Stefán Vagn verður uppvís af ósannindum og blekkingum
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
04.05.2017
kl. 09.28
Í viðtali við Stefán Vagn formann byggðaráðs í Feyki um Blöndulínu 3, er haft eftir honum að línan muni "tengjast tengivirki í Varmahlíð sem tengist svo áfram m.a. í jarðstreng út á Sauðárkrók og þar með verður komið mun meira raforkuöryggi á svæðið". Þetta er einfaldlega rangt þar sem Blöndulína 3 mun liggja í að minnsta kosti 3 km fjarlægð frá umræddu tengiviki og tengist Skagafirði því ekki. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd úr umhverfismati línunnar. Það er einnig rangt að halda því fram að sveitarfélagi beri að greiða umframkostnað ef það setur þá stefnu að línuna skuli leggja í jörð. Hvaðan kemur þessi fróðleikur?
Meira
