Fréttir

Tindastóll og Keflavík hefja leik í kvöld

Þriðja sætið var niðurstaðan hjá Tindastólsmönnum í Dominos-deildinni í vetur og sú ágæta frammistaða tryggði Stólunum heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Strákarnir hefja leik í kvöld, fimmtudaginn 16. mars, þegar Keflvíkingar mæta í Síkið og hefst leikurinn kl. 19:15 en þrjá leiki þarf að sigra til að komast áfram í undanúrslitin.
Meira

Hús rís á einum sólarhring

Þann 25. janúar sl. var fyrsta skóflustungan tekin af húsi Búhölda á Sauðárkróki, sem ætlað er fyrir heldriborgara, og nú í byrjun vikunnar var hafist handa við að púsla saman útveggjum, 47 dögum síðar. Veggirnir eru úr steypueiningum frá Akranesi og koma frágengin að utan og með öllum lögnum að innan. Hiti verður í gólfum og því engir ofnar á veggjum
Meira

KS-Deildin - BREYTING

Töltkeppni KS-Deildarinnar hefur verið flýtt til þriðjudagsins 21. mars og hefst kl 19:00. Ráslisti verður birtur á mánudaginn. - Stjórn Meistaradeildar Norðurlands.
Meira

Gáfu þrjú hjúkrunarrúm

Í dag afhenti Minningarsjóður frú Sigurlaugar Gunnarsdóttur, með formlegum hætti, Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, þrjú hjúkrunarrúm ásamt fylgihlutum. Rúmin eru þegar komin í notkun og segir Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur, þau koma stofnuninni afar vel þar sem þau leysa af hólmi eldri rúm sem komin voru á tíma. Það voru þau Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga, Engilráð M. Sigurðardóttir og Elín H. Sæmundardóttur sem afhentu gjafabréfið en þau skipa jafnframt stjórn sjóðsins.
Meira

Rabb-a-babb 144: Eva Pandora

Nafn: Eva Pandora Baldursdóttir. Árgangur: 1990. Hvað er í deiglunni: Ekkert sérstakt svo sem. Njóta þess að eyða tíma með fjölskyldunni á meðan ég er í fæðingarorlofi. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Heyrði nýjan málshátt í sjónvarpsþáttunum Föngum um daginn og hefur hann verið í miklu uppáhaldi síðan en hann er „Skeinir sá sem skeit.“
Meira

Stefán Velemir valinn Íþróttamaður USAH

Húni.is segir frá því að hundraðasta ársþing USAH var haldið um helgina á Húnavöllum. Var þingið vel sótt en auk þingfulltrúa voru mættir gestir frá UMFÍ og ÍSÍ auk annarra gesta. Gekk þingið vel fyrir sig að vanda.
Meira

Arnrún Halla nýr formaður UMSS

Á ársþingi UMSS sem haldið var í Ljósheimum í Skagafirði gær var Arnrún Halla Arnórsdóttir kjörin nýr formaður sambandsins. Tekur hún við af Þórhildi Sylvíu Magnúsdóttur. Á þinginu veitti Viðar Sigurjónsson, starfsmaður ÍSÍ, knattspyrnudeild Tindastóls viðurkenningu fyrir Fyrirmyndarfélag ÍSÍ en knattspyrnudeildin hlaut hana fyrst árið 2012. Núna var viðurkenningin endurnýjuð og staðfest áfram.
Meira

Undirheimar í þriðja sæti í Stíl 2017

Þriggja manna lið frá Félagsmiðstöðinni Undirheimum á Skagaströnd tók nýlega þátt í Stíl 2017 og gerði þar góða hluti, varð í þriðja sæti í keppninni og fékk auk þess verðlaun fyrir bestu förðunina. Fulltrúar Undirheima voru þær Dagný Dís Bessadóttir, Hallbjörg Jónsdóttir og Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir.
Meira

Er styrkur í þér?

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra hefur tilkynnt um að umsóknar- og úthlutunarferli vegna styrkveitinga úr sjóðnum sé að hefjast og er kastljósinu beint að atvinnuþróun og nýsköpun.
Meira

María Finnbogadóttir náði ágætum árangri á HM unglinga

Nú hefur María Finnbogadóttir skíðakona úr Tindastóli lokið keppni á HM unglinga í Aare í Svíþjóð en þangað fór hún ásamt nokkrum öðrum unglingum og keppti í Alpagreinum fyrir Íslands hönd. Keppendur voru frá 47 löndum. Þátttakendur voru fæddir á árunum 1996-2000 og þar sem María er fædd árið 2000 var hún á yngsta keppnisárinu. Hún stóð sig með sóma og varð í 56. sæti í stórsvigi og 35. sæti í svigi.
Meira