Fréttir

Nýársfagnaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórsins

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórinn halda sameiginlegan nýársfagnað í Húnaveri laugardaginn 14. janúar. Á dagskrá er kórsöngur, kvöldverður, skemmtiatriði og hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi.
Meira

Salbjörg Ragna er íþróttamaður USVH 2016

Kjöri Íþróttamanns ársins hjá USVH var lýst í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga fimmtudaginn 29. desember. Þar var Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuknattleikskona hjá Keflavík kjörin Íþróttamaður USVH árið 2016.
Meira

Hard Wok Cafe gefur yngri iðkendum gjafabréf

Á heimasíðu Tindastóls segir að Hard Wok Cafe á Sauðárkróki sé öflugur styrktaraðili körfuknattleiksdeildar Tindastóls en á dögunum fengu iðkendur yngri flokka gjafabréf frá fyrirtækinu.
Meira

Frísklegt sjávarbað á Þrettándanum

Á föstudaginn eru allir hvattir til að fá sér frísklegt sjávarbað á Þrettándanum. Verður komið saman norðan við nýja hafnargarðinn í smábátahöfninni á Sauðárkróki klukkan 12 á hádegi föstudaginn 6. janúar.
Meira

Vel mætt hjá Rúnari Má

Fótboltakappinn Rúnar Már Sigurjónsson var gestur knattspyrnudeildar Tindastóls í Húsi frítímans nú rétt fyrir áramótin. Sagði hann frá knattspyrnuferli sínum og þátttöku hans með landsliðinu á EM í sumar. Fjölmenntu ungir og áhugasamir knattspyrnuiðkendur af báðum kynjum sem vildu heyra hvað atvinnumaðurinn hefði að segja. Rúnar Már dró ekkert undan og var ekkert að fegra lífið í atvinnumennskunni sem getur verið erfitt og einmanalegt á köflum þó margar góðar stundir væri það sem gerði atvinnumennskuna spennandi.
Meira

Samfélagsviðurkenningar 2016 í Húnaþingi vestra

Félagsmálaráð Húnaþings vestra leitar til íbúa svæðisins um ábendingar vegna samfélagsviðurkenningar fyrir árið 2016. Allir koma til greina, jafnt einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök. Tilnefningar skulu berast fjölskyldusviði sveitarfélagsins með rökstuðningi og er íbúum frjálst að senda inn nafnlausar tilnefningar. Tilkynningar þurfa að berast fyrir 10. janúar næstkomandi.
Meira

Á þriðja hundrað þreyttu gamlárshlaup

Vel á þriðja hundrað manns þreyttu gamlárshlaup á Sauðárkróki sem að vanda hófst kl 13 á gamlársdag. Það var Árni Stefánsson, sem haldið hefur úti skokkhóp á staðnum í rúm 20 ár sem ræsti hlaupið með rakettu. Að þessu sinni tóku 269 þátt, sem er örlítið færri en í fyrra en þá var slegið þátttökumet og veður mun betra en í ár.
Meira

Eiríkur Rögnvaldsson sæmdur riddarakrossi

Skagfirðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson prófessor var í gær sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, sem forseti Íslands afhenti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Riddarakrossinn hlaut Eiríkur fyrir fram til íslenskra málvísinda og forystu á sviði máltækni.
Meira

Vilko og Prima nýir viðskiptavinir Fjölnets

Flestir landsmenn þekkja Vilko og vörur sem framleiddar eru undir merkjum Vilko, svo sem súpur, grautar og vöfflur svo dæmi sé tekið. Vilko var stofnað árið 1969 en framleiðslan fer öll fram á Blönduósi. Prima hefur frá árinu 2008 framleitt vörur sem krydda tilveruna með yfir 60 tegundum af kryddi og kryddblöndum. Prima kryddvörurnar eru framleiddar hjá Vilko á Blönduósi.
Meira

Höfðingleg gjöf frá Hrútey ehf.

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi fengu sl. fimmtudag afhenta höfðinglega gjöf frá Hrútey ehf. Gjöfin er til minningar um Höllu Jökulsdóttur frá Núpi sem lést 16. september síðastliðinn.
Meira