Hafdís HU 85 sökk í Skagastrandarhöfn
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
09.01.2017
kl. 16.19
Báturinn Hafdís HU 85, sem er 10 tonna bátur með heimahöfn á Blönduósi, sökk í Skagastrandarhöfn. Þegar Feykir hafði samband við Þóreyju Jónsdóttur hafnarvörð fyrir um fjögur leytið í dag sagðist hún hafa lesið um atvikið á vef Morgunblaðsins og sér væri ekki kunnugt um af hverju báturinn sökk. Henni var ekki kunnugt um hvort báturinn hefði sokkið í nótt eða í dag.
Meira