Fréttir

Auglýst eftir skagfirskum dægurlögum

Skagfirðingafélagið í Reykjavík efnir til dægurlagasamkeppni í tilefni af stórafmæli þess en 80 ár eru liðin síðan það var stofnað 1937. Á heimasíðu félagsins er því haldið fram að félagið sé hið þriðja elsta sem starfandi er í dag af átthagafélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Meira

Lokað í Nýprenti eftir hádegi í dag

Viðskiptavinir Nýprents og Feykis eru beðnir velvirðingar á því að lokað verður eftir hádegi í dag, föstudaginn 10. mars. Þeim sem þurfa að koma auglýsingum í Sjónhorn eða Feyki er bent á að senda póst á netfangið nyprent@nyprent.is eða hafa samband fyrir allar aldir (upp úr kl. 8) á mánudagsmorgni.
Meira

Heimir á Hofsósi á morgun - Myndband

Karlakórinn Heimir í Skagafirði mætir í Höfðaborg á Hofsósi á morgun, 11. mars með fjölbreytta efnisskrá að vanda. Boðið verður upp á einsöng, tvísöng og kvartett auk hefðbundins kórsöngs. Einsöngvarar eru þrír, Birgir Björnsson, Óskar Pétursson og Þóra Einarsdóttir.
Meira

Stólarnir enda í þriðja sæti og mæta Keflvíkingum í úrslitakeppninni

Lið Tindastóls fékk annað tækifæri til að tryggja sér annað sætið í Dominos-deildinni í lokaumferðinni í kvöld. Mótherjarnir voru Haukar og var leikið í Hafnarfirði og útlitið var ágætt þegar síðasti leikhlutinn hófst en þá köstuðu Stólarnir sigrinum frá sér með slæmum leik og á endanum fögnuðu Haukar þriðja sigri sínum í röð. Lokatölur 77-74.
Meira

Mottudagurinn 10. mars

Á morgun, föstudaginn 10. mars, hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr. „Á Mottudeginum látum við ímyndunaraflið ráða för og skörtum öllu mögulegu tengdu karlmanninum, fatnaði, höfuðfötum, gerviskeggi o.s.f. og hvetjum alla landsmen til að gera slíkt hið sama. Leyfum karlmennskunni að njóta sín þennan dag,“ segir á heimasíðu Mottumars.
Meira

Þórarinn og Narri sigruðu í fimmgangskeppni KS-deildarinnar

Fimmtán stóðhestar voru skráðir til leiks í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar sem fram fór í reiðhöllinni á Sauðárkróki gærkvöldi. Stefndi því í mikla stóðhestaveislu en einnig voru spennandi hryssur skráðar. Þórarinn Eymundsson og Narri frá Vestri Leirárgörðum voru efstir eftir forkeppni með einkunnina 7,03.
Meira

Sumarstörf

Sveitarfélagið Skagafjörður minnir á það á heimasíðu sinni að umsóknarfrestur vegna flestra sumarstarfa rennur út í dag, fimmtudaginn 9. mars. Í boði er fjöldinn allur af spennandi og krefjandi sumarstörfum m.a. á Sauðárkróki, Varmahlíð, Hofsós, Blönduósi og Hvammstanga.
Meira

Ísmót á Svínavatni

Ákveðið hefur veri að efna til ísmóts á Svínavatni við Stekkjardal á laugardaginn kemur, 11. mars klukkan 13:00. Keppt verður í tölti í opnum flokki, flokki áhugamanna og 16 ára og yngri svo sem verið hefur. Riðin verður ein ferð á hægu tölti, tvær ferðir hraðabreytingar og ein ferð á yfirferðartölti.
Meira

Tónleikum á Blönduósi frestað

Af óhjákvæmilegum ástæðum er tónleikum Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, sem að halda átti í kvöld í Blönduósskirkju frestað um óákveðinn tíma. Nánar auglýst síðar.
Meira

Sauma innkaupapoka til láns

Í byrjun þessa árs var stofnaður hópur á Facebook undir nafninu Saumum innkaupapoka til láns en nafninu hefur nú verið breytt í Pokastöðin í Skagafirði. Sú sem á heiðurinn af stofnun hans er Þuríður Helga Jónasdóttir, kennari við Grunnskólann austan Vatna á Hólum og Hofsósi, og fljótlega gekk Svanhildur Pálsdóttir, hótelstjóri í Varmahlíð, í hópinn. Hleyptu þær af stokkunum saumahópum sem hafa hist öðru hvoru í þeim tilgangi að sauma innkaupapoka sem hægt verður að fá að láni í verslunum. Enn sem komið er hafa engir karlar sinnt kallinu en þó nokkur hópur kvenna hefur lagt sitt af mörkum og hafa þær tekið sér vinnuheitið Skreppur en orðið getur þýtt skjóða eða malur og nota þær heitið jafnt á konurnar sjálfar og pokana.
Meira