Fréttir

ANOTHER CHRISTMAS IN LA / The Killers & Dawes

Hin ágæta hljómsveit The Killers hefur haft það fyrir venju síðustu árin að gefa út jólalag árlega og nú fyrir jólin kom út safnplata með þessum lögum. Þar er meðal annars að finna þetta ágæta lag, Another Christmas in LA, sem þeir flytja ásamt Dawes.
Meira

Þórður Bragi og Köggur eru bestu vinir – Varúð! Krúttlegt myndband

Á bænum Ríp í Hegranesi fæddist, öllum að óvörum, hestfolald fyrir tveimur vikum. Móður og folaldi var komið á hús og mikil vinátta hefur tekist milli folaldsins og Þórðar Braga fjögurra ára gutta á bænum. Óhætt er að segja að myndbandið sé það krúttlegasta sem sést hefur lengi.
Meira

Stemning hjá kaffiklúbbnum sunnan heiða

Kaffiklúbburinn Skín við sólu, sem samanstendur af Skagfirðingum á höfuðborgarsvæðinu, hefur í mörg ár hist á hverjum laugardagsmorgni kl. 10 á kaffihúsum sunnan heiða. Þar eru heimsmálin leyst hverju sinni og rifjaðar upp gamlar sögur. Á heimasíðu Skagfirðingafélagsins hefur verið sett inn dagskrá fram á vor og eru Skagfirðingar hvattir til að fjölmenn á þessa skemmtilegu fundi. Tíðindamaður félagsins kíkti í kaffi á Silfrinu í verslanamiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði laugardaginn 10. desember sl. og var þar hin fínasta mæting og rífandi stemning, kominn jólaandi yfir mannskapinn.
Meira

Vörumst villandi pakkningar

Herra Hundfúll varar verðandi jólapakkara við því að fara ekki illa að ráði sínu við innpökkunina. Sumir hafa þann háttinn á að pakka litlum gjöfum (sem stundum er þó risastórar) inn í stóra pakka. Taka þá kannski kassa utan af einhverju öðru og setja litlu gjöfina inn í stóra kassann. Þetta getur verið mislukkað ef stóri kassinn er til dæmis utan af tölvu eða sjónvarpi. Þá er ekki víst að litla gjöfin veki jafn mikla gleði og að var stefnt.
Meira

Vörumst villandi pakkningar

Herra Hundfúll varar verðandi jólapakkara við því að fara ekki illa að ráði sínu við innpökkunina. Sumir hafa þann háttinn á að pakka litlum gjöfum (sem stundum er þó risastórar) inn í stóra pakka. Taka þá kannski kassa utan af einhverju öðru og setja litlu gjöfina inn í stóra kassann. Þetta getur verið mislukkað ef stóri kassinn er til dæmis utan af tölvu eða sjónvarpi. Þá er ekki víst að litla gjöfin veki jafn mikla gleði og að var stefnt.
Meira

USAH óskar eftir ábendingum um íþróttafólk

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga óskar eftir ábendingum frá íbúum Austur-Húnavatnssýslu um íþróttafólk sem sýnt hefur góðan árangur í sinni keppnisgrein árið 2016 vegna tilnefningar til íþróttamanns ársins hjá USAH.
Meira

Jolli áfram með U21 árs landsliðið

Sagt er frá því á vef Knattspyrnusambands Íslands að Króksarinn Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára eða til loka árs 2018. Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005.
Meira

Hleypt verður á stofnlögn á morgun

Í sumar og haust hafa staðið yfir miklar framkvæmdir hjá Hitaveitu Húnaþings vestra í Víðidal. Verklegum framkvæmdum þessa árs er nú að mestu lokið og hleypt verður á stofnlögn á morgun, fimmtudaginn 15. desember. Frá þessu er greint á vef Húnaþings vestra.
Meira

Dagur Þór Baldvinsson ráðinn í stöðu yfirhafnarvarðar

Dagur Þór Baldvinsson hefur verið ráðinn í stöðu yfirhafnarvarðar hjá Svf, Skagafirði en hann var valinn úr hópi sjö manna. Dagur Þór er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Dagur starfar hjá Háskólanum á Hólum og er umsjónarmaður fiskeldistilrauna í Verinu á Sauðárkróki, ásamt því að vera með yfirumsjón með verknámi í diplómanámi fiskeldisdeildar skólans.
Meira

Leið yfir viðræðuslitum

Samfylkingin er leið yfir því að slitnað hafi upp úr viðræðum fimm flokka um myndun ríkisstjórnar, samkvæmt yfirlýsingu sem flokkurinn sendi frá sér í dag vegna slita á fimm flokka viðræðum. „Við töldum góðan möguleika á að þessir flokkar gætu myndað umbótastjórn þar sem í senn yrði unnið að endurreisn heilbrigðis- og menntakerfis og nauðsynlegra fjárfestinga í innviðum ásamt því að koma á kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Við myndum líka vinna að umbóta- og framfaramálum s.s. loftslagsstefnu, atvinnumálum, auknu jafnrétti og nýrri stjórnarskrá, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í yfirlýsingunni.
Meira