Unnið að deiliskipulagi fyrir Kolugljúfur
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
18.01.2017
kl. 13.58
Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur með samþykki landeigenda ákveðið að gera deiliskipulag fyrir Kolugljúfur í Víðidal og aðliggjandi umhverfi. Markmiðið með fyrirhuguðu skipulagi er að bæta aðgengi, upplýsingar, öryggi og umferð ferðamanna um skipulagssvæðið. Það verður m.a. gert með skipulagningu bílastæða, staðsetningu þjónustu-og salernishúss, útsýnispalla, göngubrúa, stíga, skilta og annarra tilheyrandi mannvirkja.
Meira