Fréttir

Rýmisgreind

Það getur verið erfitt að átta sig á því hvað maður hefur stóran afturenda. Að minnsta kosti hefur hann ekki verið alveg með þá hluti á hreinu, bílstjórinn sem lagði húsbílnum sínum við Lyfju á Sauðárkróki í dag og tók í það bæði bílastæðið og aðra akreinina. Ekki alveg til fyrirmyndar, - eða hvað?
Meira

Eldurinn hefst í dag

Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður sett klukkan 19:00 í dag á Hvammstanga. Að þessu sinni verður opnunarhátíðin sérlega glæsileg en hún hefst með skrúðgöngu frá Félagsheimilinu sem endar á hafnarsvæðinu hjá Sjávarborg. Í fararbroddi verða eldfuglar og fleiri skemmtilegar verur ásamt því sem tónlist og almenn gleði verður í göngunni. Niðri á hafnarsvæðinu tekur Eldurinn á móti hátíðargestum og geta þeir hlýtt á tónlist, gætt sér á kjötsúpu, fylgst með Húlludúllu leika listir sínar, keypt góðgæti í Elds-sjoppunni og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Meira

Dagskráin á Fákaflugi

Eins og sagt var frá á Feyki.is í gær verður Fákaflug á Hólum í Hjaltadal um helgina. Dagskrá mótsins er sem hér segir:
Meira

Margt bera að varast í hitanum

Matvælastofnun hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu þar sem hún vill vekja athygli hundaeigenda á að varast ber að skilja hunda eftir í bílum í miklum hita.
Meira

Nýtt Íslandsmet hjá skagfirskum sundkappa

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sundkona setti í morgun nýtt Íslandsmet í 50 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug sem nú fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Synti hún vegalengdina á 28,53 sekúndum og varð í 26. sæti í undanrásum. Þar með bætti hún Íslandsmet Eyglóar Óskar Gústafsdóttur sem var 28,61 sekúnda. Ingibjörg komst þó ekki áfram í undanúrslit en til þess þurfti að synda á 28,22 sekúndum.
Meira

Starfsmanni sundlaugarinnar Sauðárkróki vikið úr starfi

Starfsmanni við sundlaugina á Sauðárkróki hefur verið vikið úr starfi vegna gruns um að hafa tekið myndir af gestum í kvennaklefa sundlaugarinnar. Þetta staðfestir Þorvaldur Gröndal, umsjónarmaður íþróttamannvirkja í Skagafirði, í samtali við Feyki í dag.
Meira

Vilja semja um kaup á bráðabirgðahúsnæði

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem haldinn var þann 21. júlí sl. var fjallað um bráðabirgðahúsnæði til að varðveita muni Byggðasafns Skagfirðinga. Auglýst var eftir húsnæði í apríl og bárust þrjú svör. Eftir skoðun á þeim kostum þykir nefndinni ljóst að enginn þeirra henti þörfum safnsins án verulegs tilkostnaðar og mælir því ekki með neinum þeirra. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar þeim sem svöruðu auglýsingunni og veittu aðstoð við skoðun á húsnæði sínu.
Meira

Stofutónleikar Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi

Sunnudaginn 30. júlí klukkan 15:00 heldur Jazztríó Sigurdísar Söndru Tryggvadóttur stofutónleika í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Tríóið leikur tónsmíðar og útsetningar eftir Sigurdísi í bland við annað efni. Á efnisskránni eru meðal annars lög samin við ljóð eftir Jónas Tryggvason frá Finnstungu.
Meira

Fákaflug á Hólum um helgina

Um næstu helgi, dagana 28. - 30. júlí, verður hestamótið Fákaflug haldið á Hólum í Hjaltadal. Það er Hestamannafélagið Skagfirðingur sem heldur mótið í samstarfi við hestamannafélögin Létti, Hring, Funa, Snarfara, Þyt og Neista.
Meira

Hótel Tindastóll fær viðurkenningu hjá Vakanum

Hótel Tindastóll á Sauðárkróki hefur nú lokið innleiðingarferli sem þriggja stjörnu hótel samkvæmt gæðaviðmiðum Vakans en Vakinn er verkfæri ferðaþjónustuaðila til að auka gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi, eins og segir á heimasíðu Vakans.
Meira