Fréttir

Stólarnir skinu skært gegn ljóslausum Stjörnumönnum

Stjörnumenn fengu á baukinn í Síkinu í kvöld þegar þeir lentu í klónum á baráttuglöðum Tindastólsmönnum í toppslagnum í Dominos-deildinni. Stólarnir náðu yfirhöndinni þegar leið að hálfleik og áttu síðan geggjaðan þriðja leikhluta sem skóp öruggan sigur. Lokatölur voru 92-69 og lið Tindastóls situr nú í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR-ingum.
Meira

Ótrúlega fallegur tíglaveggur

Eins og margir aðrir þá get ég alveg gleymt mér inná facebook síðunni Skreytum hús. En þar er fólk að setja inn t.d myndir af einhverju sem það hefur verið að dunda sér við að breyta og bæta og útkoman er oftar en ekki einstaklega falleg.
Meira

Ferðamálafréttir af Norðurlandi vestra

Davíð Jóhannsson, ráðgjafi á sviði ferðamála hjá SSNV, hafði samband og óskaði eftir að eftirfarandi upplýsingum yrði komið á framfæri:
Meira

Stórgóðir konudagstónleikar í Miðgarði

Kvennakórinn Sóldís bauð upp á stórgóða tónleika í gær á konudaginn í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Dagskráin bauð upp á fjölbreytt lagaval; klassísk óperukórverk, dægurlög og þjóðlög á ýmsum tungumálum. Að venju var svo boðið upp á dýrindis veisluhlaðborð í lokin. Ragnheiður Petra Óladóttir þreytti frumraun sína sem einsöngvari með kórnum.
Meira

Krúttmyndband dagsins - skylduáhorf!

Þetta er hún Klara Diljá Gunnarsdóttir en hún er aðeins 10 mánaða gömul. Í myndbandinu hér fyrir neðan sést hún dansa við rokkhljómsveitina ACCEPT sem afi hennar, Halldór, er mikill aðdáandi að. Það er alveg greinilegt að hún verður jafn góður aðdáandi þessarar hljómsveitar eins og afinn, því taktarnir eru komnir á hreint nú þegar. Foreldrar Klöru Diljár eru Harpa Katrín Halldórsdóttir og Gunnar Tjörvi Ingimarsson sem búa á Sauðárkróki.
Meira

Kemi semur við Fjölnet

Kemi hefur samið við Fjölnet að sjá um tæknimál fyrirtækisins. Samningurinn felur í sér að Fjölnet hefur umsjón með net og öryggismálum, Office 365, útstöðvum, prentþjónustu og almennri tölvuþjónustu. Einnig veitir samningurinn starfsfólki Kemi aðgang að þjónustuborði Fjölnets.
Meira

Liðskynning KS deildarinnar - Mustad

Fjórða liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni er lið Mustad en þar er liðstjórinn Sina Scholz. Sina stundar tamningar á Sauðárkróki en hún er útskrifaður reiðkennari frá Hólum og hefur unnið hjá nokkrum fremstu knöpum landsins. Hún vakti athygli í fyrra með hest sinn Nóa frá Saurbæ.
Meira

Sjómenn samþykktu naumlega

Sjómannaverkfalli lauk í gær eftir að sjómenn höfðu samþykkt nýgerðan kjarasamning með naumum meirihluta atkvæða eða 52,4 prósent. Á kjörskrá voru 2.214 en 1.189 þeirra tóku þátt 623 samþykktu samninginn eða 53,7 prósent. 558 sögðu nei eða 46,9%, auð og ógild atkvæði voru 8 eða 0,7%. Þeir sjómenn sem Feykir ræddi við voru langt frá því að vera sáttir með samninginn.
Meira

Stórleikur í Síkinu á mánudagskvöldi

Það verður toppslagur í Dominos-deildinni í körfubolta mánudagskvöldið 20. febrúar en þá koma Stjörnumenn í heimsókn í Síkið og munu kljást við baráttuglaða Tindstólsmenn. Stjarnan er sem stendur á toppi deildarinnar með 26 stig, líkt og KR. Stólarnir eru skrefinu á eftir með 24 stig og geta með sigri styrkt stöðu sína ennfrekar fyrir úrslitakeppnina. Góður stuðningur stuðningsmanna Stólanna er því mikilvægur og um að gera að fjölmenna í Síkið.
Meira

Æfingar hafnar hjá Leikfélagi Hofsóss

Æfingar standa nú yfir hjá Leikfélagi Hofsóss á leikritinu Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman. Leikritið er ólíkindagamanleikur sem gerist á heimili fullorðinnar ekkju sem finnur minnislausan mann í framsætinu á bílnum sínum og tekur hann með sér heim.
Meira