Fréttir

Sædís ÞH til Skagastrandar

Nýr bátur bættist í flota Skagstrendinga í vikunni þegar Sædís ÞH 305 sigldi til hafnar á Skagaströnd. Báturinn er keyptur frá Húsavík en eigendur hans, þeir Ragnar Már Björnsson og Alex Már Gunnarsson, ætla sér á grásleppu- og strandveiðar í vor. Ragnar sagði í samtali við Feyki í morgun að báturinn hafi reynst vel á leiðinni frá Húsavík, hægt að keyra hann hratt enda blíðuveður.
Meira

Fermingarlína NTC hf

Já NTC hf klikkar seint á fermingarlínunni, enda mikil vinna lögð í að gera hana bæði fallega og stílhreina, fyrir bæði stelpur og stráka. Ég mæli með að fara inná netverslunina þeirra (www.ntc.is) og skoðið hvað er í boði því ég þori að veðja að val á fermingarfötunum er einn af stóru höfuðverkjunum þegar þessi viðburður er í vændum.
Meira

Nýr slökkvibíll í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra hefur fengið afhentan nýjan slökkvibíl af gerðinni Ford F550 4x4 super duty crew cab, árgerð 2017. Bíllinn sem smíðaður er á Ólafsfirði hentar að fullkomlega fyrir starfssvæði Húnaþing vestra þar sem eru langar vegalengdir og víða vegslóðar sem bera ekki hefðbundna slökkvibíla.
Meira

Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2018

Ný stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer í Reykjavík 2018, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins. Áskell Heiðar er menntaður landfræðingur frá Háskóla Íslands, með diplómu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ og MA gráðu í ferðamálafræði og viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og Leeds Metropolitan University. Áskell Heiðar hefur skipulagt fjölda viðburða hérlendis á undanförnum árum t.d. tónlistarhátíðina Bræðsluna, auk þess að stýra Landsmóti hestamanna sem fram fór á Hólum í Hjaltadal sl. sumar. Þá kennir hann einnig viðburðastjórnun og ferðamálafræði við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands.
Meira

Litur ársins 2017 er hressandi og endurnærandi!

Græni liturinn „Greenery“ hefur verið valinn litur ársins, mér til mikillar ánægju. Þetta er einn af mínum uppáhalds, ekki endilega í fatavali, heldur frekar svona andlega. Grænn er litur náttúrunnar, táknar vöxt, sátt, ferskleika og frjósemi og kannski ekki skrítið að þessi litur minnir mig alltaf á sumrið, já elsku sumarið. Það er því um að gera að vefja þessum lit utanum sig á dimmum dögum til að lífga aðeins upp á skammdegið.
Meira

María óheppin í svigkeppni dagsins

Í dag keppti María Finnbogadóttir í svigi á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum í Tyrklandi þessa dagana en var óheppin og lauk ekki keppni. Félagar hennar, Katla Björg Dagbjartsdóttir, varð hins vegar í 18.sæti með tímann 1:55.28 og Harpa María Friðgeirsdóttir í því 26. með tímann 2:01.42. Sigurvegari dagsins var Nika Tomsic frá Slóveníu með tímann 1:48.64.
Meira

Félagsvist í safnaðarheimilinu á Sauðárkróki

Munið spilin í safnaðarheimilinu á Sauðárkróki sunnudaginn 19. febrúar kl. 15:15. Verðlaun og kaffiveitingar. Aðgangseyrir er kr. 1500 og rennur til söfnunar fyrir bættu aðgengi í safnaðarheimilinu. Kort ekki tekin. Feykir hvetur alla til að mæta og styðja gott málefni.   
Meira

Verðlaunahafar í Grunnskólanum austan Vatna - Íþróttamiðstöð á Hólum og á Hofsósi

Nemendur 8. - 10. bekkjar í Grunnskólanum austan Vatna tóku nýlega þátt í verkefni sem ber yfirheitið Landsbyggðarvinir. Verkefnið miðar að því nemendur leiti leiða til að efla og styrkja heimabyggð sína með því að leggja fram sínar eigin hugmyndir, tillögur til úrbóta, fylgja þeim eftir og framkvæma.
Meira

Milljarður rís 2017

Dansbylting UN Women verður í Félagsheimilinu Hvammstanga 17. febrúar kl. 12-13. Ofbeldi gegn konum er vandamál um allan heim – tökum afstöðu gegn ofbeldinu, mætum og dönsum! Í ár er heiðruð minning Birnu Brjánsdóttur.
Meira

Messa í Glaumbæjarkirkju 19. febrúar kl. 11:00

Þau leiðu mistök urðu í auglýsingu um messu í Glaumbæjarkirkju nk. sunnudag að nafn mánaðarins misritaðist.
Meira