Fréttir

VG á ferð á Sauðárkróki

Þingmennirnir Lilja Rafney Magnúsdóttir og Kolbeinn Proppé heimsóttu Sauðárkrók í gær og fóru um bæinn í fylgd Bjarna Jónssonar, sem skipaði annað sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar.
Meira

Hrafnhildur Ýr í Superbattle

Húnvetnska söngdívan, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, mun verða í eldlínunni í sjónvarpsþættinum Voice í kvöld í Sjónvarpi Símans er hún reynir að slá út mótherja sinn í svokölluðu Superbattle. Hrafnhildur er í liði Sölku Sólar og með sigri kemst hún áfram þar sem þættirnir eru sýndir í beinni útsendingu.
Meira

Stephen Walmsley ráðinn þjálfari með Hauki Skúla

Stephen Walmsley hefur verið ráðinn til Tindastóls sem aðalþjálfari m.fl. karla í knattspyrnu og verður hann með stjórnartaumana ásamt Hauki Skúlasyni en gengið var frá ráðningu hans í haust. Þeir munu því saman sjá um þjálfun liðsins á komandi tímabili. Haukur Skúlason þjálfaði liðið ásamt Stefáni Arnari Ómarssyni sl. tímabil með frábærum árangri.
Meira

Úrtaka fyrir KS-Deildina

Úrtaka fyrir eitt laust sæti í KS-Deildinni verður haldin í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki 25.janúar. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og hefst úrtakan kl 19:00. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og skulu tveir liðsmenn keppa í hvorri grein.
Meira

Lykilmaður hjá Keflavík

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var kjörin íþróttamaður USVH fyrir árið 2016 en hún hefur verið lykilmaður hjá Keflavík í Dominos deild kvenna í vetur. Salbjörg byrjaði að æfa körfu í 4. bekk með Kormáki og spilaði með þeim meðan hún var í grunnskóla. Í Feyki þessarar viku er viðtal við Salbjörgu en þar kemur m.a. fram að hún hefur afrekað það að skora sjálfskörfu.
Meira

VG með fund í kvöld

Í dag, fimmtudag 12. janúar, verða þingmenn og varaþingmenn VG á ferðinni í Skagafirði og sækja heim stofnanir og fyrirtæki. Munu þau funda með byggðaráði, kynna sér starfsemi í Verinu, heimsækja Iceprotein, Hólaskóla, Flokku og fleiri staði.
Meira

Ljósadagur í Skagafirði í dag

Ljósadagur verður haldinn í þriðja sinn í Skagafirði í dag. Eru íbúar hvattir til að vera samtaka og hafa kertaljós á gangstétt við hvert hús þennan dag og minnast þannig látinna ástvina með því að kveikja ljós í skammdeginu. Þá verður Sauðárkrókskirkja opin frá kl. 16-18 og fólki boðið að koma og tendra ljós til minningar um látna ástvini.
Meira

Senn líður að þorrablótum

Feyki hafa borist eftirfarandi upplýsingar um dagsetningar þorrablóta á Norðurlandi vestra og hjá átthagafélögum Skagfirðinga og Húnvetninga árið 2017. Listinn telur alls fimmtán blót.
Meira

Þrjár systur spiluðu meistaraflokksleik

Síðastliðinn laugardag lék meistaraflokkur Tindastóls í knattspyrnu kvenna æfingaleik við Hamrana á Akureyri. Svo skemmtilega vildi til að þrjár systur léku með liði Tindastóls, þær Snæbjört, Hugrún og Eyvör Pálsdætur. Eyvör, sem er aðeins 14 ára gömul, lék sinn fyrsta leik með liðinu en systur hennar fengu að spreyta sig þegar þær voru 15 ára.
Meira

Hross hrapaði til dauða

Veturgamalt tryppi drapst eftir að hafa hrapað niður fjallshlíð Staðaraxlar sl. sunnudag en hrossahópur sem var í hólfi frá bænum Vík hafði klifið upp á fjallið. Svo virðist sem styggð hafi komið að honum, sem var í lokuðu hólfi, líklega eftir sprengingar á þrettándanum.
Meira