Yfir 500 skráningar á Íslandsmóti í hestaíþróttum á Hólum
feykir.is
Skagafjörður, Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
13.07.2017
kl. 16.25
Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum hófst í dag á Hólum í Hjaltadall í umsjá Hestamannafélagsins Skagfirðings. Keppni hófst klukkan 9:00 með fjórgangi unglinga en keppt verður í ýmsum flokkum fram á kvöld. Á morgun hefst keppni á sama tíma með tölti ungmenna en annað kvöld kl. 20:00 fer fram kvöldvaka og hindrunarstökkskeppni í Þráarhöllinni.
Meira
