SSNV úthlutar tæpum 85 milljónum í atvinnu- og menningarstyrki
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
31.05.2017
kl. 08.37
Úthlutun styrkja á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) til menningarmála og atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2017 er lokið. Styrkir eru veittir úr tveimur sjóðum; Uppbyggingarsjóði, þar sem úthlutað var rúmum 67 millj. kr. og Atvinnu- og nýsköpunarsjóði en þar var úthlutað rúmum 17 millj. kr. Í heild bárust 150 umsóknir þar sem óskað var eftir 200 milljónum kr. í styrki. Úthlutað var styrkjum til 90 verkefna. Fyrri úthlutun ársins fór fram í febrúar sl. en þá var úthlutað um 66 millj. kr. Seinni úthlutun var í maí og þá var úthlutað 18,5 millj. kr.
Meira
