Fréttir

Unnið að deiliskipulagi fyrir Kolugljúfur

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur með samþykki landeigenda ákveðið að gera deiliskipulag fyrir Kolugljúfur í Víðidal og aðliggjandi umhverfi. Markmiðið með fyrirhuguðu skipulagi er að bæta aðgengi, upplýsingar, öryggi og umferð ferðamanna um skipulagssvæðið. Það verður m.a. gert með skipulagningu bílastæða, staðsetningu þjónustu-og salernishúss, útsýnispalla, göngubrúa, stíga, skilta og annarra tilheyrandi mannvirkja.
Meira

Sæðingar meðal annars-Bloggsíðan sveito.is

Sigríður Ólafsdóttir, bóndi og ráðunautur í Víðidalstungu í Húnaþing vestra, opnaði um áramótin skemmtilega bloggsíðu þar sem hún leitast við að lýsa hinu daglega lífi í sveitinni. Feykir fékk leyfi til að vekja athygli á þessu bloggi og birta nýjustu færsluna, sem ber yfirskriftina Sæðingar meðal annars. Á blogginu er líka að finna orðabók sem útskýrir ýmis orð sem tengjast sauðfjárbúskap og upplýsingar um kindurnar á bænum. Gefum Sigríði orðið:
Meira

Mamma Mia endurtekin

Árshátíð nemenda eldri bekkja Varmahlíðarskóla var haldin sl. föstudagskvöld í Menningarhúsinu Miðgarði. Þar var sett á svið hinn geysivinsæli söngleikur Mamma Mia og er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn. Vegna góðrar aðsóknar og fjölda áskorana hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn og verður aukasýning á morgun, fimmtudaginn kl. 17:00.
Meira

„Notalegt að tilheyra þessu samfélagi“

Ástralski rithöfundurinn Hannah Kent, sem margir Íslendingar þekkja sem höfund metsölubókarinnar Náðarstund (Burial Rites) heimsótti Sauðárkrók um jólin, ásamt foreldrum sínum og systur. Þar er hún aldeilis ekki ókunnug því árið 2003 dvaldi hún þar sem skiptinemi á vegum Rótarý samtakanna og hefur síðan haldið tengslum við eina af fjölskyldunum sem hún dvaldi hjá og komið nokkrar ferðir til Íslands.
Meira

Anna og Friðfinnur með reiðnámskeið

Reiðnámskeið verður haldið í Hrímnishöllinni við Varmalæk í Skagafirði þann 17. til 19. febrúar nk. Kennt verður í einkatímum þar sem styrkleiki og veikleiki hvers knapa og hests eru metin og unnið með það í framhaldinu.
Meira

Úr vörn í sókn

Í upphafi nýs árs óska ég íbúum á Norðurlandi vestra heilla með þeirri von að árið 2017 verði okkur öllum heilladrjúgt.
Meira

Fjölbreytt starfsemi Farskólans í föstudagsþættinum á N4

Í föstudagsþættinum á N4 síðastliðinn föstudag var rætt við Bryndísi Kristínu Þráinsdóttur forstöðumann Farskólans. Þar segir Bryndís frá því fjölbreytta námi sem í boði er á vegum Farskólans. Þar er mikið að gera um þessar mundir, fjöldi námskeiða í gangi og má m.a. nefna fiskvinnslunámskeið, íslenskunámskeið, nám í svæðisleiðsögn sem er að hefjast um þessar mundir og ýmis konar tómstundanámskeið.
Meira

Safn bóka eða menningarhús? Nokkuð orð um hlutverk og starfsemi bókasafna

Síðastliðinn föstudag var ég á SSNV ráðstefnu sem haldinn var á Laugarbakka, en þar voru m.a. kynntar niðurstöður könnunar á viðhorfum íbúa Norðurlands vestra til ýmissa búsetuþátta. Þar á meðal voru þættir eins og gæði opinberrar þjónustu og mikilvægi umhverfis og ýmissar afþreyingar. Kynnt var hvaða málaflokkar skoruðu hæst í könnuninni, en þar voru bókasöfn með í efstu sætunum. Það vakti undrun hjá fundarmönnum. „Þetta kemur mér skemmtilega á óvart”, sagði einn ráðstefnugesta. „Ég hélt að fólk sækti sér bara upplýsingar á netinu nú í dag”. „Hefur nokkur tíma til að lesa bækur”, sagði annar.
Meira

Mótmæla hækkun raforku umfram vísitölu

Á dögunum sendi stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum bókun á iðnaðar- og viðskiptaráðherra þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með þær hækkanir sem hafa orðið á raforku frá 2013 en sú hækkun er langt umfram hækkun á vísitölu að sögn stjórnarinnar. „Svo virðist sem sölufyrirtækin hafi nýtt sér þá staðreynd að hækkun hefur orðið á niðurgreiðslum til íbúa á köldum svæðum og hækkað gjaldskrár sínar óhóflega sem kemur harkalega niður á íbúum sem búa á þeim svæðum,“ segir í bókuninni.
Meira

Gestakomum fjölgar um 44% milli ára

Sagt er frá því á vef Selaseturs Íslands að 44% fjölgun hafi orðið á gestakomum og er það 44% fjölgun frá árinu áður. Árið 2016 komu 39.223 gestir í upplýsingamiðstöð ferðmanna í Húnaþingi vestra, sem staðsett er í Selasetrinu á Hvammstanga. Gestakomurnar urðu flestar í júlí en þá komu 10.809 gestir í upplýsingamiðstöðina.
Meira