Stefnir í fínt brennuveður
feykir.is
Skagafjörður
30.12.2016
kl. 11.17
Fjórar brennur eru fyrirhugaðar í Skagafirði um áramótin, á Hofsósi, Hólum, Sauðárkróki og Varmahlíð. Það eru björgunarsveitirnar sem hafa veg og vanda af brennunum og flugeldasýningunum eins og áður. Kveikt verður í öllum áramótabrennunum á sama tíma kl. 20:30 og flugeldasýningarnar hefjast kl 21. Á Hofsósi er brennan við Móhól og á Hólum sunnan við Víðines. Á Sauðárkróki er brennan norðan við hús Vegagerðarinnar og í Varmahlíð við afleggjarann upp í Efri-byggð.
Meira