrjun júní bæði gistiheimilið Retro við Blöndubyggð 9 og veitingahúsið Retro sem verður staðsett á Aðalgötu 6 á Hótel Blöndu. Einnig festi hún kaup á íbúð þar í bæ og það fyrsta sem hún ákvað gera var að mála og filma eldhúsinnréttinguna sína.
Meira

Lara belgískur meistari í slaktaumatölti

Lara Margrét Jónsdóttir frá Hofi í Vatnsdal, stefnir á að komast í hollenska landsliðið á Heimsmeistaramótinu í hestíþróttum, sem haldið verður í Hollandi í sumar. Til þess að öðlast keppnisreynslu, og safna sér inn punktum, tók hún þátt í Belgíska Meistaramótinu um síðastliðna helgi á hryssunni Örk frá Hjarðartúni.
Meira

Alþjóðlegi safnadagurinn á fimmtudaginn

Alþjóðlegi safnadagurinn er á fimmtudaginn, 18. maí. Í tilefni hans verður gestum boðið að skoða gamla bæinn í Glaumbæ án endurgjalds. Bærinn verður opinn frá kl. 10:00-16:00. Frá kl. 14:00-16:00 verður stemning í baðstofunni, kveðnar stemmur, gamalt handbragð verður sýnt og börnum kenndir leikir sem leiknir voru í gamla daga.
Meira

Óttaðist að sjúkraflutningamenn væru hættir störfum

„Þau gera ekki boð á undan sér slysin,“ segir Höskuldur B.Erlingsson lögreglumaður á Blönduósi á fésbókarsíðu sinni en hann var á frívakt að koma að sunnan á sínum einkabíl í gærkvöldi. „Við Hólabak lendir skyndilega ein bifreiðin sem að ég er á eftir utan vegar og veltur. Þarna varð ég að taka stjórn á vettvangi þar sem að einungis einn af á þriðja tug manna talaði ensku sem og að hlúa að slösuðum og vera í sambandi við 112,“ segir Höskuldur.
Meira

Vandræðaástand að skapast í sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu

Sex sjúkraflutningamenn í hlutastarfi hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi, hafa sagt upp störfum. Ástæðan er óánægja með kaup og kjör, segir á heimasíðu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Í bókun tvö í síðustu kjarasamningaviðræðum var sannmælst um að endurskoða störf og starfsumhverfi sjúkraflutningamanna, og átti þeirri vinnu að vera lokið fyrir áramót. Sú vinna hefur tafist í ráðuneytunum og virðist það hafa fyllt mælinn, segir á heimasíðunni.“
Meira

Pokastöðvar teknar til starfa í Skagafirði

Pokastöðvar hafa nú tekið til starfa á tveimur stöðum í Skagafirði, í KS Varmahlíð og KS Hofsósi. Eins og Feykir.is hefur áður greint frá tóku nokkrar konur í firðinum sig til í vetur og hófust handa við að sauma innkaupapoka til láns fyrir verslanir í Skagafirði. Afrakstur vetrarins eru þúsund pokar sem hægt verður að fá að láni í verslunum KS í Varmahlíð og á Hofsósi og einnig er ætlunin að opna pokastöð í versluninni Hlíðarkaup.
Meira

Stólarnir sóttu annað stig austur

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli lék annan leik sinni í 2. deildinni í knattspyrnu um liðna helgi. Strákarnir hafa kannski ekki fengið auðveldustu mögulega byrjun á mótinu, í það minnsta varðandi ferðalögin, en fyrsti leikurinn var á Hornafirði en að þessu sinni var haldið austur á Reyðarfjörð og spilað við lið Fjarðabyggðar. Niðurstaðan reyndist 1-1 jafntefli.
Meira