Fréttir

María Finnbogadóttir náði ágætum árangri á HM unglinga

Nú hefur María Finnbogadóttir skíðakona úr Tindastóli lokið keppni á HM unglinga í Aare í Svíþjóð en þangað fór hún ásamt nokkrum öðrum unglingum og keppti í Alpagreinum fyrir Íslands hönd. Keppendur voru frá 47 löndum. Þátttakendur voru fæddir á árunum 1996-2000 og þar sem María er fædd árið 2000 var hún á yngsta keppnisárinu. Hún stóð sig með sóma og varð í 56. sæti í stórsvigi og 35. sæti í svigi.
Meira

Norðlendingar stigahæstir í Framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum

Lið FNV gerði sér lítið fyrir og vann stigakeppnina á Framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum sem fram fór sl. laugardag í Samskipahöllin Kópavogi. Liðið var skipað þeim Sigríði Vöku Víkingsdóttur, Guðmari Frey Magnússyni, Ásdísi Ósk Elvarsdóttur, Viktoríu Eik Elvarsdóttur og Unni Rún Sigurpálsdóttur. Með þeim á myndinni er Arndís Brynjólfsdóttir kennari þeirra.
Meira

Birnur á Hvammstanga sigursælar

Kvennalið Kormáks á Hvammstanga í blaki, Birnurnar, gerði góða ferð suður á Álftanes um helgina á hraðmót sem haldið var til styrktar kvennalandsliðinu í blaki. Alls var keppt í sex deildum og voru reglur frábrugnar því sem venja er þar sem spilað var upp á tíma en ekki til stiga eins og venja er.
Meira

Tryggði sér sæti í Ólympíuliði Íslands í líffræði

Mikael Snær Gíslason, nemandi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, tryggði sér sæti í Ólympíuliði Íslands í líffræði, en Ólympíukeppnin fer fram í Englandi í sumar. Hann hafnaði í 3. sæti í úrslitakeppninni sem fram fór um liðna helgi.
Meira

Knattspyrnuakademía FNV og Tindastóls stofnuð

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og knattspyrnudeildar Tindastóls um rekstur knattspyrnuakademíu sem hefst í haust. Með fjölbreyttum og skipulögðum æfingum og bóklegum kennslustundum verður markvisst unnið að því að gera nemendum kleift að bæta sig bæði andlega og líkamlega.
Meira

Ungir Skagfirðingar setja nýtt reikningakerfi á markað

Tveir Skagfirðingar hafa stofnað sprotafyrirtæki í rafrænni reikningagerð þar sem nýjungar á borð við hraðgreiðslur, kröfur í netbanka, tenging við bókhaldskerfi og sala á netinu eru alls ráðandi. Það eru þeir Guðmundur Kári Kárason og Þorsteinn Hjálmar Gestsson sem standa á bakvið vefsíðuna konto.is, sem hér um ræðir. Meðeigandi að fyrirtækinu er Kristján Gunnarsson einn stofnenda vefstofunnar Kosmos & Kaos.
Meira

Ökumenn eins og beljur að vori!

Óhætt er að segja að vegfarendur á Norðurlandi vestra hafi sprett úr spori um helgina en á Facebooksíðu lögreglunnar segir að þeir hafi hagað sér líkt og beljur að vori. Þannig höfðu 30 ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur seinni part föstudags og í gær hafði á þriðja tug ökumanna fengið að líta stöðvunarljósin.
Meira

Tapaðir vettlingar

Þessir vettlingar urðu viðskila við eiganda sinn á Sauðárkróki fyrir u.þ.b. sex vikum og er þeirra sárt saknað. Ef einhver veit hvar þeir eru niðurkomnir er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 868-0157 þar sem heitið er fundarlaunum.
Meira

Framsagnarkeppni í Húnavatnsþingi

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin þriðjudaginn 7. mars í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Keppendur voru tíu frá fjórum skólum, Höfðaskóla á Skagaströnd, Blönduskóla á Blönduósi, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga. Keppnin er tileinkuð Grími heitnum Gíslasyni, fréttaritara og bónda frá Saurbæ í Vatnsdal, og er hún jafnframt liður í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin er um allt land og miðar að því að vekja athygli og glæða áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði.
Meira

Breyta þarf aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Hefja þarf vinnu við breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 m.a. að fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Einnig þarf að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð.
Meira