Fréttir

Ja hérna hér! Áskorandi - Anna Scheving á Laugarbakka.

Hvað á ég nú að gera með þetta?, var mín fyrsta hugsun þegar ég sá póstinn frá honum Palla. En kæru lesendur Feykis, þið verðið bara að taka viljann fyrir verkið. Æfi mín byrjaði austur á Reyðarfirði en þar sleit ég barnsskónum og nú er ég hérna á draumastaðnum Laugarbakka í Miðfirði, með viðkomu í Hafnarfirði en þangað fór ég með mínum elskulega eiginmanni 16 ára. Þaðan lá leið okkar aftur austur og svo til Vestmanneyja og þar eignuðumst við okkar elskulegu syni. Gerðumst svo flóttafólk, áttum heima þar þegar tók að gjósa.
Meira

Svínakjötspottréttur og Marsipan- eplakaka

Matgæðingurinn Elínborg frá Hóli átti uppskriftir í 11. tölublaði Feykis árið 2015 „Þessar uppskriftir urðu fyrir valinu hjá mér. Báðar eru í uppáhaldi og mikið notaðar, sérstaklega pottrétturinn. Í honum er magnið af hverju hráefni alls ekki heilagt, heldur er um að gera að breyta og bæta eftir því sem smekkur manna býður,“ segir Elínborg Ásgeirsdóttir á Hóli í Skagafirði.
Meira

Helgargóðgætið - Kókosbolludraumur

Kókosbolludraum hafa eflaust allir smakkað og ég held ég geti fullyrt að ég hafi aldrei fengið vondan kókosbolludraum og því mæli ég með að henda í einn svona ef þú veist að þú átt von á gestum. Þessi uppskrift hefur verið notuð við allskonar tilefni í minni fjölskyldu og var í mjög mörg ár eftirrétturinn á jólunum.
Meira

iPhone í vörslu lögreglu

Hjá lögreglunni á Sauðárkróki er iPhone sími sem saknar eiganda síns. Ef einhver kannast við gripinn getur hann vitjað hans á lögreglustöðinni.
Meira

Héraðsþing USVH 2017

Héraðsþing USVH var haldið í Félagsheimilinu Víðihlíð miðvikudaginn 15. mars og sá ungmennafélagið Víðir um utanumhald þingsins að þessu sinni.
Meira

Stærstu nöfnin í íslenskri tónlist á Reykjaströndinni 24. júní

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival fer fram á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði laugardaginn 24. júní. Þetta verður í þriðja skiptið sem hátíðin fer fram og í þetta skiptið verður engu til sparað og rjóminn af vinsælustu tónlistarfólki landsins mun koma þar fram.
Meira

Maggi Már marði Stólana

Það voru mikil vonbrigði fyrir heimamenn að tapa fyrsta leiknum í einvigi Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í kvöld en leikmenn skildu allt eftir í Síkinu í geggjuðum tvíframlengdum körfuboltaleik. Gestirnir litu lengi vel út fyrir að ætla að landa næsta öruggum sigri en Stólarnir sýndu ótrúlega seiglu og náðu að jafna undir lok venjulegs leiktíma og voru síðan hársbreidd frá sigri. Fyrri framlengingin var æsispennandi en í upphafi þeirrar seinni fékk Hester sína fimmtu villu og þá var úti ævintýri. Lokatölur 102-110.
Meira

Heimir á Skagaströnd í kvöld - Myndband

Karlakórinn Heimir í Skagafirði mætir í Hólaneskirkju á Skagaströnd í kvöld með fjölbreytta efnisskrá að vanda. Boðið verður upp á einsöng, tvísöng og kvartett auk hefðbundins kórsöngs. Einsöngvarar eru tveir, Birgir Björnsson og Óskar Pétursson.
Meira

Ert þú tilbúin/n í þessa skótísku?

Já helstu tískuhönnuðirnir geta stundum farið vel fram úr sér þegar þeir eru að setja upp sýningar og þetta er kannski gott dæmi það!
Meira

Forstofuskápur fær nýtt útlit!

Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, íbúi á Sauðárkróki, er einstaklega lagin í höndunum og allt sem hún gerir er vandað og vel heppnað. Hún og maðurinn hennar, Þórður Ingi Pálmarsson, keypti sér íbúð í Raftahlíðinni fyrir nokkrum árum síðan og hafa þau verið að taka allt í gegn í rólegheitunum. Ég er ekki frá því að það væri hægt að gefa út heilt Feykis blað með öllu því sem Sylvía Dögg hefur skapað og er t.d eitt málverk sem hún gaf mér í miklu uppáhaldi hjá mér.
Meira