Fréttir

Lara belgískur meistari í slaktaumatölti

Lara Margrét Jónsdóttir frá Hofi í Vatnsdal, stefnir á að komast í hollenska landsliðið á Heimsmeistaramótinu í hestíþróttum, sem haldið verður í Hollandi í sumar. Til þess að öðlast keppnisreynslu, og safna sér inn punktum, tók hún þátt í Belgíska Meistaramótinu um síðastliðna helgi á hryssunni Örk frá Hjarðartúni.
Meira

Alþjóðlegi safnadagurinn á fimmtudaginn

Alþjóðlegi safnadagurinn er á fimmtudaginn, 18. maí. Í tilefni hans verður gestum boðið að skoða gamla bæinn í Glaumbæ án endurgjalds. Bærinn verður opinn frá kl. 10:00-16:00. Frá kl. 14:00-16:00 verður stemning í baðstofunni, kveðnar stemmur, gamalt handbragð verður sýnt og börnum kenndir leikir sem leiknir voru í gamla daga.
Meira

Óttaðist að sjúkraflutningamenn væru hættir störfum

„Þau gera ekki boð á undan sér slysin,“ segir Höskuldur B.Erlingsson lögreglumaður á Blönduósi á fésbókarsíðu sinni en hann var á frívakt að koma að sunnan á sínum einkabíl í gærkvöldi. „Við Hólabak lendir skyndilega ein bifreiðin sem að ég er á eftir utan vegar og veltur. Þarna varð ég að taka stjórn á vettvangi þar sem að einungis einn af á þriðja tug manna talaði ensku sem og að hlúa að slösuðum og vera í sambandi við 112,“ segir Höskuldur.
Meira

Vandræðaástand að skapast í sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu

Sex sjúkraflutningamenn í hlutastarfi hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi, hafa sagt upp störfum. Ástæðan er óánægja með kaup og kjör, segir á heimasíðu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Í bókun tvö í síðustu kjarasamningaviðræðum var sannmælst um að endurskoða störf og starfsumhverfi sjúkraflutningamanna, og átti þeirri vinnu að vera lokið fyrir áramót. Sú vinna hefur tafist í ráðuneytunum og virðist það hafa fyllt mælinn, segir á heimasíðunni.“
Meira

Pokastöðvar teknar til starfa í Skagafirði

Pokastöðvar hafa nú tekið til starfa á tveimur stöðum í Skagafirði, í KS Varmahlíð og KS Hofsósi. Eins og Feykir.is hefur áður greint frá tóku nokkrar konur í firðinum sig til í vetur og hófust handa við að sauma innkaupapoka til láns fyrir verslanir í Skagafirði. Afrakstur vetrarins eru þúsund pokar sem hægt verður að fá að láni í verslunum KS í Varmahlíð og á Hofsósi og einnig er ætlunin að opna pokastöð í versluninni Hlíðarkaup.
Meira

Stólarnir sóttu annað stig austur

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli lék annan leik sinni í 2. deildinni í knattspyrnu um liðna helgi. Strákarnir hafa kannski ekki fengið auðveldustu mögulega byrjun á mótinu, í það minnsta varðandi ferðalögin, en fyrsti leikurinn var á Hornafirði en að þessu sinni var haldið austur á Reyðarfjörð og spilað við lið Fjarðabyggðar. Niðurstaðan reyndist 1-1 jafntefli.
Meira

Aukasýningar á Beint í æð

Aðsókn að Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks, Beint í æð, hefur verið góð enda um sprellfjörugan farsa að ræða. Aukasýningar verða annað kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20:00 og á miðvikudagskvöld á sama tíma.
Meira

Listaskóli fyrir ungt fólk á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa samið við Katie Browne, MFA Writing & Integrated Media, um að kanna möguleika á og koma með tillögur að framkvæmd listaskóla fyrir ungt fólk á Norðurlandi vestra. Markmiðið verkefnisins er að efla þekkingu og færni í listum og skapandi greinum hjá áhugasömum börnum og unglingum í landshlutanum með því að veita þeim tækifæri til að styrkja kunnáttu sína og hæfileika á þessu sviði.
Meira

Staðsetning rafhleðslustöðva í Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur fengið úthlutað styrk til uppsetningu tveggja hraðhleðslustöðva í Varmahlíð og á Sauðárkróki á árinu 2017. Á fundi byggðaráðs fyrir helgi var tekin fyrir bókun frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar þar sem fram komu mögulegar staðsetningar á hraðhleðslustöðvum.
Meira

Tengjast þeirra afrek öll ástum, söng og hestum

Í aðdraganda Sæluviku eru hagyrðingar brýndir til að taka þátt í vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga sem notið hefur vinsælda um áratuga skeið. Keppnin er einföld og í engu breytt út af vananum frá ári til árs. Fjöldi þátttakenda hefur ýmist vaxið eða dalað og alltaf matsatriði hvað mönnum þykir ásættanlegur fjöldi. Í ár reyndu þrettán aðilar við fyrripartana og vísnagerðina.
Meira