Tindastólsmenn með kröftugan sigur á Keflvíkingum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.03.2017
kl. 23.33
Það var að duga eða drepast fyrir Stólana í kvöld þegar þeir tóku á móti Keflvíkingum í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar. Það var vel mætt í Síkið og meira að segja hávær hópur Keflvíkinga lét í sér heyra – í það minnsta framan af leik. Stólarnir tóku öll völd á vellinum í öðrum leikhluta og leiddu með 25 stigum í hálfelik. Þeir gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik þrátt fyrir villuvandræði lykilmanna og lönduðu kröftugum sigri, 107-80.
Meira