Fréttir

Mikilvægt er að íbúum á sambýlinu á Blönduósi verði gefinn kostur á að búa í eigin íbúð

Færðar hafa verið fréttir af því að vistmenn á sambýlinu á Blönduósi hafi verið beittir þvingun og nauðung af starfsfólki sambýlisins en réttindagæslumaður fatlaðra á Norðurlandi lét starfsmenn réttindavaktarinnar vita af ástandinu. Þetta kemur fram í úrskurði sérfræðiteymis velferðarráðuneytisins frá seinasta ári. Sveitarfélagið Skagafjörður tók við ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í Húnavatnssýslum í ársbyrjun 2016 og var það gert með samningi allra sjö sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk.
Meira

Brúðuleiksýningin Tröll í Bifröst á morgun

Brúðuleiksýningin Tröll, sem er ljóðrænt og heillandi brúðuleikhús fyrir börn, verður sýnt í Bifröst á morgun klukkan 17. Það er brúðuleikhúsið Handbendi, sem er atvinnuleikhús á Hvammstanga, sem setur upp sýninguna.
Meira

Er verkfall að leysast?

Mikil pressa er nú á stjórnvöld um að leggja sitt á vogarskálarnar til að sjómannaverkfallið megi leysast sem fyrst en krafa er um að að fæðispeningar sjómanna verði skattfrjáls til samræmis við dagpeninga hins almenna launamanns. Mbl.is segir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi ætlað að heyra í sjómönnum í dag og víst er að margir eru vongóðir um árangur.
Meira

14 milljónir til að ljúka iPadvæðingu

Í vikunni veitti verkefnisstjórn Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði Fræðsluþjónustu Sveitarfélagsins Skagafjarðar styrk að upphæð 7 milljónir króna til að unnt væri að ljúka innleiðingu iPadvæðingu skólanna í Skagafirði. Kemur fjárhæðin á móti jafnháu framlagi sveitarfélagsins sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun þessa árs.
Meira

Helgargóðgætið

Er ekki vel við hæfi að setja inn uppskrift af gómsætri tertu svona af því að það er Konudagurinn á sunnudaginn. Eiginmenn og unnustar nú er tími til að
Meira

Samkaup Úrval á Skagaströnd verður Kjörbúðin

Að undangenginni mikilli vinnu og framkvæmd kannana verður Samkaups verslunum víða um land breytt á komandi mánuðum og munu mynda nýja keðju sem heitir Kjörbúðin. Meðal þeirra er Samkaup Úrval á Skagaströnd sem opnar í dag.
Meira

Tæpar 66 milljónir í styrki

Uppbyggingarsjóður og Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarverkefna Fimmtudaginn 16. febrúar sl. voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í veitingahúsinu Sjávarborg á Hvammstanga. Alls bárust 107 umsóknir þar sem óskað var eftir rúmum 135 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til 64 aðila, alls að upphæð tæpar 56,6 millj. kr. Við sama tækifæri voru einnig veittir styrkir úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra. Alls bárust sjö umsóknir þar sem óskað var eftir tæpum 17 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til þriggja aðila, samtals að upphæð 9,4 millj. kr.
Meira

Hester lék lausum hala í Hólminum

Tindastólsmenn fóru giska létt með botnlið Snæfells þegar liðin áttust við í Dominos-deildinni í Stykkishólmi í kvöld. Heimamenn héngu í stuttbuxum Stólanna fyrstu tólf mínúturnar en síðan skildu leiðir. Snæfellingar réðu ekkert við Antonio Hester sem gerði 43 stig í leiknum og lék á allsoddi. Lokatölur 59-104.
Meira

Liðskynning KS deildarinnar - Íbess/TopReiter

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks í KS-deildinni er Íbess/TopReiter. Jóhann B. Magnússon kúabóndi á Bessastöðum í Húnaþingi vestra er liðsstjórinn, harðsnúinn keppnismaður, fluglaginn og vel hestaður. Litli bróðir Jóa, Magnús Bragi Magnússon á Íbishóli, er þarna innanborðs, þekktur um allan heim og kemur sífellt á óvart.
Meira

Sóldísir með tónleika á konudaginn

Nú fer mildum þorra að ljúka og góan tekur við en fyrsti dagur þess mánaðar er hinn ljúfi konudagur sem er nk. sunnudag. Þann dag hafa konurnar í kvennakórnum Sóldís í Skagafirði tileinkað söng og munu þess vegna halda konudagstónleika í Menningarhúsinu Miðgarði. Feykir leit við á æfingu og forvitnaðist um tónleikana og kórinn.
Meira