Bjarni Jónasson og Randalín fóru mikinn í gær
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
22.03.2017
kl. 10.51
Töltkeppni KS-deildarinnar fór fram í gærkvöldi þar sem margar góðar sýningar fóru fram og ný hross vöktu athygli. Í forkeppni hlutu sex hross einkunnina sjö eða hærra. Efstur inn í úrslit var Bjarni Jónasson með Randalín með einkunnina 7,77 en efst inn í b-úrslit kom Fríða Hansen með hryssuna Kviku frá Leirubakka. Kvika var mjög flott á hægu tölti, fasmikil og viljug og reiðmennska Fríðu til fyrirmyndar.
Meira
