Fréttir

Áróra Rós hlaut milljón úr Vísindasjóði Landspítala

Tíu styrkir til klínískra rannsókna ungra vísindamanna á Landspítala voru afhentir úr vísindasjóði hans fimmtudaginn 15. desember sl. í Hringsal stofnunarinnar. Styrkþegarnir gerðu grein fyrir rannsóknum sínum en hver styrkur nemur einni milljón króna. Meðal styrkþegar var Skagfirðingurinn Áróra Rós Ingadóttir næringarfræðingur.
Meira

Sjómenn í verkfalli fram á nýtt ár

Sjómannaverkfall sem hófst þann 14. desember sl. stendur enn yfir og ljóst að staðan er snúin. Fréttir herma að nokkur spölur sé í land hvað samninga snertir en sjómenn vilja ekki þann samning sem lagður hefur verið fram. Fundað var í morgun á milli deiluaðila sem stóð stutt yfir en boðað hefur verið til nýs fundar eftir áramót.
Meira

22 kepptu í jólajúdó

Jólamót júdódeildar Tindastóls fór fram í gær í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en um innanfélagsmót var að ræða. Allir keppendur fengu gullpening og pítsur að móti loknu og mikil gleði ríkti í herbúðum þeirra.
Meira

Jólatónar í kvöld og á morgun

Tónleikarnir Jólatónar verða í kvöld klukkan 20:30 í Glaumbæjarkirkju og á morgun þriðjudag í Miklabæjarkirkju klukkan 17:00 og Hóladómkirkju kl 20:30. Fram koma strengjasveit auk ungra söngvara og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Meira

Þreksporti gert gagntilboð í Borgarflöt 1a

Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sl. fimmtudag að gera fyrirtækinu Þreksport gagntilboð í húseignina Borgarflöt 1a. Hljóðaði það upp á 48 milljónir króna og hefur verið gengið að því.
Meira

Stormur í dag og útlit fyrir hvít jól

Veðurstofa íslands hefur gefið út viðvörun en búist er við stormi, eða meira en 20 m/s norðvestantil á landinu og á hálendinu í dag. Þetta á einnig við víða um land í nótt og aftur seint á morgun. Þá má búast við mikilli úrkomu á Suðausturlandi í nótt. Í nótt verður sunnan og suðaustan 18-25 m/s og talsverð rigning eða slydda á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra.
Meira

Ferðin en ekki áfangastaðurinn...

Ég vil þakka vini mínum Svavari fyrir að skora á mig og gefa mér tækifæri á því að senda pistil í þetta góða blað. Vil ég samt aðvara lesendur því ég mun skrifa um sjálfan mig í þessum pistli. Vel má vera að hann verði þungur á pörtum en fyrir þá sem halda út að lesa hann til enda mun hann enda vel. Þeir sem þekkja mig vita að ég er mikill keppnismaður og á mjög erfitt með að taka tapi hvort sem það er mitt eigið tap í leik eða tap liðs sem ég fylgi í kappleik. Fyrir mér hefur það verið fyrsta sætið sem skiptir máli og allt annað verið tap, því skildi ég aldrei orðtiltækið „það er ferðin sem skiptir máli en ekki áfangastaðurinn“.
Meira

Danskur dagur í Árskóla

Það var mikið um að vera í Árskóla í gærmorgun þegar krakkarnir á unglingastigi brutu upp skóladaginn með dönskuþema, útbjuggu danskt smörrebröd, jólaglögg, brjóstsykur og ýmislegt fleira. Foreldrum var boðið að kíkja og úr varð skemmtileg veisla.
Meira

Forystufé að seljast upp

Bókin Forystufé eftir Ásgeir á Gottorp sem nýlega var endurútgefin hjá Bókaútgáfunni Sæmundi er nú að verða uppseld. Að sögn Bjarna Harðarsonar hjá Bókaútgáfunni Sæmundi hjá eru örfá eintök eftir þar, sem á eftir að skipta á milli óteljandi pantana sem fyrir liggja. „Þetta eru meiri og betri viðtökur en maður hefði þorað að vona.“
Meira

Formleg verklok hitaveitu í Fljótum

Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar kemur fram að síðasti verkfundur vegna hitaveitu í Fljótum hafi farið fram í síðustu viku. Því má segja að verkefninu sé nú lokið með formlegum hætti. Búið er að tengja 29 notendur hitaveitunni en þó nokkrar tengingar bíða næsta árs.
Meira