Fréttir

Tindastólsmenn með kröftugan sigur á Keflvíkingum

Það var að duga eða drepast fyrir Stólana í kvöld þegar þeir tóku á móti Keflvíkingum í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar. Það var vel mætt í Síkið og meira að segja hávær hópur Keflvíkinga lét í sér heyra – í það minnsta framan af leik. Stólarnir tóku öll völd á vellinum í öðrum leikhluta og leiddu með 25 stigum í hálfelik. Þeir gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik þrátt fyrir villuvandræði lykilmanna og lönduðu kröftugum sigri, 107-80.
Meira

Fréttir frá Skagfirskum Strengjum

Það er alltaf nóg að gera hjá nemendum strengjadeildarinnar hjá Tónlistarskóla Skagafjarðar. Auk þess að sinna hinu daglega námi eru margir nemendur að undirbúa stærri próf auk þess sem nemendur hafa verið duglegir að sækja námskeið um land allt.
Meira

Bókelskur bókavörður

Birgir Jónsson, 50 ára bókavörður á Héraðsbókasafninu á Sauðárkróki, svaraði spurningum í Bók-haldinu í 11. tbl Feykis. Birgir hefur stundað nám í sagnfræði og bókmenntafræði en er þó hvorki sagnfræðingur né bókmenntafræðingur eins og ranglega var haldið fram í blaðinu. Nú leggur hann stund á nám í ferðamannaleiðsögn. Óhætt er að segja að Birgir sé víðlesinn og bókasmekkurinn fjölbreytilegur.
Meira

Bjarni Jónasson og Randalín fóru mikinn í gær

Töltkeppni KS-deildarinnar fór fram í gærkvöldi þar sem margar góðar sýningar fóru fram og ný hross vöktu athygli. Í forkeppni hlutu sex hross einkunnina sjö eða hærra. Efstur inn í úrslit var Bjarni Jónasson með Randalín með einkunnina 7,77 en efst inn í b-úrslit kom Fríða Hansen með hryssuna Kviku frá Leirubakka. Kvika var mjög flott á hægu tölti, fasmikil og viljug og reiðmennska Fríðu til fyrirmyndar.
Meira

Góður árangur hjá Grunnskóla Húnaþings vestra

Keppni í skólahreysti hófst þann 14. þessa mánaðar í Mýrinni í Garðabæ þar sem skólar af Vesturlandi og Vestfjörðum riðu á vaðið. Grunnskóli Húnaþings vestra keppti í Vesturlandsriðli ásamt átta öðrum skólum. Leikar fóru þannig að skólinn lenti í þriðja sæti með 36 stig á eftir Brekkubæjarskóla, sem var með 38 stig, og Grunnskóla Stykkishólms sem fór með sigur af hólmi í riðlinum með 38.5 stig.
Meira

Bjarni Jónsson flutti jómfrúarræðuna á Alþingi sl. mánudag

Bjarni Jónsson, varaþingmaður Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur 3. þingmanns Norðurlands vestra, tók sl. mánudag sæti á Alþingi í fyrsta skipti. Reið hann á vaðið í sérstakri umræðu um skipulag haf- og strandsvæða og lagði áherslu á hlutverk sveitarfélaganna og rannsóknastofnana á landsbyggðinni.
Meira

Sjónhorninu seinkar

Af óviðráðanlegum ástæðum þá seinkar útgáfu Sjónhornsins í dag og er beðist velvirðingar á því. Sjónhorninu verður þó dreift á Sauðárkróki í dag þó það geti verið seinna á ferðinni en lesendur eiga að venjast. Hætt er við að sólarhringstöf geti orðið á dreifingu utan Sauðárkróks.
Meira

Gamlir fóstbræður taka lagið í Húnavatnssýslum

Karlakórinn Gamlir fóstbræður heldur tónleika í Blönduósskirkju nk. laugardag, 25. mars og í Félagsheimilinu Hvammstanga daginn eftir. Á Blönduósi mun Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps koma fram með fóstbræðrunum en karlakórinn Lóuþrælar á Hvammstanga.
Meira

Fólki er nóg boðið!

Það logar allt í samfélaginu yfir sveltistefnu stjórnvalda í samgöngumálum Reiði almennings er eðlileg þar sem gífurleg uppsöfnuð þörf er í viðhaldi vega og nýframkvæmdum og á það sama við um hafnir landsins og flugvelli. Álag á vegi landsins heldur áfram að aukast með gríðarlegri aukinni umferð og til landsins streyma ferðamenn sem aldrei fyrr . Áætlað er að á þessu ári komi 2,3 milljónir ferðamanna til landsins sem mun þýða enn frekara álag á vegakerfi landsins sem víða stenst ekki lágmarks öryggiskröfur og uppsöfnuð viðhaldsþörf orðin mikil. Og fólki er sannarlega nóg boðið yfir ástandinu.
Meira

Stefna suður með Bó og meira til - Myndband

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur lokið í bili flutningi sínum á verkefninu "Bó og meira til". Á fésbókarsíðu sinni segir Höskuldur B. Erlingsson, formaður kórsins, að húsfyllir hafi verið á tónleika gærkvöldsins sem haldnir voru í Blönduósskirkju. Eru karlakórsmenn alveg í skýjunum með viðtökurnar.
Meira