Mikilvægt er að íbúum á sambýlinu á Blönduósi verði gefinn kostur á að búa í eigin íbúð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
18.02.2017
kl. 08.40
Færðar hafa verið fréttir af því að vistmenn á sambýlinu á Blönduósi hafi verið beittir þvingun og nauðung af starfsfólki sambýlisins en réttindagæslumaður fatlaðra á Norðurlandi lét starfsmenn réttindavaktarinnar vita af ástandinu. Þetta kemur fram í úrskurði sérfræðiteymis velferðarráðuneytisins frá seinasta ári. Sveitarfélagið Skagafjörður tók við ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í Húnavatnssýslum í ársbyrjun 2016 og var það gert með samningi allra sjö sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk.
Meira