Fjórar kindur sóttar í Vesturfjöll
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
20.01.2017
kl. 13.44
Í gær var farinn leiðangur í Vesturfjöllin í Skagafirði til að sækja kindur sem vitað var að héldu til við Stakkfellið. Sex manna hópur, á þremur fjórhjólum og tveimur sexhjólum, lagði af stað frá Gautsdal og óku norður Laxárdal og í gegnum Litla-Vatnsskarð. Þaðan var haldið út Víðidal og til móts við Gvendarstaði fundust fjórar kindur, vestan í Stakkfellinu. Þær voru handsamaðar, fluttar til byggða og komið til eigenda sinna.
Meira