Fréttir

Hafdís HU 85 sökk í Skagastrandarhöfn

Báturinn Hafdís HU 85, sem er 10 tonna bátur með heimahöfn á Blönduósi, sökk í Skagastrandarhöfn. Þegar Feykir hafði samband við Þóreyju Jónsdóttur hafnarvörð fyrir um fjögur leytið í dag sagðist hún hafa lesið um atvikið á vef Morgunblaðsins og sér væri ekki kunnugt um af hverju báturinn sökk. Henni var ekki kunnugt um hvort báturinn hefði sokkið í nótt eða í dag.
Meira

Málþing um Harald Bessason á 30 ára afmæli Háskólans á Akureyri

Formleg afmælisdagskrá Háskólans á Akureyri hefst föstudaginn 13. janúar með málþingi sem nefnist Haraldur Bessason og mótunarárin. Erindi verða flutt um Harald Bessason sem fræðimann og kennara, svo og fyrstu ár skólans út frá sjónarhóli starfsmanns og nemanda, auk þess sem rektor skólans mun fjalla um framtíðarsýnina.
Meira

Jólin kvödd á Barnabóli

Á föstudaginn kvöddu börn og starfsfólk á Barnabóli jólin og héldu þrettándann hátíðlegan. Foreldrar komu og borðuðu piparkökur og drukku heitt súkkulaði með börnum sínum í kring um varðeld og fengu að heyra fallegan söng
Meira

Húsið Tilraun jólahús ársins á Blönduósi

Á síðasta degi jóla tilkynnti vefurinn Húnahornið um val lesenda á Jólahúsi ársins 2016 á Blönduósi. Flestir sem tóku þátt í jólaleiknum völdu Aðalgötu 10 – Tilraun. Húsið, sem er fallega skreytt jólaljósum í látlausum en smekklegum stíl, stendur í gamla bænum, sunnanmegin við gömlu kirkjuna undir brekkunni við Aðalgötu og er í eigu Bjarna Pálssonar og Huldu Leifsdóttur. Að þessu sinnu fengu frekar fá hús tilnefningar en þeirra á meðal má nefna Brekkubyggð 17 og 24, Húnabraut 10 og Heiðarbraut 9.
Meira

Óvíst hvaða lægð stjórni veðrinu næstu daga

Vaxandi norðaustanátt er í kortum Veðurstofunnar fyrir Strandir og Norðurland vestra en í nótt er gert ráð fyrir 15-23 m/s, hvassast á annesjum og Ströndum. Víða snjókoma, en slydda við sjóinn til morguns. Minnkandi vindur og úrkoma síðdegis á morgun. Norðaustan 8-13 og él annað kvöld, en hægari og þurrt að kalla í innsveitum.
Meira

Styrkir til meistaranema

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki eftir því sem kemur fram á heimasíðu sambandsins.
Meira

Draugagangur í Síkinu

Lið Tindastóls og KR buðu upp á geggjaðan körfuboltaleik í Síkinu í kvöld þar sem liðin áttust við í 12. umferð Dominos-deildarinnar. Tindastólsmenn spiluðu frábærlega með Pétur Birgis í ofurstuði í fyrri hálfleik og voru hreinlega búnir að jarða Vesturbæingana. En þeir risu upp í síðari hálfleik, héldu haus og með Jón Arnór óstöðvandi komust þeir með mikilli seiglu inn í leikinn. Síðustu fjórar mínúturnar sprungu Stólarnir á limminu og KR gerði á þeim kafla 21 stig gegn fimm stigum Tindastóls og unnu leikinn 87-94!
Meira

Brúðuleiksýningin Tröll frumsýnd á Akureyri í febrúar

Brúðuleiksýningin Tröll, sem er ljóðrænt og heillandi brúðuleikhús fyrir börn, verður frumsýnt í Menningarfélagi Akureyrar í Hofi á Akureyri 11. febrúar næstkomandi. Það er brúðuleikhúsið Handbendi, sem er atvinnuleikhús á Hvammstanga, sem setur upp sýninguna.
Meira

Tindastóll - KR í kvöld – Allir í Síkið!

Það má búast við baráttuleik þegar KR mætir Tindastóli í Síkinu í kvöld. Tindastóll sat á toppi úrvalsdeildarinnar yfir jólin með 18 stig líkt og Stjarnan sem steig eitt fet áfram í gær eftir sigurleik gegn Þór Akureyri. KR nartar í hæla Tindastóls með 16 stig og nú hefur verið uppljóstrað að landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson muni leika sinn fyrsta leik með KR síðan árið 2009.
Meira

Þrír af hverjum fjórum fjarnemum við HA búa áfram í heimabyggð

Þrír af hverjum fjórum fjarnemum við Háskólann á Akureyri búa áfram í heimabyggð fimm árum eftir brautskráningu. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af Þóroddi Bjarnasyni, Inga Rúnari Eðvarðssyni, Ingólfi Arnarsyni, Skúla Skúlasyni og Kolbrúnu Ósk Baldursdóttur. Greinin birtist í Tímariti um uppeldi og menntun og ber heitið „Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla“.
Meira