Ljósadagur í Skagafirði í dag
feykir.is
Skagafjörður
12.01.2017
kl. 10.06
Ljósadagur verður haldinn í þriðja sinn í Skagafirði í dag. Eru íbúar hvattir til að vera samtaka og hafa kertaljós á gangstétt við hvert hús þennan dag og minnast þannig látinna ástvina með því að kveikja ljós í skammdeginu. Þá verður Sauðárkrókskirkja opin frá kl. 16-18 og fólki boðið að koma og tendra ljós til minningar um látna ástvini.
Meira