Draumaleikur Stólanna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.10.2016
kl. 22.12
Njarðvíkingar mættu til leiks í Síkinu í kvöld í Dominos-deildinni í körfubolta og fengu óbliðar móttökur frá Tindastólsmönnum sem hreinlega kjöldrógu gestina fyrstu þrjá fjórðungana. Hver og einn einasti leikmaður Tindastóls var með sitt hlutverk á hreinu í kvöld en enginn skilaði sínu betur en Björgvin Hafþór sem hlýtur að hafa átt leik lífs síns. Það hreinlega gekk allt upp hjá kappanum. Staðan í hálfleik var 51-28 en lokatölur 100-72.
Meira