Um síðustu mánaðamót urðu eigendaskipti á Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki þegar Hrafnhildur Skaptadóttir tók við rekstrinum af Brynhildi Sigtryggsdóttur, eða Binný í Blómabúðinni, sem hafði rekið búðina um árabil. Eins og kunnugir vita er Hrafnhildur þó enginn nýgræðingur í blómaversluninni þar sem hún hefur starfað í búðinni hjá Binný undanfarin níu ár.
Karlakórinn Lóuþrælar mun stíga á stokk og syngja í Blönduóskirkju nk. mánudag 24. apríl kl. 21:00. Söngstjóri er Daníel Geir Sigurðsson, undirleikur: Elinborg Sigurgeirsdóttir, píanó Ellinore Andersson, fiðla og einsöngvarar Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson.
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
22.04.2017
kl. 08.00
Sumardagurinn fyrsti er nú liðinn og góða veðrið rétt handan við hornið. Þá er rétt að rifja upp þrjár uppskriftir að óviðjafnanlegum kryddlegi sem birtust í 16. tölublaði Feykis 2015 og óhætt er að mæla með. Það er ekkert sem jafnast á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi.
Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið á morgun laugardaginn 22. apríl 2017 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Keppt verður í þremur riðlum í aldursflokkum 40+ og 30+. Alls keppa tólf lið á mótinu sem koma alls staðar að af landinu.
Þann 15. apríl sl. opnaði ný verslun á Blönduósi sem þau hjón Edda Brynleifsdóttir og Þorsteinn Hafþórsson reka í húsnæði því er áður hýsti Vínbúðina. Verslunin er að Aðalgötu 8. Í versluninni verður alls konar handverk til sölu ásamt veiðiútbúnaði og veiðileyfum í ýmis vötn á svæðinu. Það er Húni.is sem segir frá.
Á Vísi.is er sagt frá því að lýstar kröfur í þrotabú Sjávarleðurs á Sauðárkróki hafi numið 419,7 milljónum króna en einungis 59 milljónir hafi fengist greiddar. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 30. júní á seinasta ári og að skiptum hafi lokið 28. mars síðastliðinn. Eignir félagsins voru fasteignin Borgarmýri 5 á Sauðárkróki og veðsettur lager og vörubirgðir. Fasteigninni var ráðstafað til veðhafa á veðhafafundi auk þess sem samþykkt var tilboð í lager og birgðir á veðhafafundi þannig að af eignum félagsins greiddust einungis veðkröfur. Lýstar veðkröfur námu 296 milljónum króna og fengust eins og áður segir 59 milljónir upp í þær.
Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga hafði í nógu að snúast þegar veturinn kvaddi og sumarið heilsaði en á miðvikudagskvöld var hún kölluð út vegna fólks sem var í vandræðum vegna óveðurs á Holtavörðuheiði. Útkallið vatt upp á sig því flutningabíll valt á sama tíma og voru allir viðbragðsaðilar á svæðinu, lögregla, slökkvilið, sjúkrabíll og liðsmenn björgunarsveitanna Heiðari, Blöndu og Strönd komnir á heiðina líka innan skamms.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir lög um gatnagerðargjald en 1. júlí næstkomandi verða liðin 10 ár frá því að lögin gengu í gildi. Á vef ráðuneytisins kemur fram að talið sé tímabært að fara yfir reynsluna af framkvæmd laganna meðal annars með hliðsjón af fyrirliggjandi dómum og úrskurðum.
Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi og gleðilega páskahátíð. Amen.
“Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi því slíkra er Guðs ríki.” Svo mælti Jesús eitt sinn þegar lærisveinar hans vörnuðu börnunum því að komast nálægt honum. Hann talaði oft um börnin, og hvatti fullorðna fólkið stundum til þess að verða eins og börn. Börnin voru í hans huga saklaus og hrein og tilbúin að treysta öðrum. Þau komu til dyranna eins og þau voru klædd og sögðu sína skoðun. En um leið höfðu þau enga sérstaka verðleika til þess að hrósa sér af.
Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins er hann talinn hafa verið ríflega 11 milljónir tonna. Það er ríflega fjórfföld aukning.
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Friðrik Margeir Friðriksson er Skagfirðingur í húð og hár, býr á Sauðárkróki og af hinum eðalárgangi 1960. Margeir segist klæmast á kassagítar og basla við bassaleik og leikur hann núna í húsbandi Leikfélags Sauðárkróks en verið er að æfa nýtt leikrit sem samið er í kringum lög Geirmundar Valtýssonar. Margeir settist við tölvuna og svaraði nokkrum laufléttum spurningum í Tón-lystinni.