Fréttir

Síminn eflir 4G í Skagafirði

Síminn hefur stækkað 4G kerfi sitt í Skagafirði með gangsetningu fimm nýrra 4G háhraðasenda. Staðir sem nú bætast við eru Haganesvík, Hofsós, Hegranes, Varmahlíð og Steinstaðir. Áður náði 4G Þjónusta Símans til Sauðárkróks og Hóla.
Meira

Augabrúnatískan á 4 min

Ótrúlega skemmtilegt myndband af því hvernig augabrúnatískan hefur breyst í gegnum áratugina. En hvaða tíska finnst þér ljótust?
Meira

Gunnar Örn Jónsson skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 1. apríl næstkomandi og afhenti hún honum skipunarbréf í gær. Embættið var auglýst í janúar og rann umsóknarfrestur út 30. janúar. Níu manns sóttu um embættið og ein umsókn til viðbótar var dregin til baka.
Meira

Styttist í lokun leikskólans á Hofsósi

Leikskólamál á Hofsósi hafa verið til skoðunar í nokkurn tíma eftir að upp komst um mygluvandamál í núverandi húsnæði Barnaborgar á Hofsósi. Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur gefið út að starfsleyfi leikskólans falli úr gildi þann 1. maí. nk. svo tíminn er orðinn naumur. Eftir nokkra þrautagöngu sveitarfélagsins við að finna tímabundið húsnæði fyrir starfsemina hefur ein formleg ákvörðun verið tekin í byggðarráði um að koma leikskólanum tímabundið fyrir í Félagsheimilinu Höfðaborg. Sú lausn hefur mætt talsverðri andstöðu á staðnum og samkvæmt heimildum Feykis er nú unnið að því að skoða aðrar leiðir m.a. að flytja leikskólann tímabundið í einbýlishús á Hofsósi.
Meira

Tindastólsmenn með kröftugan sigur á Keflvíkingum

Það var að duga eða drepast fyrir Stólana í kvöld þegar þeir tóku á móti Keflvíkingum í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar. Það var vel mætt í Síkið og meira að segja hávær hópur Keflvíkinga lét í sér heyra – í það minnsta framan af leik. Stólarnir tóku öll völd á vellinum í öðrum leikhluta og leiddu með 25 stigum í hálfelik. Þeir gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik þrátt fyrir villuvandræði lykilmanna og lönduðu kröftugum sigri, 107-80.
Meira

Fréttir frá Skagfirskum Strengjum

Það er alltaf nóg að gera hjá nemendum strengjadeildarinnar hjá Tónlistarskóla Skagafjarðar. Auk þess að sinna hinu daglega námi eru margir nemendur að undirbúa stærri próf auk þess sem nemendur hafa verið duglegir að sækja námskeið um land allt.
Meira

Bókelskur bókavörður

Birgir Jónsson, 50 ára bókavörður á Héraðsbókasafninu á Sauðárkróki, svaraði spurningum í Bók-haldinu í 11. tbl Feykis. Birgir hefur stundað nám í sagnfræði og bókmenntafræði en er þó hvorki sagnfræðingur né bókmenntafræðingur eins og ranglega var haldið fram í blaðinu. Nú leggur hann stund á nám í ferðamannaleiðsögn. Óhætt er að segja að Birgir sé víðlesinn og bókasmekkurinn fjölbreytilegur.
Meira

Bjarni Jónasson og Randalín fóru mikinn í gær

Töltkeppni KS-deildarinnar fór fram í gærkvöldi þar sem margar góðar sýningar fóru fram og ný hross vöktu athygli. Í forkeppni hlutu sex hross einkunnina sjö eða hærra. Efstur inn í úrslit var Bjarni Jónasson með Randalín með einkunnina 7,77 en efst inn í b-úrslit kom Fríða Hansen með hryssuna Kviku frá Leirubakka. Kvika var mjög flott á hægu tölti, fasmikil og viljug og reiðmennska Fríðu til fyrirmyndar.
Meira

Góður árangur hjá Grunnskóla Húnaþings vestra

Keppni í skólahreysti hófst þann 14. þessa mánaðar í Mýrinni í Garðabæ þar sem skólar af Vesturlandi og Vestfjörðum riðu á vaðið. Grunnskóli Húnaþings vestra keppti í Vesturlandsriðli ásamt átta öðrum skólum. Leikar fóru þannig að skólinn lenti í þriðja sæti með 36 stig á eftir Brekkubæjarskóla, sem var með 38 stig, og Grunnskóla Stykkishólms sem fór með sigur af hólmi í riðlinum með 38.5 stig.
Meira

Bjarni Jónsson flutti jómfrúarræðuna á Alþingi sl. mánudag

Bjarni Jónsson, varaþingmaður Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur 3. þingmanns Norðurlands vestra, tók sl. mánudag sæti á Alþingi í fyrsta skipti. Reið hann á vaðið í sérstakri umræðu um skipulag haf- og strandsvæða og lagði áherslu á hlutverk sveitarfélaganna og rannsóknastofnana á landsbyggðinni.
Meira