Fréttir

Yfir 500 skráningar á Íslandsmóti í hestaíþróttum á Hólum

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum hófst í dag á Hólum í Hjaltadall í umsjá Hestamannafélagsins Skagfirðings. Keppni hófst klukkan 9:00 með fjórgangi unglinga en keppt verður í ýmsum flokkum fram á kvöld. Á morgun hefst keppni á sama tíma með tölti ungmenna en annað kvöld kl. 20:00 fer fram kvöldvaka og hindrunarstökkskeppni í Þráarhöllinni.
Meira

Fjölskyldufjör í Fljótunum

Á Sólgörðum í Fljótum er oftast líf og fjör en þessa dagana er þó óvenju glatt á hjalla. Þar er nú risinn foráta hoppkastali sem hægt verður að hoppa í fram á laugardagseftirmiðdag.
Meira

Húnavakan að hefjast

Nú er Húnavakan í þann mund að hefjast en hún verður sett formlega kl. 18:45 á morgun. Íbúar Blönduóss og nágrennis verða væntanlega í önnum í kvöld við að skreyta umhverfi sitt í bak og fyrir með rauðum lit og ísbjörnum og verða veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið. Að verklokum eru svo hverfin eða göturnar hvött til að slá saman í grill. Í kvöld kl. 22 verður haldið Blö Quiz í félagsheimilinu þar sem þrjú efstu sætin vinna til verðlauna.
Meira

Bríet Lilja í Skallagrím

Króksarinn, Bríet Lilja Sigurðardóttir, hefur skrifað undir samning um að leika með Skallagrím næsta vetur í Dominosdeild kvenna. Bríet Lilja er 19 ára gömul en hefur þrátt fyrir það leikið bæði með meistaraflokk hjá Tindastól á Sauðárkróki (2013-2014 og 2014-2015) og Þór Akureyri (2015-2016). Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands (U15, U16 og U18) en síðasta vetur bjó hún á Sauðárkróki og lék með unglingaflokki Tindastóls.
Meira

Skipuleggja göngur í nágrenni við þig

Ferðafélag Íslands (FÍ) og VÍS hafa skrifað undir samstarfssamning varðandi lýðheilsugöngur FÍ sem verða á öllu landinu nú í september. Göngurnar eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Ráðgert er að göngurnar fari fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Göngurnar verða í nærumhverfi hvers bæjarfélags og verða fjölskylduvænar og taka u.þ.b. 60-90 mín.
Meira

Skagafjörður skartaði sínu fegursta er Bauluhellir var heimsóttur - Myndir

Fjallið Tindastóll í Skagafirði hefur margar sögur að geyma og ýmsar kunnar. Ein er sú að hellir einn, Bauluhellir, hafi náð í gegnum fjallið og verið manngengur. Annar munninn er inn af Baulubás sem er austan í fjallinu norðanverðu, rétt utan Glerhallavíkur við Reyki á Reykjaströnd en hinn við Atlastaði í Laxárdal. Nafnið dregur hellirinn af því að sækýr trítlaði í gegn og sást við Atlastaði sem er gamalt eyðibýli milli Hvamms og Skíðastaða.
Meira

Þórarinn og Narri á Heimsmeistaramót hestamanna

Meistaraknapinn Þórarinn Eymundsson og Narri frá Vestri-Leirárgörðum eru komnir í landslið hestamanna sem keppir á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Eindhoven 7. - 14. ágúst. Þetta varð ljóst eftir að þeir félagar enduðu í öðru sæti í fimmgangi á Íslandsmóti fullorðinna á Gaddstaðaflötum um helgina.
Meira

Skældi yfir lögum söngkonunnar Carrie Underwood / HREINDÍS YLVA

Það er Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm sem svarar lipurlega Tón-lystinni að þessu sinni. Hún er alin upp í Mosfellsdal, dóttir Huldu Jónasar sem er frá Sauðárkróki og er dóttir Erlu Gígju og Ninna. Hún er söngkona en spilar einnig á þverflautu, piccolo flautu og gítar.
Meira

Skortur á íbúðum fyrir aldraða í Húnaþingi vestra

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 10. júlí sl. var tekið fyrir bréf frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra. Þar fer stjórnin þess á leit við sveitarstjórn að hún beiti sér fyrir byggingu hentugra íbúða fyrir aldraða í sveitarfélaginu þar sem skortur sé á íbúðum og biðlisti sem trúlega eigi eftir að lengjast.
Meira

Voice stjörnur fókusera á Húnavöku -Myndband

FÓKUS hópurinn sem skipaður er Hrafnhildi Ýr Víglunds og fjórum öðrum söngvurum sem kynntust í gegnum Voice Ísland 2017, Sigurjóni, Rósu, Eiríki og Karitas munu skemmta á Húnavöku um næstu helgi. Hópurinn sendi frá sér afar óvenjulegt myndband til að vekja athygli á uppákomunni sem hægt er að sjá hér fyrir neðan.
Meira