Fréttir

Starfrækja Náttúrustofu Norðurlands vestra í sameiningu

Sveitarfélögin Skagaströnd, Skagafjörður, Húnaþing vestra og Akrahreppur hafa ákveðið að starfrækja í sameiningu Náttúrustofu Norðurlands vestra, ásamt öðrum sveitarfélögum á svæðinu sem kunni að gerast aðilar að stofnuninni. Sveitarfélögin munu að lágmarki leggja til 30% af rekstrarkostnaði náttúrustofunnar á móti framlagi ríkisins og mun skipting framlaganna verða í hlutfalli við íbúafjölda þeirra.
Meira

Indriði Grétarsson formaður Skotvís

Skagfirðingurinn Indriði Ragnar Grétarsson var kjörinn nýr formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvís, á aðalfundi félagsins sem fram fór laugardaginn 25. febrúar sl. Tekur hann við af Dúa J. Landmark en Indriði hefur verið í stjórn síðan 2012 og verið varaformaður félagsins síðustu tvö ár.
Meira

Námskeið í meðferð slökkvitækja

Starfsfólk sundlauga og íþróttahúsa í Skagafirði sátu í dag námskeið í meðferð slökkvitækja hjá Brunavörnum Skagafjarðar. Leiðbeinendur voru þeir Hreiðar Örn Steinþórsson og Guðmundur R. Guðmundsson, slökkviliðsmenn. Þátttakendur á námskeiðinu voru 16 talsins. Á námskeiðinu var farið yfir ýmsar tegundir slökkvitækja og við hvaða aðstæður hver tegund hentar best.
Meira

Skagafjörður hlýtur styrk til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli

Þriðjudaginn 28. febrúar gengu Sveitarfélagið Skagafjörður og Fjarskiptasjóður frá samningi um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli á árinu 2017. Nam styrkupphæðin alls 53.838.800 kr. fyrir 151 tengda staði. Að auki hefur Sveitarfélaginu Skagafirði verið úthlutað 9,8 milljónum úr byggðasjóði til verkefnisins. Því er hér um stórt skref að ræða í átt að ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Skagafirði. Vinna við skoðun og hönnun á þeim svæðum þar sem ljósleiðari verður lagður að þessu sinni er hafin og verður niðurstaða þeirrar vinnu kynnt innan tíðar.
Meira

Fisk Seafood eignast helming í Olís

Útgerðafyrirtækin FISK Seafood á Sauðárkróki og Samherji á Akureyri eiga nú Olíuverzlun Íslands, Olís, að fullu með 50% eignahlut hvort eftir að hafa keypt fjórðungshlut Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Hvor þeirra hafa átt 12,5% hlut í félaginu frá árinu 2012 þegar Fisk og Samherji keytu sig inn í það.
Meira

Smíði Gáskabáta gekk ekki upp

Fyrir skömmu afgreiddi byggðaráð Svf. Skagafjarðar beiðni frá stjórn plastbátafélagsins Mótunar þar sem óskað var eftir því að sveitarfélagið legði fram aukið hlutafé í fyrirtækið að upphæð 12.495.000 kr. Sveitarfélagið á 49% hlut í félaginu á móti Kaupfélagi Skagfirðinga (49%) og Skagafjarðarhraðlestinni (2%).
Meira

Furðuverur á Hvammstanga - Myndasyrpa

Það mikið um að vera á öskudeginum á Hvammstanga eins og lög gera ráð fyrir, syngjandi furðuverur sem sníktu nammi og kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttahúsinu. Meðfylgjandi myndir tók Anna Scheving og sendi Feyki.
Meira

Jómfrúarferð nýja slökkviliðsbílsins í Húnaþingi vestra

Slökkvilið Húnaþings vestra var kallað út í gær þegar eldur kviknaði í sendiferðabíl Flugfélags Íslands við Staðarskála. Þarna var um jómfrúarferð nýja slökkviliðsbílsins að ræða og stóðst hann allar væntingar slökkviliðsmanna.
Meira

Norska gæslan sakar Arnar HU um meintar ýsuveiðar

Frystitogarinn Arnar HU 1 sem er í eigu Fisk Seafood þurfti að sigla að ströndum Noregs í gær þar sem greiða þurfti úr ágreiningi við norsk yfirvöld vegna meintra ýsuveiða togarans í þarlendri lögsögu í febrúar í fyrra. Útgerðin reiddi fram tryggingu og Arnar siglir hraðbyr til veiða á ný.
Meira

Söngur og gleði í sólskininu á Króknum

Litrík og glaðleg börn heimsóttu húsakynni Feykis og Nýprents í morgun og fengu gotterí að launum, enda öskudagur og sólin skein glatt á heiðskírum himni. Krakkarnir létu frostið ekkert á sig fá og voru farnir að skoppa á milli fyrirtækja og verslana um leið og færi gafst.
Meira