Fréttir

Ungt fólk og lýðræði

Dagana 5.-7. apríl mun UMFÍ standa fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði og er þetta í níunda sinn sem UMFÍ stefnur fyrir slíkri ráðstefnu. Að þessu sinni verður hún haldin á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er EKKI BARA FRAMTÍÐIN – UNGT FÓLK, LEIÐTOGAR NÚTÍMANS.
Meira

Fékk uppáhalds söngkonuna í heimsókn

Heiðrún Erla Stefánsdóttir á Sauðárkróki fékk óvænta heimsókn á Barnaspítala Hringsins á dögunum þegar uppáhalds söngkonan hennar birtist óvænt og gaf sér tíma með henni þrátt fyrir annasama daga. Hólmfríður Sveinsdóttur, móðir Heiðrúnar, segir að hún sé mjög hrifin af Svölu og lék hana m.a. á Öskudaginn.
Meira

Guðlaug maður leiksins gegn Tyrklandi

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí lék á Heimsmeistaramóti kvenna 2. deild riðli b sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í síðu viku. Auk Íslands léku lið frá Nýja Sjálandi, Tyrklandi, Rúmeníu, Mexíkó og Spáni
Meira

Úrslit Húnvetnsku liðakeppninnar - Fimmgangur/T2/T7

Annað mót Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram föstudaginn 3. mars þar sem fjólubláa liðið sigraði en fast á hæla þeirra kom það gula. Frábært kvöld og allir kátir segir á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts.
Meira

Ráslistinn fyrir fimmganginn í KS-Deildinni er tilbúinn

Það má segja að um sannkallaða stóðhestaveislu verði að ræða í KS-Deildinni á morgun miðvikudag, en fimmtán stóðhestar eru þá skráðir til leiks í fimmgangi. Keppnin fer fram sem fyrr í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og hefst kl 19:00.
Meira

Opið í Tindastól fram að kvöldmat - Myndband

Vel hefur viðrað til skíðaiðkunar á landinu undanfarið og þá sérstaklega á skíðasvæðinu í Tindastóli. Færið er gott og veðurguðirnir glaðir. Í tilkynningu segir að skíðasvæðið verði opið í dag til klukkan 19:00 en þar er nú hægviðri, -2c og léttskýjað.
Meira

Kaffi Bjarmanes á Skagaströnd er til leigu

Fram kemur á vef Húnahornsins, huni.is að Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir umsóknum um að leigja og reka kaffi-og menningarhúsið Bjarmanes á Skagaströnd. Bjarmanes er gamalt og fallegt steinhús, byggt 1913 en var allt endurbyggt 2004, og í því er aðstaða til kaffihúsreksturs. Húsið stendur miðsvæðis á Skagaströnd og þaðan er afbragðs útsýni yfir höfnina og Húnaflóann.
Meira

Aðalfundur Smára frestast

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að fresta aðalfundi U.Í.Smára (sem á að vera í dag 6. mars) til 13.mars.
Meira

Bætti sinn fyrri árangur í sjöþraut um 256 stig

Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður hjá UMSS, keppti um helgina í sjöþraut karla á skoska meistaramótinu í fjölþrautum sem fram fór í Glasgow. Auk Ísaks kepptu í þrautinni þeir Tristan Freyr Jónsson ÍR, og Blikarnir Ingi Rúnar Kristinsson og Ari Sigþór Eiríksson, en þessir kappar urðu í fjórum fyrstu sætunum á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum í lok janúar sl.
Meira

Skákfélag Sauðárkróks í þriðju deild

Íslandsmóti skákfélaga 2016-2017 lauk um helgina, í Rimaskóla í Grafarvogi en fyrri hluti mótsins fór fram um mánaðarmótin september - október sl. Eftir fyrri umferð sat sveit Skákfélags Sauðárkróks í öðru sæti í fjórðu deild og og hélt því eftir viðureignir helgarinnar og vann sig þar með upp í þá þriðju.
Meira