Fréttir

Stefán Arnar tekur við Stólunum í kjölfar þess að Stephen og Chris kveðja

Í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls í gærkvöldi var það tilkynnt að Knattspyrnudeild Tindastóls og þjálfarar meistaraflokks karla, þeir Stephen Walmsley og Christofer Harrington, hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeir leggi niður störf sem þjálfarar meistaraflokks karla hjá Tindastóli í knattspyrnu.
Meira

Synti yfir Hrútafjörð

Fyrir nálægt 80 árum síðan eða þann 27. ágúst 1937, birtist svohljóðandi frétt í Vísi. „Síðastliðinn þriðjudag syntu yfir Hrútafjörð frá Gilsstöðum til Borðeyrar Baldur Pálsson 27 ára, Ásta Snæbjörnsson 20 ára og Hulda Pétursdóttir 16 ára, öll frá Borðeyri. Vegalengdin er um 1100 metrar og synti Hulda hana á 23 mínútum og var um 6 mínútum á undan hinum. Sjávarhiti var 8 stig. Ekki er kunnugt um að áður hafi verið synt yfir Hrútafjörð."
Meira

Súrt tap í sex stiga leik á Króknum

Stólarnir máttu bíta í það súra epli að fara hallloka gegn liði Fjarðabyggðar sem heimsótti Krókinn á heitasta degi sumarsins. Stólarnir voru klárlega sterkara liðið í leiknum, enda einum fleiri í rúman klukkutíma, en það voru gestirnir sem nýttu færin sín af kostgæfni og uppskáru þrjú stig og settu botnbaráttu 2. deildar í algjört uppnám. Lokatölur 2-3 fyrir Fjarðabyggð.
Meira

Herra Klopp að búa til skemmtilegt lið

Liðið mitt - Kristján Grétar Kristjánsson
Meira

Meinholl Mexíkó súpa og sykurlaus súkkulaðibúðingur

Það voru þau Eggert Örn Kristjánsson, Þóra Björg Kristmundsdóttir og Helgi Freyr Guðmundsson í Enniskoti í Húnaþingi vestra sem gáfu lesendum uppskriftir í 29. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Mismunun á sér mörg andlit, að fara í sund er bara fyrir suma

Aðsent - Þuríður Harpa Sigurðardóttir
Meira

Nýr brunabíll á Blönduós

Brunavarnir Austur-Húnavatnssýslu hafa fest kaup á nýjum slökkvibíl og var hann til sýnis á Húnavökunni um síðustu helgi. Bifreiðin, sem keypt var af Feuerwehrtechnikberlin, er af tegundinni MAN, með sex þúsund lítra vatnstanki, 500 lítra froðutanki og öllum öðrum nauðsynlegum búnaði.
Meira

Markmannsþjálfari landsliðsins skagfirskur

Við sögðum frá því í vikunni að marvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, Guðbjörg Gunnarsdóttir, væri með skagfirskt blóð í æðum. Nú höfum við fengið fregnir af fleirum Skagfirðingum sem tengjast liðinu því að í æðum Ólafs Péturssonar, markmannsþjálfara, rennur einnig skagfirskt gæðablóð.
Meira

Menningarbúskapur í fjárhúsunum á Kleifum við Blönduós

Á morgun, laugardaginn 22. júlí kl. 14:00, verður opnuð sýning sem samanstendur af fjórum vídeóverkum í gömlum fjárhúsum á bænum Kleifum, rétt við Blönduós. Það er myndlistarmaðurinn Finnur Arnar Arnarson sem unnið hefur að undirbúningi og uppsetningu sýningarinnar, ásamt konu sinni, Áslaugu Thorlacius.
Meira

Sækja þarf um stöðuleyfi fyrir gáma og aðra lausafjármunir

Á vef Svf. Skagafjarðar er vakin athygli á því að sækja þarf um stöðuleyfi til sveitarfélagsins til að láta lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna. Þar er m.a. um að ræða hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí, gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
Meira