Telur að Rússlandsmarkaður opnist fyrr en varir
feykir.is
Skagafjörður
23.02.2017
kl. 08.54
Þrátt fyrir að Rússlandsmarkaður sé lokaður fyrir fiskafurðir, m.a. frá Íslandi, er ekkert sem bannar innflutning á öðrum matvælum eins og á kjöti og mjólkurafurðum. Reynt hefur verið að selja Rússum og þeirra nágrönnum íslenskt lambakjöt og eru tækifærin mörg og víða. Einn af þeim sem farið hafa í austurveg í þeim tilgangi er Jón Daníel Jónsson matreiðslumaður á Sauðárkróki. Hann er nýkominn heim úr einum slíkum túr og fékk blaðamaður Feykis hann til að segja frá verkefninu í ítarlegu viðtali í blaði vikunnar.
Meira