Fréttir

Fjórar kindur sóttar í Vesturfjöll

Í gær var farinn leiðangur í Vesturfjöllin í Skagafirði til að sækja kindur sem vitað var að héldu til við Stakkfellið. Sex manna hópur, á þremur fjórhjólum og tveimur sexhjólum, lagði af stað frá Gautsdal og óku norður Laxárdal og í gegnum Litla-Vatnsskarð. Þaðan var haldið út Víðidal og til móts við Gvendarstaði fundust fjórar kindur, vestan í Stakkfellinu. Þær voru handsamaðar, fluttar til byggða og komið til eigenda sinna.
Meira

Ekkert gefins í Síkinu

Fjallbrattir ÍR-ingar mættu vígreifir í Síkið í gærkvöldi og hugðust fylgja eftir góðum sigri á Stjörnunni með því að gera Tindastólsmenn að sínum næstu fórnarlömbum. Slæm byrjun ÍR setti það plan í uppnám og lið Tindastóls leiddi allan leikinn þó munurinn færi alveg niður undir tvö stigin í lokakafjórðungnum. Stólarnir höluðu því inn tvö stig í leik þar sem fegurðin lét í minni pokann fyrir krafti og baráttu. Lokatölur 84-78.
Meira

Kvöldið leggst vel í Hrafnhildi Ýr

Söngkonan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal kemur fram í beinni útsendingu í Voice Ísland í kvöld. „Kvöldið leggst mjög vel í mig,“ sagði Hrafnhildur þegar Feykir hafði samband við hana rétt í þessu. „Mig langar að þakka fyrir allan stuðninginn og minna á að ég kemst ekki áfram nema vera kosin,“ sagði hún ennfremur.
Meira

Miðar á Króksblót tilvalin bóndadagsgjöf

Forsala á hið árlega Króksblót hefst í Blóma- og gjafabúð Sauðárkróks í dag á bóndadaginn. Í tilkynningu frá árgangi ´64 er mikil eftirspurn eftir miðum og hver að verða síðastur að kaupa fyrsta miðann. Miðaverð hefur verið lækkað og er því búist við margmenni á þorrablótið ok mikil eftirvænting í loftinu.
Meira

Bóndadagur markar upphaf þorra

Í dag er bóndadagur sem er jafnframt fjórði mánuður vetrar og hefst á föstudegi í 13. viku vetrar, eða á tímabilinu 19.-25. janúar, að forníslensku tímatali. Samkvæmt gömlum heimildum var sú hefð meðal almennings að húsfreyjan færi út kvöldið áður og byði þorrann velkominn og inn í bæ, líkt og um tiginn gest væri að ræða.
Meira

Guðmundur atskákmeistari

Fjórir tóku þátt í atskákmóti Skákfélags Sauðárkróks sem haldið var í gærkvöldi. Á heimasíðu skákklúbbsins segir að Guðmundur Gunnarsson hafi borið sigur úr býtum með tvo vinninga og 3 stig, en Pálmi Sighvatsson var með jafnmarga vinninga og 2 stig og hlaut því annað sætið. Þriðji var Hörður Ingimarsson með einn vinning og 2 stig, en Jón Arnljótsson hlaut 1 vinning og 1 stig. Umhugsunartíminn var 25 mínútur á skákina.
Meira

Israel Martin til 2020

Stjórn körfuboltadeildar Tindastóls hefur komist að samkomulagi við Israel Martin um að hann þjálfi meistaraflokk karla auk þess að sinna stöðu yfirþjálfara félagsins til ársins 2020. Nú starfar hann einnig við körfuboltaakademíu FNV. Að sögn Stefáns Jónssonar formanns félagsins er þetta mikill fengur fyrir Tindastól.
Meira

Kindur sóttar á fjöll í dag

Eitthvað hefur verið um það að kindur hafi haldið sig á afréttum Skagfirðinga í vetur og segir Arnór Gunnarsson þjónustufulltrúi landbúnaðarnefndar Svf. Skagafjarðar það gengið mjög misjafnlega að ná fé úr afrétt eftir síðustu göngur. Menn geri þó sitt besta til að ná þessum kindum ef fréttist af þeim.
Meira

Mygla mælist ítrekað í leikskólanum á Hofsósi

„Eðlilega eru menn hugsi yfir leikskólamálum á Hofsósi og svo sannarlega væri óskandi að við hefðum úr fleiri úrræðum að spila en nú er,“ segir Herdís Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Svf. Skagafjarðar en sem kunnugt er var búið að ákveða að flytja leikskólann tímabundið í húsnæði í eigu sveitarfélagsins að Austurgötu 5 en síðar hætt við vegna andstöðu nágranna.
Meira

FNV og Háskólinn í Reykjavík hefja samstarf

Kennarar og nemendur í áfanga um tölvuleiki og sýndarveruleika,TÖLE2IG05, eiga nú í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og fyrirtækið Myrkur Software. Samstarfið felst m.a. í aðgangi að verkefnum frá HR.
Meira