Fréttir

Telur að Rússlandsmarkaður opnist fyrr en varir

Þrátt fyrir að Rússlandsmarkaður sé lokaður fyrir fiskafurðir, m.a. frá Íslandi, er ekkert sem bannar innflutning á öðrum matvælum eins og á kjöti og mjólkurafurðum. Reynt hefur verið að selja Rússum og þeirra nágrönnum íslenskt lambakjöt og eru tækifærin mörg og víða. Einn af þeim sem farið hafa í austurveg í þeim tilgangi er Jón Daníel Jónsson matreiðslumaður á Sauðárkróki. Hann er nýkominn heim úr einum slíkum túr og fékk blaðamaður Feykis hann til að segja frá verkefninu í ítarlegu viðtali í blaði vikunnar.
Meira

Höfrungar í hópum

Þessi höfrungavaða var að leik á Skagafirðinum í byrjun mánaðarins þegar Höskuldur Hjálmarsson á Skáley SK 32 var þar á veiðum. Að sögn Höskuldar er óvenjulegt að sjá svo marga höfrunga en líkleg ástæða sé loðnan sem þeir sækja í.
Meira

KS deildin í hestaíþróttum hefst í kvöld – konurnar í meirihluta keppenda

Fyrsta keppni KS-Deildarinnar hefst í kvöld kl 19:00 í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli sigruðu þessa grein glæsilega í fyrra og mæta þau aftur í höllina á morgun. Athygli vekja ungar hátt dæmdar hryssur sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni. Þarna eru líka reyndir keppnishestar og gefur ráslistinn góð fyrirheit um spennandi keppni.
Meira

Skipulagslýsing íþróttasvæðisins á Sauðárkróki

Skipulagslýsing vegna gerðar deiliskipulags fyrir íþróttasvæðið á Sauðárkróki er nú til kynningar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa í ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Meira

Vegagerð og eignanám

Áskorendapistill - Kristín Ásgerður Blöndal Í gegn um tíðina hef ég velt fyrir mér hvernig og hvers vegna ríkisvaldið leggur hald eignir fólks. Ástæður þess eru mismunandi, en vegagerð er þó langalgengasta ástæðan.
Meira

Liðskynning KS deildarinnar - Lífland

Sjöunda og síðasta liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni er lið Líflands. Tamningakonan og tveggja barna móðirin Fanney Dögg Indriðadóttir úr Húnaþingi er liðsstjóri þess en hún hefur verið á keppnisbrautinni frá unga aldri og ætíð staðið sig vel. Fanney vekur ávallt athygli fyrir fágaða reiðmennsku og er útskrifaður reiðkennari frá Hólum.
Meira

Liðskynning KS deildarinnar - Draupnir-Þúfur

Sjötta og næst síðasta liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni er Draupnir-Þúfur og viðeigandi að liðsstjórinn sé Mette Mannseth. Mette mætir örugglega vel hestuð í allar greinar enda er hún ætíð vel undirbúin fyrir keppnir svo það má vænta mikils af henni í vetur.
Meira

Einar Örn Gunnarsson söng til sigurs

Söngkeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var haldin á sal skólans föstudaginn 17. febrúar sl. fyrir fullu húsi áhorfenda. Ellefu flytjendur fluttu tíu lög, hvert öðru betra, eins og segir á vef skólans. Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, sem sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, flutti lag sem gestur og vann hug og hjörtu áhorfenda.
Meira

Tveir skagfirskir Íslandsmeistarar

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík um helgina, 18. - 19. febrúar. Þrír Skagfirðingar tóku þátt í mótinu, þau Ísak Óli Traustason, Sveinbjörn Óli Svavarsson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir.
Meira

Liðskynning KS deildarinnar - Hofstorfan 66°norður

Fimmta liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni er Hofstorfan 66°norður en þar er stórbóndinn Elvar E. Einarsson liðsstjóri og hefur aga á sínu liði. Elvar er nánast óþarft að kynna, mikill keppnismaður sem gefur ekkert eftir þegar í brautina er komið. Snjall skeiðreiðarmaður.
Meira