Fréttir

Aukasýningar á Beint í æð

Aðsókn að Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks, Beint í æð, hefur verið góð enda um sprellfjörugan farsa að ræða. Aukasýningar verða annað kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20:00 og á miðvikudagskvöld á sama tíma.
Meira

Listaskóli fyrir ungt fólk á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa samið við Katie Browne, MFA Writing & Integrated Media, um að kanna möguleika á og koma með tillögur að framkvæmd listaskóla fyrir ungt fólk á Norðurlandi vestra. Markmiðið verkefnisins er að efla þekkingu og færni í listum og skapandi greinum hjá áhugasömum börnum og unglingum í landshlutanum með því að veita þeim tækifæri til að styrkja kunnáttu sína og hæfileika á þessu sviði.
Meira

Staðsetning rafhleðslustöðva í Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur fengið úthlutað styrk til uppsetningu tveggja hraðhleðslustöðva í Varmahlíð og á Sauðárkróki á árinu 2017. Á fundi byggðaráðs fyrir helgi var tekin fyrir bókun frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar þar sem fram komu mögulegar staðsetningar á hraðhleðslustöðvum.
Meira

Tengjast þeirra afrek öll ástum, söng og hestum

Í aðdraganda Sæluviku eru hagyrðingar brýndir til að taka þátt í vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga sem notið hefur vinsælda um áratuga skeið. Keppnin er einföld og í engu breytt út af vananum frá ári til árs. Fjöldi þátttakenda hefur ýmist vaxið eða dalað og alltaf matsatriði hvað mönnum þykir ásættanlegur fjöldi. Í ár reyndu þrettán aðilar við fyrripartana og vísnagerðina.
Meira

Alexandra safnar fyrir bókaútgáfu á Karolina Fund

Óperusöngkonan Alexandra Chernyshova situr ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn, en hún hefur verið að sýna óperuuppfærslu á sögu sem mamma hennar samdi „Ævintýrið um norðurljósin“. Kom hún á Sæluviku Skagfirðinga með verkið sem sýnt var í Miðgarði. Í kjölfarið fór Alexandra til Japan þar sem hún tók þátt í Tókýó Global Summit of Women en þar fékk hún innblástur fyrir nýja óperu sem hún er að skrifa um fyrsta kvenforseta í heiminum.
Meira

Sorry, Guðmundur Hagalín!

Áskorandapistill Ágústs Valssonar
Meira

Lax með mango chutney og bananaís

„Í sama tölublaði og ég lýsti því yfir að ég væri lélegur kokkur fengum við áskorun frá vinafólki okkar Þóreyju Eddu og Gumma að vera næstu matgæðingar í Feyki. Þessar uppskriftir eru tileinkaðar þeim sem eru í sama formi og ég í eldhúsinu þar sem lykilorðið er „einfalt“,“ segir Rakel Runólfsdóttir en hún og Jóhannes Kári Bragason voru matgæðingar vikunnar í 19. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Ársreikningar Húnaþings vestra samþykktir

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var í gær, 11. maí, var ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2016 tekinn til síðari umræðu og hann samþykktur.
Meira

Fiskverslun opnuð á Blönduósi

Fiskbúðin Fisk á disk var opnuð á Blönduósi s.l. þriðjudag. Verslunin er til húsa á Efstubraut 1, við hliðina á Líflandi, í húsi sem Pípulagnaverktakar áttu en á sínum tíma var Rækjuverksmiðjan Særún þar til húsa og seinna Laxasetrið.
Meira

Sendur á eftir fénu í sláturhúsið

Áskorandpistill Guðmundar Jónssonar á Hvammstanga
Meira