Fréttir

Vorstemning í lofti

Veðrið undanfarið hefur svo sannarlega hjálpað fólki til að finna fyrir fínni vorstemningu á landinu. Sól og hiti allt að og yfir 20 gráðurnar. Með hlýindunum fylgdi vorflóð í Héraðsvötnum í Skagafirði en bændur sem Feykir hafði samband við, vildu sem minnst gera úr þeim vatnavöxtum enda vanir þeim og oft með meiri látum og klakaburtði með tilheyrandi tjóni.
Meira

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið er eftir Ingunni Snædal og heitir „ósk“.
Meira

Jafntefli á Höfn í Hornafirði

Lið Tindastóls lék fyrsta leik sinn í 2. deildinni í knattspyrnu í dag en þá sóttu þeir lið Sindra heim, alla leið austur á Hornafjörð. Markalaust var í hálfleik en mörkin dúkkuðu upp í síðari hálfleik og náðu þá heimamenn að jafna, 2-2, með marki á 95. mínútu. Jafntefli því staðreynd.
Meira

Segjum matarsóun stríð á hendur!

Það var Kristín S. Einarsdóttir sem tók til í ísskápnum og leyfði lesendum Feykis að fylgjast með í 18. tölublaði Feykis 2015: Mikið er rætt um matarsóun þessa dagana og víst er að á heimilum landsmanna og í verslunum er miklum verðmætum kastað á glæ í formi matar sem rennur út eða skemmist. Þetta verður nokkuð áþreifanlegt hjá þeim sem flokka rusl, því þá sést best að lífræni úrgangurinn getur skipt kílóum í viku hverri.
Meira

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

Í tilefni af fréttaflutningi um raforkuflutning og breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar er eftirfarandi samþykkt byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 26. janúar sl. og staðfest í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar 15. febrúar sl., komið á framfæri.
Meira

Fljótandi frúr á konukvöldi

Það var glatt á hjalla í sundlauginni á Hofsósi á miðvikudagskvöldið þegar 50 konur, víðsvegar að og á öllum aldri, fjölmenntu á konukvöld hjá Infinity Blue. Dagskráin var fjölbreytt og óhætt er að segja að allir ættu að hafa upplifað eitthvað við sitt hæfi.
Meira

Íbúa-og átthagafélag stofnað í Fljótum -Vettvangur samvinnu um framfaramál

Mánudaginn 25. apríl var Íbúa- og átthagafélag Fljóta stofnað á fundi í Félagsheimilinu Ketilási. Ágætis mæting var á fundinn og mikill hugur í fundarmönnum. Tilgangur félagsins er að stuðla að eflingu samfélags, atvinnulífs og fagurs mannlífs í Fljótum í Skagafirði, en starfsemin verður fólgin í að vera vettvangur samvinnu um framfaramál Fljótamanna, sem og að standa fyrir verkefnum og viðburðum sem styðja við jákvæða samfélagsþróun innan sveitarinnar.
Meira

Kormákur blak með silfur og brons á Öldungamóti

Á blakmóti öldunga, sem fram fór í Mosfellsbæ um síðustu helgi, átti blakdeild Kormáks þrjú lið: Birnur sem kepptu í 6.b deild, Birnur-Bombur í 8.a deild og Húna sem kepptu í deild 6b.
Meira

Styttist í lokafrest í lagakeppni Skagfirðingafélagsins

Skagfirðingafélagið í Reykjavík er þessa dagana að leita eftir nýjum dægurlögum sem ætlunin er að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli félagsins í haust. Tekið er við lögum í allskonar ástandi, segir í tilkynningu frá félaginu, og þurfa þau ekki að vera fullunnin. Sérstök fagdómnefnd verður fengin til að velja 10 lög og munu höfundar þeirra fá í kjölfarið styrk frá Skagfirðingafélaginu til þess að fullvinna þau eða 100.000 kr. á hvert lag svo það er til mikils að vinna.
Meira

Þemadagar og opið hús

Þemadagar hafa verið í gangi hjá nemendum Árskóla á Sauðárkróki þessa vikuna sem að þessu sinni eru tileinkaðir heilsu og umhverfi. Ýmislegt hefur verið gert sér til skemmtunar og fróðleiks og meðal annars fóru yngstu nemendurnir í fjöruna og tóku með sér hluti sem fjaran geymir. Veðrið var með albesta móti og stemningin fín hjá hópnum sem kom við hjá Feyki á bakaleiðinni í skólann.
Meira