Krækjurnar efstar í sínum riðli eftir mót helgarinnar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.01.2017
kl. 09.50
Krækjurnar á Sauðárkróki gerðu það gott um helgina þar sem þær unnu alla sína leiki í 5. deild Íslandsmótsins í blaki sem haldið var í Laugardalshöll. Spilaðir voru tveir leikir á laugardag og þrír á sunnudag og unnust fjórir leiki 2-0 og einn leikur 2-1. Alls eru átta lið í 5. deild kvenna og öll búin að spila tíu leiki. Krækjur eru efstar með 29 stig í 2. sæti Haukar með 24 stig og í 3. sæti er HK d með 19 stig. Fyrstu fimm leikirnir fóru fram helgina 5.-6. nóvember og síðustu fjórir leikirnir verða svo spilaðir um miðjan mars í Garðabæ og þá ráðast úrslit um hvaða tvö lið vinna sér rétt til að spila í 4. deild að ári.
Meira